Juventus FC

(Endurbeint frá Juventus)

Juventus Football Club S.p. A einnig þekkt sem Juventus Torino, Juventus F.C., Juventus eða einfaldlega Juve, er knattspyrnulið frá Tórínó á Ítalíu, stofnað árið 1897. Liðið hefur unnið til 35 meistaratitla og 13 bikara í heimalandinu og er sigursælasta liðið þar. Juventus varð sigurvegari Meistaradeildar Evrópu tímabilin 1984–85 og 1995–96. Árin 2012-2020 vann liðið 9 meistaratitla í röð og síðustu 2 árin einnig ítalska bikarinn.

Juventus Football Club
S.p. A
Juventus FC 2017 icon (black).svg
Fullt nafn Juventus Football Club
S.p. A
Gælunafn/nöfn La Vecchia Signora, Madama (Gamla konan)
La Fidanzata d'Italia (Kærasta Ítalíu)
I bianconeri (Hinir svart-hvítu)
Le zebre (Sebrarnir)
„Juve“
Stofnað 1. nóvember 1897
Leikvöllur Allianz Stadium, Tórínó
Stærð 41.507
Stjórnarformaður Fáni Ítalíu Andrea Agnelli
Knattspyrnustjóri Fáni Ítalíu Andrea Pirlo
Deild Serie A
2019-20 Serie A, 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Árið 2006 var liðið dæmt niður um deild vegna spillingarmála.

Gianluigi Buffon og Cristiano Ronaldo eru nú meðal þekktustu leikmanna liðsins.

Hlutfallslega hefur liðið lagt mest til ítalska landsliðsins í knattspyrnu í gegnum árin. [1]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

TilvísanirBreyta

  1. Ótrúleg sigurganga Juventus Rúv, skoðað 14. maí, 2018.