Áhlaðandi er breyting á stöðu sjávar á lágþrýstingssvæði vegna þess að sterkir vindar þrýsta á yfirborð vatnsins og öldurnar hrannast því upp fyrir venjulega sjávarhæð. Í grunnu vatni við ströndina, t.d. á háflóði, getur mikill áhlaðandi valdið sjávarflóðum með tilheyrandi skemmdum.

Skýringarmynd sem sýnir áhlaðanda undir fellibyl.

Stórflóð af völdum áhlaðanda verða oftast undir fellibyljum en minni stormar geta einnig valdið flóðum.

Hæsti áhlaðandi sem mælst hefur var árið 1899 þegar fellibylurinn Mahina olli þrettán metra hækkun sjávarborðs í Bathurstflóa í Ástralíu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.