1985
ár
(Endurbeint frá Ágúst 1985)
Árið 1985 (MCMLXXXV í rómverskum tölum) var 85. ár 20. aldar sem hófst á þriðjudegi. Árið var kallað alþjóðlegt ár æskunnar hjá Sameinuðu þjóðunum.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Íslensk málstöð var stofnuð.
- 1. janúar - DNS-kerfið var stofnað á Internetinu.
- 1. janúar - Grænland dró sig út úr Evrópusambandinu.
- 1. janúar - Vodafone setti af stað fyrsta farsímakerfið í Bretlandi.
- 4. janúar - Kaffibaunamálið komst í hámæli þegar Helgarpósturinn greindi frá rannsókn skattrannsóknarstjóra á kaupum SÍS á kaffibaunum frá Brasilíu.
- 5. janúar - Richard Stallman sagði starfi sínu hjá MIT lausu og hóf á fullu vinnu við GNU-verkefnið.
- 8. janúar - Reykingabann tók gildi á Rauða torginu í Moskvu.
- 12. janúar - Metfrost urðu á Mið-Ítalíu. Fjöldi ólífutrjáa drapst.
- 13. janúar - 418 létust og 559 særðust í einu mannskæðasta lestarslysi sögunnar við Awash í Eþíópíu.
- 14. janúar - Jóhannes Páll 2. páfi útnefndi Þorlák helga verndardýrling Íslands.
- 15. janúar - Tancredo Neves var kjörinn forseti Brasilíu af brasilíska þinginu.
- 21. janúar - Sprenging olli skemmdum á Borobudur í Indónesíu.
- 27. janúar - Efnahagssamvinnustofnun Svartahafsríkja var stofnuð.
- 28. janúar - Lagið „We Are the World“ var tekið upp í Hollywood af samtökunum USA for Africa.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Keiluhöllin var opnuð í Öskjuhlíð.
- 3. febrúar - Desmond Tutu varð fyrsti þeldökki biskup biskupakirkjunnar í Jóhannesarborg.
- 4. febrúar - Landamærin milli Spánar og Gíbraltar voru opnuð í fyrsta sinn frá 1969.
- 6. febrúar - Steve Jobs hætti störfum hiá Apple Computer.
- 7. febrúar – „New York, New York“ varð opinber söngur New York-borgar.
- 15. febrúar - Bandaríska kvikmyndin Morgunverðarklúbburinn kom út.
- 16. febrúar - Ísrael hóf brottkvaðningu herliðs frá Líbanon.
- 19. febrúar - Fyrsti þáttur bresku sápuóperunnar EastEnders var sendur út á BBC One.
- 19. febrúar - 148 létust þegar Boeing 727-þota rakst á sjónvarpsmastur í lendingu á Bilbao á Spáni.
- 23. febrúar - Torfi Ólafsson setti heimsmet í réttstöðulyftu í flokki unglinga, lyfti 322,5 kg.
- 25. febrúar - Réttarhöld yfir Arne Treholt hófust í Noregi.
- 28. febrúar - Írski lýðveldisherinn gerði sprengjuvörpuárás á lögreglustöð í Newry með þeim afleiðingum að 9 lögreglumenn létust.
Mars
breyta- Mars - Önnur breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Slayer, Hell Awaits, kom út.
- 1. mars - Julio María Sanguinetti varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Úrúgvæ eftir 12 ára herforingjastjórn.
- 2. mars - Kvikmyndin Hringurinn eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd í Reykjavík.
- 2. mars - Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað.
- 3. mars - Jarðskjálfti upp á 8.0 stig á Richter reið yfir Santiago og Valparaiso í Chile með þeim afleiðingum að 177 létust.
- 8. mars - Bílsprengja sem beint var gegn íslamska klerkinum Sayyed Mohammad Hussein Fadlallah sprakk í Beirút með þeim afleiðingum að 80 létust.
- 11. mars - Mikhaíl Gorbatsjev varð aðalritari sovéska kommúnistaflokksins.
- 11. mars - Mohamed Al-Fayed keypti bresku verslunina Harrods.
- 15. mars - Íslenska kvikmyndin Hvítir mávar var frumsýnd á Seyðisfirði.
- 17. mars - Heimssýningin Expo '85 var opnuð í Tsukuba í Japan.
- 18. mars - Ástralska sápuóperan Grannar hóf göngu sína á Seven Network.
