Matthías Jochumsson

íslenskt skáld, leikskáld og þýðandi (1835-1920)

Matthías Jochumsson (11. nóvember 1835 - 18. nóvember 1920) var íslenskt skáld. Hann fæddist á bænum Skógum sem stóð um 100 metra frá sjó í austurhlíðum Þorskafjarðar undir Vaðalfjöllum. Átti hann heima í Skógum til 11 ára aldurs hjá foreldrum sínum. Matthías stundaði síðan ýmis störf, aðallega sjómennsku og sveitavinnu, en einnig verslunarstörf í Flatey. Matthías var nokkuð hverflyndur í trúarskoðunum sínum, en hann var greinilega hallur undir únítarisma.

Matthías Jochumsson, 1914.
Matthías Jochumsson, 1874.

Í Latínuskólann fór hann 24 ára gamall. Eftir Matthías liggja mörg ritverk og kvæði, t.d. leikritið Skugga-Sveinn og hann samdi ljóðið Lofsöngur sem síðar var tekið upp sem þjóðsöngur Íslands. Hann var ritstjóri Þjóðólfs um tíma og síðari hluta ævi sinnar bjó hann í Sigurhæðum á Akureyri, en húsið lét hann reisa sjálfur. Áður var hann prestur í Odda á Rangárvöllum og um tíma bjó hann í Móum á Kjalarnesi. Að Skógum er minnismerki um Matthías, lágmynd eftir Helga Gíslason og bautasteinn úr stuðlabergi úr Vaðalfjöllum. Að Sigurhæðum á Akureyri er safn helgað minningu hans.

Matthías þýddi Friðþjófssögu og Sögur herlæknisins á íslensku.

Ævisaga hans, eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Upp á Sigurhæðir kom út haustið 2006.

Tenglar

breyta

Verk Matthíasar