Blóð er fljótandi rauður líkamsvefur sem flæðir um æðar hryggdýra (þar á meðal manna) og samanstendur af vatnslausn ýmissa efna og frumum. Blóðið flytur frumum líkamans næringarefni og súrefni og ber koldíoxíð frá þeim. Einnig berast hormón og alls kyns boðefni og stýriefni með blóðstraumnum og virka sum þeirra á líkamann sem heild en önnur staðbundið. Í lungum verða svonefnd loftskipti, þar sem blóðið losar sig við koldíoxíðið og tekur upp súrefni þess í stað. Hjartað sér um að viðhalda blóðstreyminu um líkamann. Helmingur blóðs er blóðvökvi. Í blóði eru nokkrar gerðir frumna. Helst má nefna:

Blæðandi fingur.
Þrjár gerðir blóðfruma: rauð blóðkorn sem flytja súrefni, blóðflögur sem sjá um storknun blóðs og hvít blóðkorn sem sjá um ónæmissvar.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.