- 19. mars - Íslenska matvælafyrirtækið Kjarnafæði var stofnað á Akureyri.
- 21. mars - Kanadíski íþróttamaðurinn Rick Hansen hóf Man in Motion-leiðangurinn sem safnaði 25 milljónum dala fyrir rannsóknir á mænuskaða.
- 25. mars - Maríukirkja var vígð í Breiðholti í Reykjavík.
- 25. mars - Bandaríska kvikmyndin Amadeus fékk óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin.
- 29. mars - Manni var bjargað úr jökulsprungu sem hann féll í í Kverkfjöllum eftir 32 klukkustundir.
- 30. mars - Mótefni gegn eyðniveiru fundust í fyrsta sinn í blóði Íslendings.
Apríl
breyta- 6. apríl - Herforinginn Suwwar al-Dhahab leiddi valdarán í Súdan.
- 7. apríl - Fyrsta gervihjartaígræðslan í Evrópu fór fram á Karolinska sjukhuset í Svíþjóð. Sjúklingurinn lifði í þrjá mánuði.
- 10. apríl - Madonna hóf tónleikaferðalagið The Virgin Tour.
- 11. apríl - Einræðisherra Albaníu, Enver Hoxha, lést og Ramiz Alia tók við völdum 20 dögum síðar.
- 12. apríl - 18 Spánverjar létust í sprengjutilræði á vegum Samtakanna heilagt stríð á veitingastað nálægt Madrid á Spáni.
- 14. apríl - Alan García var kjörinn forseti Perú.
- 15. apríl - Banni við giftingum fólks af ólíkum kynþætti var aflétt í Suður-Afríku.
- 23. apríl - Coca-Cola Company gaf út nýja útgáfu af kóka kóla undir heitinu New Coke. Viðbrögð urðu svo neikvæð að fyrirtækið tók aftur upp gömlu uppskriftina þremur mánuðum síðar.
Maí
breyta- 1. maí - Hundrað ára afmælis Jónasar Jónssonar frá Hriflu var minnst með því að afhjúpa brjóstmynd af honum við Arnarhvál í Reykjavík.
- 4. maí - Bobbysocks sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Noreg með laginu „La det swinge“.
- 11. maí - Mafíunefndarréttarhöldin: FBI lagði fram ákærur á hendur meintum forystumönnum fimm mafíufjölskyldna í New York.
- 11. maí - 56 létust þegar viðarstúka brann á Valley Parade-leikvanginum í Bradford á Englandi.
- 13. maí - Þing Kúveit veitti konum kosningarétt. Rétturinn var afturkallaður árið 1999 og endurvakinn árið 2005.
- 16. maí - Rannsóknarráðið British Antarctic Survey kynnti rannsóknir sem sýndu fram á gat í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu.
- 23. maí - Smáþjóðaleikarnir voru settir í fyrsta sinn í San Marínó.
- 23. maí - Stefna Íslendinga í afvopnunarmálum var staðfest á Alþingi: Á Íslandi verða ekki staðsett kjarnorkuvopn.
- 23. maí - Thomas Patrick Cavanaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að reyna að selja Sovétmönnum teikningar af torséðu flugvélinni B-2 Spirit.
- 25. maí - Hitabeltisfellibylur og áhlaðandi ollu því að um 10.000 manns létust og 250.000 misstu heimili sín í Bangladess.
- 29. maí - Óeirðir brutust út í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu milli Liverpool F.C. og Juventus á Heysel-leikvangi í Belgíu með þeim afleiðingum að 38 áhorfendur létust og 600 slösuðust.
- 31. maí - 41 skýstrokkur gekk yfir Ohio í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að 77 létust.
Júní
breyta- 4. júní - Farø-brýrnar milli Sjálands og Falsturs voru opnaðar í Danmörku.
- 6. júní - Radio Studio 54 Network hóf útsendingar í Kalabríu.
- 14. júní - Schengen-sáttmálinn var undirritaður af fulltrúum fimm Evrópuríkja um borð í skipinu Princesse Marie-Astrid á Móselánni við Schengen í Lúxemborg.
- 14. júní - TWA flug 847: Hópur úr Hezbollah rændi farþegaflugvél skömmu eftir flugtak frá Aþenu og hélt farþegum í gíslingu í þrjá daga. Einn farþegi var myrtur.
- 15. júní - Á Bæ í Lóni var afhjúpaður minnisvarði um Úlfljót lögsögumann, sem tók saman fyrstu lög íslenska þjóðveldisins.
