2006
ár
(Endurbeint frá Nóvember 2006)
Árið 2006 (MMVI í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem hófst á sunnudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Fyrsti pírataflokkur heims var stofnaður í Svíþjóð.
- 1. janúar - Rússland hætti sölu gass til Úkraínu vegna deilna um verð.
- 2. janúar - Kolanáma í Vestur-Virginíu féll saman með þeim afleiðinum að 12 kolanámumenn létust.
- 4. janúar - Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels var lagður inn á sjúkrahús með alvarlegar heilablæðingar. Ehud Olmert varaforsætisráðherra tók við völdum tímabundið.
- 5. janúar - Intel Core-örgjörvinn kom fyrst á markað.
- 12. janúar - 362 pílagrímar létust í troðningi í Mina í Sádí-Arabíu.
- 15. janúar - Michelle Bachelet var kjörin forseti Chile, fyrst kvenna.
- 15. janúar - Geimkönnunarfarið Stardust sneri aftur með geimryk frá halastjörnu.
- 16. janúar - Ellen Johnson-Sirleaf tók við embætti forseta Líberíu.
- 19. janúar - Geimfarið New Horizons hélt í ferð sína til Plútó.
- 22. janúar - Aníbal António Cavaco Silva var kjörinn forseti í Portúgal með 50,6% atkvæða.
- 30. janúar - Snjór féll í Lissabon í fyrsta skipti í 52 ár.
- 30. janúar - Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Febrúar
breyta- 3. febrúar - Mótmæli gegn Múhameðsteikningunum mögnuðust upp. Pakistan, Íran og Mógadisjú kölluðu eftir viðskiptabanni á Danmörku.
- 5. febrúar - Kveikt var í sendiráði Danmerkur í Beirút.
- 7. febrúar - Egypsk farþegaferja með um 1400 manns innanborðs sökk á Rauðahafi, undan ströndum Sádí-Arabíu.
- 8. febrúar - Fuglaflensutilfelli voru staðfest í Ítalíu, Grikklandi og Búlgaríu.
- 10. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 2006 voru settir í Tórínó á Ítalíu.
- 12. febrúar - Íbúar Tókelá höfnuðu sjálfstæði frá Nýja Sjálandi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 17. febrúar - Allt að 1800 manns fórust í aurskriðu á eynni Leyte á Filippseyjum.
- 20. febrúar - Breski sagnfræðingurinn David Irving var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Vínarborg fyrir að afneita Helförinni.
- 20. febrúar - Danmörk og Noregur náðu samkomulagi um skiptingu landhelgi milli Grænlands og Svalbarða.
- 22. febrúar - Milljarðasta lagið var selt á Apple iTunes.
- 22. febrúar - Að minnsta kosti sex menn rændu eina af miðstöðvum Securitas í Tonbridge í Kent. Þeir stálu rúmum 52 milljónum punda.
- 22. febrúar - Yfir 50 létust þegar kristinn múgur réðist á múslima í Ontisha í Nígeríu.
- 22. febrúar - Al Askari-moskan í Samarra í Írak var eyðilögð með tveimur sprengjum.
- 23. febrúar - 56 létust þegar þak yfir grænmetismarkaði í Moskvu hrundi undan snjóþunga.
- 24. febrúar - Íslenska kvikmyndin Blóðbönd var frumsýnd.
- 26. febrúar - Vetrarólympíuleikunum í Tórínó lauk.
Mars
breyta- 1. mars - Sjálfseignastofnunin Amtmannssetrið á Möðruvöllum var sett á fót.
- 2. mars - Leikjatölvan Nintendo DS Lite kom fyrst út í Japan.
- 9. mars - Geimfarið Cassini-Huygens uppgötvaði goshveri á tungli Satúrnusar, Enkeladosi.
- 10. mars - Geimfarið Mars Reconnaissance Orbiter fór á braut um Mars.
- 11. mars - Íslandsbanki breytti nafni sínu í Glitnir banki hf.
- 11. mars - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fannst látinn í fangaklefa sínum hjá stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi.
- 15. mars - Bandarísk stjórnvöld tilkynntu ríkisstjórn Íslands um þau áform sín að kalla allar orrustuþotur sínar og björgunarþyrlur heim frá Keflavíkurflugvelli.
- 16. mars - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti stofnun Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
- 17. mars - Bresk-bandaríska kvikmyndin V for Vendetta var frumsýnd.
- 18. mars - Mótmæli gegn umdeildum lögum um ráðningarsamninga í Frakklandi enduðu með átökum 500.000 mótmælenda við lögreglu.
