Kyu Sakamoto
Kyu Sakamoto (坂本九 Sakamoto Kyū) fæddur Hisashi Oshima (大島ひさし, Ōshima Hisashi) (10. desember 1941 - 12. ágúst 1985) var japanskur söngvari og leikari.
Ævisaga
breytaSakamoto var fæddur í Kawasaki, yngstur níu systkina. Foreldrar hans voru Hiroshi Sakamoto og Iku Sakamoto en bæði unnu þau á veitingastað. Í menntaskóli hófst söngferill Kyu og hann byrjaði sem söngvari í japönsku hljómsveitinni The Drifters árið 1958.
Þekktasta lag hans, Ue o muite arukō, betur þekkt sem Sukiyaki á vesturlöndum, sló í gegn í Japan og komst í efsta sæti bandaríska vinsældalistans árið 1963. Lagið fór sem stormsveipur um höf og lönd og hið þekkta stef hefur verið áhrifavaldur margra annarra verka í seinni tíð.
Kyu var dugmikill í vinnu fyrir eldri, yngri og fatlaða í Japan. Lag hans Ashita Ga Aru Sa var aðalstef Ólympíuleika fatlaðra sem var haldið í Tókýó árið 1964.
Hann lést í flugslysi í Japan árið 1985 og lét eftir sig eiginkonu og tvær dætur; þær Hanako og Maiko.
Annað
breyta- Smástirnið 6980 Kyusakamoto er nefnt í höfuðið á Sakamoto.
Tenglar
breyta- Opinber heimasíða (á japönsku)
- Kyu Sakamoto á Nippop Profile Geymt 29 maí 2008 í Wayback Machine
- Vefsíða sem sýnir hvernig flug JAL 123 brotlenti Geymt 16 janúar 2008 í Wayback Machine