Dwight Howard

Dwight David Howard (fæddur 8. desember 1985) er bandarískur körfuknattleiksmaður. Hann er miðherji fyrir Los Angeles Lakers en getur einnig leikið stöðu kraftframherja. Howard var valinn varnarleikmaður ársins í NBA-deildinni árið 2009 (einnig 2010 og 2011) þegar hann leiddi Orlando Magic til úrslita. Árið 2020 vann hann titil með Lakers. Howard er 12. hæsti yfir flest fráköst í NBA frá upphafi.

Dwight Howard
  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.