- 26. mars - Skotar bönnuðu reykingar á öllum opinberum stöðum.
- 28. mars - Kadima vann sigur í kosningum í Ísrael, en hlaut þó færri atkvæði en útgönguspár gerðu ráð fyrir.
- 29. mars - Fyrrum forseti Líberíu, Charles Taylor, var handtekinn í Monróvíu sakaður um stríðsglæpi.
- 30. mars - Mýraeldar komu upp á Hraunhreppi í Mýrasýslu og brunnu í yfir tvo sólarhringa. Þetta voru mestu sinueldar sem um er vitað á Íslandi og brunnu um 67 km2 lands.
Apríl
breyta- 3. apríl - Thaksin Shinawatra sigraði mjög umdeildar þingkosningar í Taílandi þar sem stjórnarandstaðan hvatti fólk til að sniðganga kosningarnar.
- 4. apríl - Tom Delay, leiðtogi repúblikana á bandaríska þinginu tilkynnti um afsögn sína.
- 5. apríl - Slökkvistarfi vegna Mýraelda lauk að fullu.
- 6. apríl - Umdeild þýðing á Júdasarguðspjalli kom út á vegum National Geographic Society.
- 10. apríl - Einingarbandalagið og Romano Prodi unnu sigur í þingkosningum á Ítalíu.
- 11. apríl - Ósýnilegi flokkurinn skipulagði mótmæli í Stokkhólmi og Gautaborg.
- 11. apríl - Geimkönnunarfarið Venus Express fór á braut um Venus.
- 11. apríl - Sikileyski mafíuforinginn Bernardo Provenzano var handtekinn eftir að hafa verið eftirlýstur í 43 ár.
- 11. apríl - Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, staðfesti að vísindamönnum hefði tekist að framleiða nokkur grömm af auðguðu úrani.
- 15. apríl - Bosnísk-bandaríski rithöfundurinn Semir Osmanagić hélt því fram að hann hefði uppgötvað 14.000 ára gamla píramída í Bosníu.
- 20. apríl - RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science) tók formlega til starfa á Akureyri, sumardaginn fyrsta.
- 24. apríl - Sprengjutilræðin í Dahab: 23 létust þegar þrjár sprengjur sprungu í ferðamannabænum Dahab á Sínaískaga.
Maí
breyta- 1. maí - Bólivía undir stjórn Evo Morales þjóðnýtti allar gas- og olíulindir landsins.
- 3. maí - Flug Armavia númer 967 brotlenti í Svartahafi með þeim afleiðingum að 113 létu lífið.
- 10. maí - Giorgio Napolitano var kjörinn forseti Ítalíu.
- 16. maí - Fyrsta MacBook-fartölvan kom á markað.
- 18. maí - Silvía Nótt söng lagið „Congratulations“ fyrir hönd Íslands í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
- 18. maí - Þing Nepals samþykkti að draga úr völdum konungsins og gera ríkið veraldlegt.
- 20. maí - Finnland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta sinn með laginu „Hard Rock Hallelujah“ í flutningi þungarokkshljómsveitarinnar Lordi.
- 20. maí - Þriggja gljúfra stíflan í Kína var fullgerð.
- 21. maí - Svartfellingar samþykktu aðskilnað frá Serbíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 27. maí - Jarðskjálfti af stærðargráðunni 6,3 á Richter varð á eyjunni Jövu í Indónesíu. Yfir 6000 létust, 36 þúsund slösuðust og um 1,5 milljón manns misstu heimili sín.
- 27. maí - Sveitastjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 31. maí - Sænska lögreglan réðist inn á skrifstofur The Pirate Bay um alla Svíþjóð og handtók forsvarsmenn vefsins.
Júní
breyta- 3. júní - Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram 21. maí. Tveimur dögum síðar var Serbíu og Svartfjallalandi skipt í tvö lönd.
- 5. júní - Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti að hann hygðist draga sig úr stjórnmálum eftir slæmt gengi flokksins í sveitarstjórnarkosningum.
- 7. júní - Abu Musab al-Zarqawi, einn helsti leiðtogi Al-Qaeda í Írak, lét lífið í loftárás Bandaríkjamanna í Baqouba í Írak.
- 9. júní - Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006: Opnunarleikurinn var leikinn á Allianz Arena í München.
- 10. maí - Università Niccolò Cusano var stofnaður í Róm.
- 15. maí - Tamíltígrar réðust á strætisvagn á Srí Lanka með þeim afleiðingum að 64 létust.
- 16. júní - Götatunneln í Gautaborg voru vígð.
