Kverkfjöll er yfir 1900 metra hár fjallgarður við norðausturbrún Vatnajökuls á Íslandi á milli jökulsins og Dyngjufjalla. Hæsti tindurinn er Skarphéðinstindur, 1.936 m yfir sjó. Kverkfjöll eru megineldstöð með tveimur samliggjandi öskjum. Gossprungur og gígaraðir tengjast þeim og nýleg hraunum. Fjöllin heita eftir kverkinni sem skriðjökullinn Kverkjökull rennur niður úr. Í honum er íshellir sem úr rennur áin Volga. Eitt af stærstu og hálendustu háhitasvæðum landsins er í Kverkfjöllum. Aðalhverasvæðið er í Hveradal, í 1.500–1.800 m hæð, á um 3 kílómetra löngu svæði.

Kverkfjöll.

Ferðafélag Íslands rekur gistiskála á svæðinu sem heitir Sigurðarskáli. Þar er skálavörður yfir sumarið. Suðvestan skriðjökulsins er skáli sem Jöklarannsóknafélag Íslands á. Hann stendur við jökullón þar sem jarðhiti er undir.

Svipmyndir breyta

         

Tenglar breyta

Vatnajökulsþjóðgarður - um Kverkfjöll

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.