- 15. júní - Teiknimyndagerðin Studio Ghibli var stofnuð í Tókýó.
- 17. júní - Í Vestmannaeyjum var afhjúpuð höggmynd til minningar um Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu).
- 17. júní - Discovery Channel hóf útsendingar í Bandaríkjunum.
- 20. júní - Arne Treholt var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir.
- 21. júní - Fáni Grænlands var dreginn upp í fyrsta sinn.
- 23. júní - Air India flug 182 fórst yfir Atlantshafi sunnan við Írland þegar sprengja sprakk um borð. 329 létust.
- 27. júní - Þjóðvegurinn Route 66 var felldur út úr þjóðvegakerfinu í Bandaríkjunum.
- 28. júní - Verðbréfaþing Íslands var stofnað.
Júlí
breyta- 3. júlí - Bandaríska kvikmyndin Aftur til framtíðar var frumsýnd.
- 3. júlí - Francesco Cossiga var kjörinn forseti Ítalíu.
- 8. júlí - Írska flugfélagið Ryanair hóf starfsemi.
- 10. júlí - Skipi Greenpeace-samtakanna, Rainbow Warrior, var sökkt með sprengjum í höfninni í Auckland af útsendurum frönsku leyniþjónustunnar DGSE.
- 13. júlí - LiveAid tónleikarnir fóru fram á nokkrum stöðum um heiminn. Þeir áttu að vera mikilvægur liður í að styrkja stöðu bágstaddra í Afríku.
- 13. júlí - Ný útvarpslög voru samþykkt á Alþingi þar sem rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva var gefinn frjáls. Lögin tóku gildi 1. janúar árið eftir.
- 13. júlí - Sergei Bubka náði fyrstur manna að stökkva yfir 6 metra í stangarstökki.
- 19. júlí - Tvær stíflur sem héldu námuvinnslufor í Val di Stava á Ítalíu brustu með þeim afleiðingum að 268 létust.
- 20. júlí - Forseti Suður-Afríku, P. W. Botha, lýsti yfir neyðarástandi vegna vaxandi óeirða.
- 23. júlí - Commodore kynnti Amiga-tölvuna.
- 28. júlí - Íslandsmet var sett í fallhlífastökki á Akureyri er fimm fallhlífastökkvarar mynduðu stjörnu og héldu henni í 45 sekúndur.
- 29. júlí - Í Þorlákshöfn var vígð kirkja í minningu Þorláks biskups Þórhallssonar og var það fyrsta kirkja þar síðan 1770.
Ágúst
breyta- 2. ágúst - Delta Air Lines flug 191 hrapaði við Dallas í Texas með þeim afleiðingum að 137 létust.
- 2. ágúst - 350 tonn af olíu láku í Limafjörð í Danmörku eftir að vesturþýskt tankskip strandaði.
- 5. ágúst - Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn þegar 40 ár voru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað var á Hiroshima í Japan. Síðan hefur þetta verið gert árlega.
- 6. ágúst - Afhjúpaður var minnisvarði um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara í landi Miðhúsa á Fljótsdalshéraði, en þar var hann fæddur.
- 10. ágúst - Hafnarfjarðarganga haldin í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum.
- 12. ágúst - Japan Airlines flug 123 fórst í Japan með þeim afleiðingum að 520 létust.
- 14. ágúst - Accomarca-fjöldamorðin: Hermenn myrtu tugi óvopnaðra þorpsbúa í Ayacucho í Perú.
- 20. ágúst - Íran-Kontra-hneykslið: Fyrstu flugskeytin af BGM-71 TOW-gerð voru send til Íran í skiptum fyrir gísla í Líbanon.
- 23. ágúst - Fjöldahandtökur fóru fram í Soweto í Suður-Afríku eftir mótmæli gegn stjórn hvíta minnihlutans.
- 25. ágúst - 6500 konur tóku þátt þegar kvennahlaupið Tjejmilen var haldið í annað sinn í Stokkhólmi.
- 27. ágúst - Ibrahim Babangida varð forseti Nígeríu eftir valdarán.
- 28. ágúst - Fyrsta reykingabannið í Bandaríkjunum var sett í öllum veitingastöðum í Aspen í Colorado.
- 31. ágúst - Bandaríski fjöldamorðinginn Richard Ramirez var handtekinn í Los Angeles.
