Guðmundur G. Hagalín

Guðmundur Gíslason Hagalín (10. október 1898 í Lokinhömrum í Arnarfirði26. febrúar 1985 á Akranesi) var íslenskur rithöfundur, blaðamaður, ritstjóri, ævisagnahöfundur og bókavörður.

Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal.

Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969.

Bækur Hagalíns

breyta
 • Blindsker (1921)
 • Vestan úr fjörðum (1924)
 • Veður öll válynd (1925)
 • Brennumenn (1927)
 • Kristrún í Hamravík (1933)
 • Sturla í Vogum I-II (1938)
 • Gróður og sandfok (1943)
 • Blítt lætur veröldin (1943)
 • Móðir Ísland (1945)
 • Konungurinn á Kálfskinni (1945)
 • Útilegubörnin í Fannadal (unglingasaga, 1953)
 • Sól á náttmálum (1957)
 • Töfrar draumsins (1961)
 • Márus á Valshamri og meistari Jón (1967)
 • Segið nú amen séra Pétur (1975)
 • Hamingjan er ekki alltaf ótukt (1977)

Ævisaga Hagalíns (9 bindi)

breyta
 • Ég veit ekki betur (1951)
 • Sjö voru sólir á lofti (1952)
 • Ilmur liðinna daga (1953)
 • Hér er kominn Hoffinn (1954)
 • Hrævareldar og himinljómi (1955)
 • Fílabeinshöllin (1959)
 • Stóð ég úti í tunglsljósi (1973)
 • Ekki fæddur í gær (1976)
 • Þeir vita það fyrir vestan (1979)

Ævisögur annarra (Guðmundur G. Hagalín skráði)

breyta
 • Virkir dagar I-II (saga Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra, 1936­-38)
 • Saga Eldeyjar-Hjalta I-II (1939)
 • Á torgi lífsins (saga Þórðar Þorsteinssonar á Sæbóli, 1952)
 • Konan í dalnum og dæturnar sjö (saga Moniku Helgadóttur á Merkigili, 1954)
 • Í kili skal kjörviður (saga Mariníusar Eskilds Jessens, 1957)
 • Í vesturvíking (saga Jóns Oddssonar skipstjóra, 1960)
 • Það er engin þörf að kvarta og Margt býr í þokunni (saga Kristínar Kristjánsson, 1961-62)
 • Að duga eða drepast (saga Björns Eiríkssonar, 1962)
 • Í fararbroddi (saga Haralds Böðvarssonar, 1964-65)
 • Danskurinn í bæ (saga Adams Hoffritz, 1966)
 • Sonur bjargs og báru (saga Sigurðar Jóns Guðmundssonar, stofnanda Belgjagerðarinnar í Reykjavík, 1968)
 • Eldur er bestur (saga Helga Hermanns Eiríkssonar, 1970)

Heimild

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta