Juventus FC

(Endurbeint frá Juventus)

Juventus Football Club S.p. A einnig þekkt sem Juventus Torino, Juventus F.C., Juventus eða einfaldlega Juve, er knattspyrnulið frá Tórínó á Ítalíu, stofnað árið 1897. Liðið hefur unnið til 36 meistaratitla og 13 bikara í heimalandinu og er sigursælasta liðið þar. Juventus varð sigurvegari Meistaradeildar Evrópu tímabilin 1984–85 og 1995–96. Árin 2012-2020 vann liðið 9 meistaratitla í röð og síðustu 2 árin einnig ítalska bikarinn. Árið 2006 var liðið dæmt niður um deild vegna spillingarmála.

Juventus Football Club
S.p. A
Juventus FC 2017 icon (black).svg
Fullt nafn Juventus Football Club
S.p. A
Gælunafn/nöfn La Vecchia Signora, Madama (Gamla konan)
La Fidanzata d'Italia (Kærasta Ítalíu)
I bianconeri (Hinir svart-hvítu)
Le zebre (Sebrarnir)
„Juve“
Stofnað 1. nóvember 1897
Leikvöllur Allianz Stadium, Tórínó
Stærð 41.507
Stjórnarformaður Fáni Ítalíu Andrea Agnelli
Knattspyrnustjóri Fáni Ítalíu Massimiliano Allegri
Deild Serie A
2020-21 4. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Gianluigi Buffon, Alessandro Del Piero, Andrea Pirlo og Cristiano Ronaldo eru nú meðal þekktustu leikmanna liðsins.

Hlutfallslega hefur liðið lagt mest til ítalska landsliðsins í knattspyrnu í gegnum árin. [1]

Alessandro Del Piero lék 513 leiki og skoraði 208 mörk fyrir Juventus á árunum 1993 til 2012.

TitlarBreyta

Titill Fjöldi Ár
Ítalska A-deildin 36 1905, 1925–26, 1930–31, 1931–32, 1932–33, 1933–34, 1934–35, 1949–50, 1951–52, 1957–58, 1959–60, 1960–61, 1966–67, 1971–72, 1972–73, 1974–75, 1976–77, 1977–78, 1980–81, 1981–82, 1983–84, 1985–86, 1994–95, 1996–97, 1997–98, 2001–02, 2002–03, 2004-05, 2005-06, 2011–12, 2012–13, 2013–14, 2014–15, 2015–26, 2016–17, 2017–18, 2018-19, 2019-20
Serie B 1 2006–07
Coppa Italia 11 1937–38, 1941–42, 1958–59, 1959–60, 1964–65, 1978–79, 1982–83, 1989–90, 1994–95, 2016-17, 2017-18
Supercoppa italiana di calcio 6 1995, 1997, 2002, 2003, 2012
Meistaradeild Evrópu 2 1984–85, 1995–96
Evrópukeppni bikarhafa 1 1983–84
Evrópukeppni félagsliða 3 1977, 1990, 1993
Evrópski ofurbikarinn 2 1984, 1996
UEFA Intertoto Cup 1 1999
HM Félagsliða 2 1985, 1996

LeikmannahópurBreyta

7.október 2020 Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1   GK Wojciech Szczęsny
3   DF Giorgio Chiellini (Fyrirliði)
4   DF Matthijs de Ligt
5   MF Arthur
6   MF Sami Khedira
8   MF Aaron Ramsey
9   FW Álvaro Morata (á láni frá Atlético Madrid)
10   FW Paulo Dybala
12   DF Alex Sandro
13   DF Danilo
Nú. Staða Leikmaður
14   MF Weston McKennie (á láni frá Schalke 04)
16   DF Juan Cuadrado
19   DF Leonardo Bonucci
22   MF Federico Chiesa (á láni frá Fiorentina)
25   MF Adrien Rabiot
28   DF Merih Demiral
30   MF Rodrigo Bentancur
31   GK Carlo Pinsoglio
33   MF Federico Bernardeschi
44   MF Dejan Kulusevski

Litir og gælunöfnBreyta

 
Gomul mynd af Juventus leikmönnum í bleikum treyjum og svörtum stuttbuxum.

Litirnir á búningum Juventus eru svartar hvítar rendur. þeir hafa notað þessa liti síðan árið 1903, fyrstu árin spiluðu þeir í bleikum treyjum og svörtum stuttbuxum. Juventus hefur ýmis gælunöfn m.a : la Vecchia Signora (gamla daman) og la Fidanzata d'Italia (kærasta ítalíu), i bianconeri (þeir svört og hvítu), le zebre (sebra-hestarnir), það er tilvísun í treyjur félagsins sem eru svart-hvít röndóttar.

Þekktir leikmennBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Ótrúleg sigurganga Juventus Rúv, skoðað 14. maí, 2018.