Slayer
Slayer er bandarísk þrasshljómsveit sem stofnuð árið 1981 og starfaði til 2019 en kom 5 árum síðar saman aftur.
Slayer | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Huntington Park (CA), 1981 |
Ár | 1981 - 2019, 2024- |
Stefnur | Þrass |
Meðlimir | Kerry King, Tom Araya, Gary Holt, Paul Bostaph |
Fyrri meðlimir | Dave Lombardo, Jeff Hanneman, John Dette |
Vefsíða | http://www.slayer.net |
Sveitin varð þekkt árið 1986 með útgáfu plötunnar Reign in Blood. Slayer hefur verið nefnd sem ein af fjórum höfuð hljómsveitunum sem áttu þátt í að skapa og móta stefnu þrassins en hinar eru Anthrax, Metallica og Megadeth. Textagerð Slayer er oft öfgakennd og viðfangsefni sem þeir hafa notað er meðal annars: Fjöldamorðingjar, stríð, hryðjuverk, upplausn og ofbeldi. [1]
Saga
breytaHljómsveitin var stofnuð í Huntington Park í Kaliforníu af þeim Kerry King, Tom Araya, Jeff Hanneman og Dave Lombardo.
Slayer byrjaði á því að spila ábreiðulög áður en þeir fóru að semja sín eigin. Þeir spiluðu á tónleikum á klúbbnum „Woodstock“ og eitt sinn og þar tók Brian Slagel sem starfaði hjá plötuútgáfunni Metal Blade eftir þeim og bauð þeim að vera með á safnplötunni „Metal Massacre III“. Hljómsveitin samdi við Slagel að taka upp fyrstu stúdíóplötu sína, Show No Mercy og kom hún út árið 1983. Platan var undir áhrifum frá Judas Priest og Iron Maiden og bresku þungarokki en var samt með smá nýstárslegum keim af harðkjarna-pönki. Árið 1986 kom út platan Reign in Blood sem þykir vera ein einkennisplatna þrassmetals.
Síðan Show No Mercy kom út gaf hljómsveitin út tíu breiðskífur og náðu fjórar þeirra gullsölu í Bandaríkjunum. Milli áranna 1991 og 2004 seldust 3,5 milljón platna þeirra í Bandaríkjunum.
Dave Lombardo upprunalegi trommari Slayer sagði skilið við hana þrisvar, síðast árið 2013. Paul Bostaph (Forbidden, Testament) leysti hann oftast af hólmi. Einnig var trommarinn John Dette með lítið hlutverk.
Jeff Hanneman, stofnmeðlimur, lést úr lifrarbilun árið 2013. Gítarleikarinn Gary Holt úr Exodus spilaði með Slayer frá 2011 vegna veikinda Hannemann en varð síðar fullgildur meðlimur. Tom Araya fór í aðgerð á hálslið árið 2010 og þurfti að hætta að hrista höfuðið eða headbanga á tónleikum.
Árið 2018 ákvað Slayer að fara í sitt síðasta tónleikaferðalag og spilaði síðast á þeim túr í nóvember 2019. [2]
Slayer spilaði á Secret Solstice-hátíðinni árið 2018 á lokatúr sínum og var það í fyrsta og eina sinn sem hún kom til Íslands. Sveitin lögsótti síðar hátíðina fyrir vangoldin laun.
Kerry King hélt áfram og stofnaði hljómsveit eftir sínu nafni og gaf út plötu árið 2024. Hann fékk meðal annars til liðs við sig Paul Bostaph fyrrum trommara Slayer. Tónlistin var í ætt við Slayer.
Sama ár gaf Slayer út að sveitin myndi koma saman og spila á þremur tónleikum um sumarið. [3] Kerry King lýsti því yfir að Slayer myndi hvorki fara í tónleikatúra né taka upp plötu en útilokaði ekki einstaka tónleika. [4]
Myndagallerí
breyta-
Slayer árið 1983.
-
Slayer árið 2007
-
Tom Araya (2006).
-
Kerry King (2006).
-
Slayer árið 2017 á Hellfest, Frakklandi
-
Slayer á Íslandi árið 2018.
Útgefin verk
breyta- Show No Mercy (1983)
- Hell Awaits (1985)
- Reign in Blood (1986)
- South of Heaven (1988)
- Seasons in the Abyss (1990)
- Divine Intervention (1994)
- Diabolus in Musica (1998)
- God Hates Us All (2001)
- Christ Illusion (2006)
- World Painted Blood (2009)
- Repentless (2015)
Klassíska liðskipanin
breyta- Kerry King: Gítar.
- Tom Araya: Bassi og söngur.
- Dave Lombardo: Trommur (1981–1986, 1987–1991, 2001–2013)
- Jeff Hanneman: Gítar (1981–2011; dó 2013)
Aðrir meðlimir
breyta- John Dette: Trommur (1996–1997, 2013)
- Paul Bostaph: Trommur (1992–1996, 1997–2001, 2013–2019, 2024-)
- Gary Holt: Gítar (2013–2019,2024-), (á tónleikum 2011–2013)
Tilvísanir
breyta- ↑ SlayerAllmusic, sótt 30 október, 2024
- ↑ SLAYER To 'Make Its Exit' After One 'Final' World Tour Blabbermouth, skoðað 23. janúar, 2018.
- ↑ Slayer reunites, announces first shows in five years Blabbermouth.net, sótt 21/2 2024
- ↑ Kerry King: Slayer will never tour again Blabbermouth.net, 4/6 2024