- 17. júní - Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sér þátttökurétt á HM í Þýskalandi 2007 með því að sigra Svía í Laugardalshöllinni með samanlagt þriggja marka mun.
- 17. júní - Samtökin Framtíðarlandið voru stofnuð í Austurbæjarbíói.
- 19. júní - Málverkið Adele Bloch-Bauer I eftir Gustav Klimt seldist fyrir 135 milljónir dala, sem var þá hæsta verð sem fengist hafði fyrir málverk.
- 27. júní - Hópslys varð á Eskifirði og þurftu um 30 manns að leita sér læknishjálpar eftir að klórgas losnaði út í andrúmsloftið í sundlauginni á Eskifirði fyrir mannleg mistök.
- 27. júní - Samkynhneigðir á Íslandi fengu jafna réttarstöðu á við gagnkynhneigða varðandi skráningu í sambúð.
- 28. júní - Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára, bjargaði ófleygum erni úr Kirkjufellslóni við Grundarfjörð. Örninn hafði lent í grút og misst stélfjaðrirnar. Hann var fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem hann fékk nafnið Sigurörn og dvaldist þar í um sex mánuði þar til honum var sleppt nálægt þeim stað sem hann fannst.
- 28. júní - Sumarregnsaðgerðin: Ísraelsher réðist inn á Gasaströndina til að svara fyrir eldflaugaárásir Hamas á ísraelsk landsvæði.
- 28. júní - Bandaríkjaher flutti síðustu hermenn sína frá Keflavíkurstöðinni og leysti upp Varnarlið Íslands.
- 29. júní - Konur fengu í fyrsta sinn atkvæðisrétt í kosningum í Kúveit.
- 29. júní - Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti að fangelsanir í Gvantanamó brytu gegn Genfarsáttmálanum og bandarískum herlögum.
Júlí
breyta- 1. júlí - Qinghai-Tíbet-járnbrautin, hæsta járnbraut heims, hóf rekstur í tilraunaskyni.
- 5. júlí - Hafíssetrið var opnað á Blönduósi.
- 6. júlí - Fjallaskarðið Nathu La á landamærum Kína og Indlands var opnað að nýju eftir að hafa verið lokað í 44 ár.
- 9. júlí - Ítalía vann heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og þar með sinn fjórða heimsmeistaratitil.
- 9. júlí - Roger Federer sigraði Wimbledon-mótið í tennis fjórða árið í röð með sigri á Rafael Nadal.
- 11. júlí - Hryðjuverk voru framin í neðanjarðarlestum í Mumbai á Indlandi. 209 manns létust og yfir 700 slösuðust í sjö sprengingum á háannatíma dags.
- 12. júlí - Ísraelskar hersveitir réðust inn í Líbanon í kjölfar þess að Hezbollah tók tvo ísraelska hermenn til fanga.
- 12. júlí - Evrópuráðið sektaði Microsoft um 280 milljónir evra fyrir að neita að gefa upp tæknilegar upplýsingar um stýrikerfið.
- 14. júlí - Dómur féll í ítalska úrvalsdeildarhneykslinu: Liðin S. S. Lazio, Juventus og Fiorentina voru felld niður um deild. Dómnum var síðar áfrýjað og refsingar mildaðar.
- 17. júlí - Sjávarflóð í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta við eyjuna Jövu í Indónesíu olli dauða 630 manns.
- 22. júlí - Knattspyrnuleikvangurinn Emirates Stadium var vígður í London.
- 30. júlí - Árásin á Qana: 54 almennir borgarar létust í loftárás Ísraelshers á bæinn Qana í suðurhluta Líbanon.
Ágúst
breyta- 4. ágúst - Blóðbaðið í Muttur: 17 hjálparstarfsmenn voru myrtir í bænum Muttur á Srí Lanka.
- 9. ágúst - Þrír mexíkóskir sjómenn björguðust eftir að hafa rekið um Kyrrahafið í 10 mánuði. Þeir höfðu lifað af hráum fiski og fuglum.
- 10. ágúst - Scotland Yard kom í veg fyrir hryðjuverk þar sem ætlunin var að sprengja margar farþegaflugvélar á leið til Bandaríkjanna. 18 voru handteknir.
- 11. ágúst - Síðustu þrjár F15-þoturnar yfirgáfu Keflavíkurstöðina og þar með var Ísland herþotulaust í fyrsta skiptið síðan 1953.
- 13. ágúst - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom á vopnahléi í deilu skæruliðasamtakanna Hizbollah í Líbanon og Ísraelshers, sem stóð í einn mánuð.
- 16. ágúst - Stærsta flutningaskipi heims, Emma Maersk, var hleypt af stokkunum í Danmörku.
