Skorradalsvatn er stöðuvatn í Skorradal í Borgarfirði um 16 km langt, 60 m á dýpt þar sem hún er mest og um 1 km þar sem það er breiðast og spannar það mestan hluta dalsins. Í vatninu er silungsveiði. Fitjá fellur í Skorradalsvatn úr Eiríksvatni og Andakílsá fellur úr Skorradalsvatni. Við vatnið er töluverð sumarbústaðabyggð.

Skorradalsvatn séð úr vestri.
Skorradalsvatn. 1900.

Ormurinn í Skorradalsvatni breyta

Talið var að í Skorradalsvatni væri ormur mikill, og segir Ólafur Davíðsson, þjóðfræðingur, svo frá:

Eru sagnir um það að fyrr á öldum hafi menn þóst sjá svarta rák eða hrygg eftir endilöngu vatninu. Stundum sást ormurinn reka einstaka hluta upp úr vatninu, svo sem hausinn eða sporðinn, og hefur þá verið mjög langt á milli þeirra. Stundum hefur hann teygt kryppuna svo hátt að hann hefur borið yfir há fjöll. Aldrei birtist ormurinn nema fyrir einhverjum illum tíðindum, annað hvort vondu veðri eða mannskæðum drepsóttum. Mest bar á orminum á 17. öld og kvað svo rammt að, að menn voru hræddir um, að hann myndi eyða sveitinni. Fengu Skordælingar því Hallgrím Pétursson til að afstýra þessum ófagnaði nálægt 1660. Hann varð vel við bæn þeirra, og kvað orminn niður á báðum endum og í miðjunni, svo að hann má ekki mein gera síðan. En á jólaföstu 1858 sást skrímslið marga daga í röð og allt fram yfir jól. Og enn sást það 1870 í vatnsósnum og var þá í lögun eins og áttæringur á hvolfi. [1]

Heimildir breyta

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.

Tilvísanir breyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.