Chace Crawford
Christopher Chace Crawford (fæddur 18. júlí 1985) er bandarískur leikari og er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Nate Archibald í sjónvarpsþættinum Gossip Girl á CW-stöðinni.
Chace Crawford | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Christopher Chace Crawford 18. júlí 1985 |
Helstu hlutverk | |
Nathaniel „Nate“ Archibald (Gossip Girl) |
Æska
breytaCrawford fæddist í Lubbock og ólst upp í Dallas,Texas. Faðir hans, Chris er húðlæknir og móðir hans, Dana, er kennari. Hann á einnig litla systur, fyrrum fegurðardrottninguna Candice Crawford. Hann bjó í Bloomington í Minnesota í fjögur ár og útskrifaðist frá menntaskólanum Trinity Christian Academy. Eftir menntaskóla flutti hann til Mailibu í Kaliforníu til að læra í Pepperdine háskólanum þar sem hann lærði fjölmiðlafræði. Hann átti erfitt með að ákveða sérgrein og skiptir yfir í viðskiptafræði.
Ferill
breytaÁrið 2007 landaði Crawford hlutverki Nate Archibald í sjónvarpsþættinum Gossip Girl. Hann lék í tónlistarmyndbandi Leonu Lewis við lagið „I Will Be“ sem kom út í janúar 2009 og þetta sama ár var Crawford útnefndur „Heitasti piparsveinn sumarsins“ af tímaritinu People.
Crawford skrifaði undir samning um að leika dópsalann White Mike í kvikmyndinni Twelve sem var leikstýrt af Joel Schumacher. Kvikmyndin, sem byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Nick McDonnel, var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 31. janúar 2010. Hann átti að leika aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Footloose en hætti við. Zac Efron var einnig tengdur við verkefnið áður en hann hætti við. Kenny Wormald var að lokum ráðinn til að leika í myndinni. Í maí 2011 var tilkynnt um að Crawford hefði verið ráðinn til að leika í rómantísku gamanmyndinni Responsible Adults á móti leikkonunni Katie Holmes sem var skrifuð af Alex Schemmer og leikstýrt af Jon Poll. Hann mun leika hinn 22 ára gamla Baxyer Wood. Áætlað er að tökur hefjist í haust í Los Angeles.
Í júní 2011 skrifaði Crawford undir samning um að leika suður-afrískan mann sem er sakaður um morð í nýrri óháðri kvikmynd sem er byggð á skáldsögu Nadine Gordimer frá árinu 1998, The House Gun. Myndin segir sögu ríks, frjálslegs suður-afrísks manns, sem leikinn er af Pierce Brosnan, sem ræður hörundsdökkan lögmann til að verja son sinn Duncan (Crawford) þegar hann er sakaður um að myrða vin sinn. Kvikmyndinni verður leikstýrt af Bruce Beresford og skrifuð af Gordimer.
Þann 12. júlí 2011 tilkynntu Lionsgate og framleiðendur kvikmyndarinnar What to Expect When You're Expecting sem er byggð á samnefndri bók eftir Heidi Murkoff, að Crawford hefði verið ráðinn til að leika í myndinni ásamt Cameron Diaz og Jennifer Lopez. Crawford mun leika Marco í einni af innri sögum myndarinnar. Myndin verður frumsýnd 11. maí 2012 í Bandaríkjunum.
Einkalíf
breytaÞann 4. júní 2010 var Crawford handrekinn í Plano, Texas með maríjuana í fórum sínum. Lögreglan sagði að Crawford hefði verið inni í bíl sem hafð iverið lagt þegar hann var handtekinn með minna en 60 g af marijuana. Crawford hélt því fram að hann væri saklaus og hefði bara verið á röngum stað á röngum tíma. Árið 2011 var tilkynnt um að ákærunni hefði verið vísað frá og sakavottorðið hans hreinsað ef hann mætti ákveðnum skilyrðum, þar á meðal 24 klukkustundir af samfélagsþjónustu og hefði samband við skilorðsmann sinn einu sinni í mánuði í eitt ár.
Hlutverk
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Mynd | Hlutverk | Athugasemdir |
2006 | Long Lost Son | Matthew Williams / Mark Halloran | Sjónvarpskvikmynd |
The Covenant | Tyler Simms | ||
2008 | Loaded | Hayden Price | |
The Haunting of Molly Hartley | Joseph Young | ||
2010 | Twelve | White Mike | post-production |
Footloose | Ren McCormack | pre-production | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
2008-2009 | Family Guy | Ýmsir | Rödd, tveir þættir |
since 2007 | Gossip Girl | Nate Archibald | 47 þættir, aðalhlutverk VANN - Teen Choice Award fyrir Besta Nýja Leikarann Tilnefndur - Teen Choice Award fyrir bestan leik í drama-sjónvarpsþáttaröð |
Ár | Tónlistarmyndband | Hlutverk | Flytjandi |
2009 | „I Will Be“ | kærasti | tónlistarmyndband með Leonu Lewis |
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Chace Crawford“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2009.