BBC One
BBC One er aðalsjónvarpsstöð breska ríkisútvarpsins BBC. Henni var komið á fót 2. nóvember 1936 undir nafninu BBC Television Service og var fyrsta almenningssjónvarpsþjónusta heimsins sem sendi út reglulega dagskrá í háum myndgæðum. Seinna var hún nefnd BBC tv og hélt því nafni þar til systurstöðin BBC2 var stofnuð árið 1964 en þá var nafninu breytt í BBC1. Nafninu var breytt í núverandi mynd árið 1997.
Árleg velta stöðvarinnar er rúmlega 1,2 milljarðar breskra punda. Eins og aðrar sjónvarpstöðvar BBC er hún fjármögnuð með sjónvarpsgjaldi sem almenningur greiðir og sendir því ekki út neinar auglýsingar. BBC One er vinsælust allra breskra sjónvarpsstöðva en í öðru stæði er keppinauturinn ITV1.