September
breyta- 1. september - Flakið af Titanic fannst á 3800 metra dýpi í fransk-bandarískum leiðangri undir stjórn Robert Ballard og Jean-Louis Michel.
- 7. september - Flóð varð í Dölunum og Helsingjalandi þegar stífla í Noppikoski brast.
- 12. september - Íslandsmet var sett í fallhlífarstökki er fallhlífarstökkvarar frá Akureyri stukku úr 21 þúsund feta hæð og voru í frjálsu falli í tvær mínútur áður en fallhlífarnar voru opnaðar.
- 13. september - Bandaríska kvikmyndin Eftir miðnætti var frumsýnd.
- 13. september - Japanski tölvuleikurinn Super Mario Bros. var gefinn út.
- 13. september - Steve Jobs sagði af sér stjórnarsetu hjá Apple og stofnaði NeXT.
- 15. september - Sif Sigfúsdóttir var kjörin fegurðardrottning Norðurlanda, 17 ára gömul.
- 16. september - Líkamsræktarsalurinn World Class hóf starfsemi í Skeifunni í Reykjavík.
- 19. september - Jarðskjálfti sem mældist 8,1 á Richter skók Mexíkóborg með þeim afleiðingum að 10.000 manns biðu bana.
- 21. september - Í Þjóðleikhúsinu var flutt óperan Grímudansleikur eftir Verdi. Kristján Jóhannsson söng aðalhlutverkið og var í gagnrýni Morgunblaðsins sagður syngja stórkostlega.
- 22. september - Plaza-samningurinn um lækkun Bandaríkjadals var undirritaður af fulltrúum fimm ríkja.
- 23. september - Blaðamaðurinn Giancarlo Siani var myrtur af glæpasamtökunum Camorra.
- 24. september - Vestnorræna þingmannaráðið var stofnað í Nuuk.
- 28. september - Uppþotin í Brixton 1985 hófust þegar lögreglan skaut móður grunaðs manns til bana.
Október
breyta- 1. október - Íslensku bókaútgáfurnar Helgafell og Vaka sameinuðust sem Vaka-Helgafell.
- 3. október - Geimskutlan Atlantis hélt í jómfrúarferð sína.
- 4. október - Frjálsa hugbúnaðarstofnunin var stofnuð í Bandaríkjunum.
- 7. október - Fjórir meðlimir PLO rændu skemmtiferðaskipinu Achille Lauro
- 10. október - Tvær bandarískar orrustuþotur flugu í veg fyrir egypska flugvél sem flutti palestínsku ræningjana og neyddi hana til að lenda á Sikiley.
- 12. október - 22 punda vatnableikja, 88 sentimetra löng, veiddist í Skorradalsvatni og var þetta stærsta bleikja sem veiðst hafði á Íslandi.
- 18. október - Leikjatölvan Nintendo Entertainment System kom á markað í Bandaríkjunum.
- 19. október - Lagið „Take on me“ með norsku hljómsveitinni A-ha náði fyrsta sæti á bandaríska vinsældarlistanum Billboard Hot 100.
- 22. október - Á Bíldudal féllu fimm aurskriður úr fjallinu niður í þorpið og ollu nokkrum skemmdum. Mikil úrkoma hafði verið dagana á undan.
- 30. október - Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
Nóvember
breyta- 4. nóvember - Okurmálið kom upp þegar Hermann Björgvinsson hjá Verðbréfamarkaðnum var handtekinn vegna gruns um okurlánastarfsemi.
- 5. nóvember - Fjalakötturinn í Aðalstræti var rifinn.
- 6. nóvember - Íran-kontrahneykslið: Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Ronald Reagan hefði samþykkt vopnasendingu til Írans.
- 9. nóvember - Minnisvarði var afhjúpaður á Skógum í Þorskafirði um Matthías Jochumsson skáld, sem fæddist þar 150 árum áður.
- 9. nóvember - Garrí Kasparov sigraði Anatólí Karpov, 22 ára gamall, og varð við það yngsti óumdeildi heimsmeistarinn í skák.
- 13. nóvember - Grandi hf. var stofnaður með sameiningu Ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
- 13. nóvember - Armeroharmleikurinn: Bærinn Armero í Kólumbíu grófst í eldskýi eftir eldgos í Nevado del Ruiz. Yfir 20.000 manns létu lífið.
- 14. nóvember - Hólmfríður Karlsdóttir var kjörin Ungfrú heimur 22 ára gömul.
