Dian Fossey (16. janúar 1932 – um 26. desember 1985) var bandarískur dýrafræðingur sem rannsakaði fjallagórillur í Rúanda um átján ára skeið. Hún gaf árið 1983 út bókina Gorillas in the Mist um rannsóknir sínar í rannsóknarstöðinni Karisoke Research Center sem hún stofnaði árið 1967. Árið 1985 fannst lík hennar í búðum í Virunga-fjöllum í Rúanda. Talið er að ræningjar hafi myrt hana en ekki er enn vitað með vissu hver ástæðan var. Árið 1988 var kvikmyndin Í þokumistrinu gerð eftir bók hennar.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.