- 17. ágúst - Danska fríblaðið 24timer hóf göngu sína.
- 22. ágúst - Farþegaflugvél Pulkovo Airlines hrapaði í Úkraínu. 171 lét lífið, þar af 45 börn.
- 23. ágúst - Austurríska stúlkan Natascha Kampusch slapp úr haldi mannræningja eftir átta ára innilokun í kjallara hans. Mannræninginn, Wolfgang Priklopil, framdi sjálfsmorð.
- 23. ágúst - FC København komst í Meistaradeild Evrópu með óvæntum 3-2-sigri á AFC Ajax Amsterdam.
- 24. ágúst - Skilgreiningu á plánetu var breytt þannig að Plútó telst ekki lengur vera pláneta heldur dvergpláneta.
- 24. ágúst - Norðmaðurinn Fritz Moen var hreinsaður af ákæru um tvö morð. Hann hafði setið 18 og hálft ár í fangelsi fyrir morðin.
- 28. ágúst - Um milljón manns mótmæltu fyrirhugaðri atvinnulöggjöf í Frakklandi.
- 31. ágúst - Málverkið Ópið eftir Edvard Munch fannst í Osló. Því hafði verið rænt 2 árum fyrr.
September
breyta- 1. september - Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari, sigraði Héðin Steingrímsson í einvígi um Íslandsmeistaratitil í skák. Með því setti hann tvö met: Hann varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, en enginn hefur áður unnið þann titil svo oft, einnig varð hann Íslandsmeistari í sjötta sinn í röð og er það einnig met.
- 9. september - Tilkynnt var að eldpiparafbrigðið bhut jolokia (draugapipar eða kóbrapipar) hefði mælst með yfir 1.000.000 stig á Scoville-kvarða og væri því það sterkasta í heimi.
- 10. september - Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti að hann myndi hætta keppni í lok ársins.
- 12. september - Benedikt 16. páfi hélt ræðu í Regensburg þar sem hann vitnaði í Manúel 2. Paleólógos. Tilvitnunin vakti hörð viðbrögð múslima.
- 13. september - Stærsta dvergreikistjarna sólkerfisins, 2003 UB313, fékk formlega nafnið Eris.
- 17. september - Bandalagið undir forystu Fredrik Reinfeldt sigraði þingkosningar í Svíþjóð en sósíaldemókratar fengu sína verstu kosningu frá 1914.
- 19. september - Konunglegi taílenski herinn framdi valdarán í Taílandi og velti stjórn Thaksin Shinawatra úr sessi.
- 22. september - Íslenska fréttastöðin NFS hætti útsendingum.
- 26. september - Á bilinu 10-15 þúsund manns gengu mótmælagöngu niður Laugaveg til þess að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta voru talin vera fjölmennustu mótmæli á Íslandi frá 24. maí 1973.
- 28. september - Lokað var fyrir hjáveitugöng Kárahnjúkastíflu og myndun Hálslóns hófst.
- 28. september - María Fjodorovna keisaraynja var jarðsett að nýju í Dómkirkju Péturs og Páls í Sankti Pétursborg.
- 29. september - Gol Transportes Aéreos flug 1907 rakst á einkaþotu yfir Amasónfrumskóginum með þeim afleiðingum að 155 fórust.
- 30. september - Bandaríkjaher yfirgaf formlega herstöðina á Keflavíkurflugvelli og Íslendingar tóku við stjórn hennar.
Október
breyta- 2. október - Byssumaður tók fimm stúlkur á aldrinum 7-13 ára í gíslingu í West Nickel Mines School í Pennsylvaníu, myrti þær og framdi síðan sjálfsmorð.
- 6. október - Fyrsta tölublað Nyhedsavisen kom út í Danmörku.
- 9. október - Norður-Kórea tilkynnti að landið hefði gert sína fyrstu kjarnorkutilraun.
- 10. október - Google festi kaup á YouTube.
- 10. október - Landsbankinn kynnti Icesave, nýja þjónustu netinnlánsreikninga fyrir viðskiptavini í Bretlandi.
- 12. október - Tyrkneski rithöfundurinn Orhan Pamuk hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels.
- 13. október - Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon var kosinn aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 14. október - Maria Borelius sagði af sér embætti viðskiptaráðherra Svíþjóðar eftir aðeins 8 daga í embætti vegna hneykslismála.
- 17. október - Ein kona lést og 235 slösuðust þegar tvær neðanjarðarlestar rákust saman í Róm.
- 17. október - Íbúafjöldi Bandaríkjanna náði 300 milljónum.