- 15. nóvember - Mikið illviðri fylgdi krappri lægð sem gekk yfir Ísland. Járnplötur fuku víða og eitt elsta tré í Reykjavík brotnaði.
- 18. nóvember - Myndasagan Kalli og Kobbi (Calvin & Hobbes) hóf göngu sína í 35 bandarískum dagblöðum.
- 19. nóvember - Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev hittust í fyrsta sinn í Genf í Sviss.
- 20. nóvember - Stýrikerfið Windows 1.0 kom út.
- 23. nóvember - EgyptAir flugi 648 var rænt af meðlimum hryðjuverkahóps Abu Nidal og flogið til Möltu þar sem egypska sérsveitin réðist á flugvélina með þeim afleiðingum að 60 létust.
Desember
breyta- 1. desember - Samtök íberóamerískra ríkja voru stofnuð.
- 6. desember - Hafskip hf. var gert gjaldþrota og var þetta stærsta gjaldþrotamál á Íslandi um langan aldur.
- 8. desember - Samtök um svæðisbundna samvinnu Suður-Asíuríkja voru stofnuð.
- 12. desember - Arrow Air flug 1285 hrapaði eftir flugtak á Nýfundnalandi. 256 farþegar létust.
- 12. desember - Sænska kvikmyndin Líf mitt sem hundur var frumsýnd.
- 16. desember - Mafíuforingjarnir Paul Castellano og Thomas Bilotti voru skotnir til bana að undirlagi John Gotti sem þá varð leiðtogi Gambinufjölskyldunnar.
- 17. desember - Opnuð var brú á Bústaðavegi í Reykjavík, yfir Kringlumýrarbraut, 72 m á lengd og 26 m breið.
- 24. desember - Hægriöfgamaðurinn David Lewis Rice myrti mannréttindalögfræðinginn Charles Goldmark og fjölskyldu hans í Seattle.
- 26. desember - Íslenska kvikmyndin Löggulíf var frumsýnd.
- 27. desember - Árásirnar á flugvellina í Vín og Róm: Meðlimir hryðjuverkasamtaka Abu Nidal gerðu árásir á tveimur flugvöllum með hríðskotarifflum og handsprengjum. 19 létust og hundruð særðust.
- 27. desember - Náttúrufræðingurinn Dian Fossey fannst myrt í Rúanda.
- 29. desember - Brjóstmynd af Gunnari Thoroddsen var afhjúpuð við Fríkirkjuveg 11 þegar 75 ár voru frá fæðingu hans.
- 31. desember - Sinubrunar urðu vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu, því að þurrt var og auð jörð.
Ódagsettir atburðir
breyta- Bandaríska hálfleiðarafyrirtækið Qualcomm var stofnað.
- World Charter for Prostitutes' Rights var tekinn upp af Alþjóðanefnd um réttindi vændisfólks.
- Íslenska hljómsveitin Sniglabandið var stofnuð.
- Rússneska hljómsveitin Aria var stofnuð.
Fædd
breyta- 22. janúar - Mohamed Sissoko, malískur knattspyrnumaður.
- 23. janúar - Dong Fangzhuo, kínverskur knattspyrnumaður.
- 28. janúar - J. Cole, bandarískur rappari.
- 31. janúar - Thor Möger Pedersen, danskur stjórnmálamaður.
- 5. febrúar - Cristiano Ronaldo, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 10. febrúar - Anette Sagen, norsk skíðastökkskona.
- 14. febrúar - Philippe Senderos, svissneskur knattspyrnumaður.
- 19. febrúar - Haylie Duff, bandarísk leikkona.
- 20. febrúar - Yulia Volkova, rússnesk söngkona.
- 25. febrúar - Joakim Noah, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1. mars - Andreas Ottl, þýskur knattspyrnumaður.
- 2. mars - Reggie Bush, bandarískur ruðningsleikmaður.
- 10. mars - Lassana Diarra, franskur knattspyrnumaður.
- 12. mars - Bradley Wright-Philips, enskur knattspyrnumaður.
- 19. mars - Caroline Seger, sænsk knattspyrnukona.
- 26. mars - Keira Knightley, ensk leikkona.
- 27. mars - Guillaume Joli, franskur handknattleiksmaður.
- 31. mars - Jessica Szohr, bandarísk leikkona.
- 1. apríl - Elena Berkova, rússnesk klámmyndaleikkona og söngkona.
