Jessica Karen Szohr (fædd 31. mars 1985 í Menomonee Falls í Wisconsin) er bandarísk fyrirsæta og leikona. Hún er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Vanessa Abrams í Gossip Girl.

Jessica Szohr
Upplýsingar
FæddJessica Karen Szohr
31. mars 1985 (1985-03-31) (39 ára)
Helstu hlutverk
Vanessa Abrams (Gossip Girl)

Szohr fæddist í Menomonee Falls í Wisconsin og er elst af fimm systkinum. Hún er hálf ungversk og afrísk-bandarískum ættum. Hún byrjaði að vinna sem fyrirsæta sex ára og fyrsta alþjóðlega herferðin var fyrir Quaker hafra þegar hún var tíu ára og lék í auglýsingu fyrir verslunina Kohl. Hún útskrifaðist seinna úr menntaskólanum í Menomonee Falls og flutti 17 ára til Los Angeles til að láta reyna á leiklistarferil.

Ferill

breyta

Szohr vann fyrir sér með því að leika í hinum ýmsu þáttum í Bandaríkjunum í kringum 2000. Hún lék gestahlutverk í mörgum þáttum eins og t.d. That's So Raven, My Wife and Kids, What I Like About You og Joan of Arcadia. Árið 2007 lék hún hlutverk Lauru í sex þáttum af What About Brian. Hún lék einnig Samönthu Barrish í þremur þáttum af CSI: Miami.

Þetta sama ár fékk hún hlutverk Vanessu Abrams í unglingadramanu Gossip Girl. Hún varð reglulegur gestur í fyrstu þáttaröðinni eftir 14 þátt seríunnar. Þættirinir hafa verið endurnýjaðir fyrir fjórðu þáttaröðina.

Jessica hefur leikið lítil hlutverk í kvikmyndum eins og Somebody Help Me, The Reading Room og Fired Up!.

Í apríl 2010 var Jessica ráðin í rómantísku gamanmyndina Love, Wedding, Marriage, ásamt Mandy Moore og Kellan Lutz og er verið að taka myndina upp í New Orleans.

Árið 2010 komst Szohr í 16. sæti lista People yfir fallegasta fólk í heimi árið 2010.

Jessica átti í ástarsambandi við meðleikara sinn í Gossip Girl, Ed Westwick en hann leikur Chuck Bass í þáttunum.

Hlutverk

breyta
Sjónvarpsþættir
Ár Þáttur Hlutverk A.T.H.!
2003 My Wife and Kids Dee-Jay 1 þáttur
Uncle Nino The MC
2004 What I Like About You Liz 1 þáttur
Drake & Josh Óþekkt 1 þáttur
Joan of Arcadia Nikki 1 þáttur
2005 That's So Raven Jordache Hilltopper 1 þáttur
The Reading Room Dayva
2006 House at the end of the Drive Krista
2007 What About Brian? Laura 6 þættir
CSI:Miami Samantha Barrish 3 þættir
Somebody Help Me Nicole
2009 Fired Up Kara
síðan 2007 Gossip Girl Vanessa Abrams
2010 Piranha 3-D Kelly

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Jessica Szohr“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2009.