Newry
Newry (írska: An Iúraigh) er borg á Norður-Írlandi. Áin Clanrye klýfur borgina í tvennt. Newry liggur um það bil 55 km frá Belfast og 108 km frá Dyflinn, og 5 km fá landamærunum við Írska lýðveldið. Íbúar hennar voru 26.967 manns árið 2011.
Newry var stofnuð árið 1144 í kringum klaustur á svæðinu. Hún var mikilvægur kaupstaður og áningarstaður hermanna. Höfn hóf starfsemi í Newry árið 1742 þegar skurður var opnaður frá henni að Lough Neagh. Dómkirkja er í borginni og kaþólska kirkjan er með aðsetur í sókninni. Árið 2002 hlaut Newry stöðu borgar.