- 16. apríl - Sam Tillen, enskur knattspyrnumaður.
- 27. apríl - Dóra Stefánsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 2. maí - Lily Allen, bresk söngkona.
- 16. maí - Dóri DNA, íslenskur rappari og uppistandari.
- 18. maí - Guðbjörg Gunnarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 28. maí - Colbie Caillat, bandarísk tónlistarkona.
- 4. júní - Lukas Podolski, pólskur knattspyrnumaður.
- 12. júní - Kendra Wilkinson, bandarísk fyrirsæta.
- 17. júní - Gunnar Jónsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 27. júní - Svetlana Kuznetsova, rússnesk tenniskona.
- 30. júní - Michael Phelps, bandarískur sundmaður.
- 2. júlí - Ashley Tisdale, bandarísk söng- og leikkona.
- 18. júlí - Chace Crawford, bandarískur leikari.
- 15. júlí - Sif Atladóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 24. júlí - Dóra María Lárusdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 4. ágúst - Antonio Valencia, knattspyrnumaður frá Ekvador.
- 3. september- Scott Carson, enskur knattspyrnumaður.
- 10. september - Laurent Koscielny, franskur knattspyrnumaður.
- 16. september - Johan Absalonsen, danskur knattspyrnumaður.
- 17. september - Tomas Berdych, tékkneskur tennisleikari.
- 8. október - Bruno Mars, bandarískur leikari og tónlistarmaður.
- 23. október - Masiela Lusha, bandarísk leikkona og leikstjóri.
- 24. október - Wayne Rooney, enskur knattspyrnumaður.
- 14. nóvember - Thomas Vermaelen, belgískur knattspyrnumaður.
- 20. nóvember - Kristín Svava Tómasdóttir, íslenskt ljóðskáld.
- 25. nóvember - Marcus Hellner, sænskur skíðaíþróttamaður.
- 27. nóvember - Klara Ósk Elíasdóttir, íslensk söngkona.
- 8. desember - Dwight Howard, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 19. desember - Gary Cahill, enskur knattspyrnumaður.
- 28. desember - Hana Soukupová, tékknesk fyrirsæta.
Dáin
breyta- 3. janúar - Oddný Guðmundsdóttir, íslenskur rithöfundur og kennari (f. 1908).
- 26. febrúar - Guðmundur G. Hagalín, íslenskur rithöfundur (f. 1898).
- 28. febrúar - David Byron, breskur söngvari (Uriah Heap) (f. 1947).
- 10. mars - Cornelis B. van Niel, hollenskur örverufræðingur (f. 1897).
- 28. mars - Marc Chagall, franskur myndlistarmaður (f. 1887).
- 29. mars - George Peter Murdock, bandarískur mannfræðingur (f. 1897).
- 29. mars - Jeanine Deckers, „syngjandi nunnan“ (f. 1933).
- 11. apríl - Enver Hoxha, einræðisherra í Albaníu (f. 1908).
- 1. maí - Ási í Bæ, íslenskur rithöfundur (f. 1914).
- 27. maí - Kai Lindberg, danskur stjórnmálamaður (f. 1899).
- 16. júlí - Heinrich Böll, þýskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1917).
- 12. ágúst - Kyu Sakamoto, japanskur söngvari og leikari (f. 1941).
- 7. september - George Pólya, ungverskur stærðfræðingur (f. 1887).
- 22. september - Ernest Nagel, tékkneskur vísindaheimspekingur (f. 1901).
- 24. september - Ron Lewin, enskur knattspyrnumaður (f. 1920).
- 2. október - Rock Hudson, bandarískur leikari (f. 1925).
- 11. október - Orson Welles, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1915).
- 29. október - Einar Guðfinnsson, íslenskur athafnamaður (f. 1898).
- 17. nóvember - Lon Nol, kambódískur herforingi (f. 1913).
- 5. desember - Frankie Muniz, bandarískur leikari
- 7. desember - Robert Graves, enskt ljóðskáld (f. 1895).
- 26. desember - Dian Fossey, bandarískur dýrafræðingur (f. 1932).
- Eðlisfræði - Klaus von Klitzing
- Efnafræði - Herbert A Hauptman, Jerome Karle
- Læknisfræði - Michael S Brown, Joseph L Goldstein
- Bókmenntir - Claude Simon
- Friðarverðlaun - samtökin Læknar á móti kjarnorkustríði
- Hagfræði - Franco Modigliani
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1985.