Fallhlífastökk

Fallhlífastökk eða fallhlífarstökk kallast sú íþrótt eða athöfn þegar manneskja hægir fall sitt úr mikilli hæð með þar til gerðri fallhlíf. Fallhlífastökk er notuð til íþróttaiðkunnar og í hernaði. Nútíma fallhlífastökk hefur átt sér stað í um það bil tvær aldir. Heimildir um fallhlífarstökk sem keppnisgrein má finna frá fjórða áratug þessarar aldar, en greinin varð að alþjóðlegri íþróttagrein árið 1951.

Fallhlífastökk hófst árið 1965 á Íslandi er þáverandi flugmálstjóri Agnar Kofoed Hansen stökk fyrstur manna fallhlífastökk hér á landi. Var það á kringlóttri fallhlíf upp á gamla mátann en í dag eru öll stökk sem ekki eru framkvæmd af björgunarsveitum eða í hernaði framkvæmd á ferkantaðri fallhlíf sem bíður uppá möguleika að geta stýrt fallhlífinni svo lengi sem hæð og svif fallhlífarinnar gefur svigrúm til.

Yfirleitt er stokkið úr 10.000 - 13.500 feta hæð (3000-4000 metrar) út úr flugvél en að auki gera djarfir stökkvarar oft tilraunir með fallhlífastökk af háum brúm eða jafnvel skýjakljúfum, svokallað BASE-stökk. Fallhlífastökkvari sem stekkur úr flugvél, lætur sig falla úr um 4000 metra hæð, í frjálsu falli í nokkra stund, áður en hann opnar fallhlífina (oft í um 800-1000 metra hæð) sem hægir á hraða hans, þannig að hann geti lent óhultur. Þegar stökkvari lendir ferkantaðri fallhlíf þá er svifi fallhlífarinnar breytt úr því að svífa niður í það að svífa áfram sem orsakar það að stökkvarinn finnur ekki meira fyrir því að lenda en að labba niður af gangstéttarkanti.

TenglarBreyta