- 18. október - Microsoft gaf út Windows Internet Explorer 7.
- 20. október - Íslenska kvikmyndin Mýrin var frumsýnd.
- 21. október - Hellisheiðarvirkjun var formlega gangsett.
- 23. október - Geimkönnunarfarið Messenger flaug í fyrsta sinn framhjá Venus.
- 30. október - Síðasta skipið var afgreitt úr Daníelsslipp í Reykjavíkurhöfn.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Mikill stormur með snjókomu og slyddu reið yfir í Eystrasalti. Stórabeltisbrúin var lokuð fyrir umferð í marga klukkutíma og sænska flutningaskipið MS Finnbirch fórst.
- 2. nóvember - Málverkið No. 5, 1948 eftir Jackson Pollock varð dýrasta málverk heims þegar það seldist fyrir 140 milljónir dala í einkasölu.
- 5. nóvember - Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, og tveir af helstu samstarfsmönnum hans voru dæmdir til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni.
- 5. nóvember - Demókrataflokkurinn náði meirihluta í bæði öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Donald Rumsfeld sagði af sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfarið.
- 7. nóvember - Bandaríska teiknimyndin Happy Feet var frumsýnd.
- 8. nóvember - Farið var að selja Windows Vista til fyrirtækja.
- 8. nóvember - Daniel Ortega sigraði forsetakosningar í Níkaragva.
- 10. nóvember - 19 létust í árás Ísraelshers á Beit Hanun. Herinn kenndi bilun í ratsjárbúnaði um.
- 16. nóvember - Tívolí í Kaupmannahöfn kynnti áform um niðurrif H.C. Andersen-hallarinnar og byggingu lúxushótels í staðinn. Síðar var höllin friðuð og Tívolí neyddist til að hætta við áformin.
- 19. nóvember - Leikjatölvan Wii frá Nintendo kom út í Bandaríkjunum.
- 19. nóvember - Fréttastofur danska sjónvarpsins DR voru fluttar í DR Byen á Amager.
- 21. nóvember - Skæruliðar í Nepal undirrituðu vopnahléssamning sem batt enda á 10 ára borgarastyrjöld.
- 21. nóvember - Líbanski ráðherrann Pierre Amine Gemayel var skotinn til bana í bifreið sinni í Beirút.
- 23. nóvember - 215 létust í röð bílasprengjuárása í Sadrborg í Bagdad.
- 24. nóvember - Stjórnarherinn á Srí Lanka felldi 30 skæruliða Tamíltígra.
Desember
breyta- 1. desember - Að minnsta kosti 388 manns létu lífið þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar.
- 1. desember - Dagur rauða nefsins var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.
- 5. desember - Herinn framdi valdarán á Fídjieyjum.
- 9. desember - Christer Fuglesang varð fyrsti norræni geimfarinn þegar hann hélt út í geim um borð í geimskutlunni Discovery.
- 13. desember - Þrír ítalskir verkamenn slösuðust þegar tvær járnbrautarlestir skullu saman við gerð Kárahnjúkavirkjunar.
- 16. desember - Fjölmenn mótmæli áttu sér stað á Nørrebro í Kaupmannahöfn eftir að lögregla hugðist ryðja félagsmiðstöðina Ungdomshuset.
- 17. desember - Fjallað var um hneyksli í tengslum við meðferðarheimilið Byrgið í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2.
- 19. desember - Rússneska flutningaskipið Wilson Muuga strandaði á Hvalsnesi í Sandgerðisbæ. Allir í áhöfn þess björguðust en einn danskur sjóliði fórst við björgunarstörf.
- 26. desember - Kvikmyndin Skroppið til himna var frumsýnd.
- 26. desember - Jarðskjálftinn í Hengchun 2006, sunnan við Taívan, olli 2 dauðsföllum og miklum skemmdum á sæstrengjum.
- 28. desember - Sveitir Eþíópíuhers og bráðabirgðastjórnarinnar í Sómalíu náðu Mógadisjú úr höndum íslamista.
- 29. desember - Styrkjamálið: FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir tveimur dögum áður en ný lög um styrki til stjórnmálaflokka gengu í gildi.
- 29. desember - Íslenska kvikmyndin Köld slóð var frumsýnd.
- 30. desember - Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks var tekinn af lífi með hengingu í Bagdad.
- 30. desember - 67 ára gömul kona eignaðist tvíbura á sjúkrahúsi í Barselóna.
- 30. desember - Bílasprengja varð tveimur að bana í bílastæðahúsi á Madrid Barajas-alþjóðaflugvellinum.
- 31. desember - Útvarpsstöðin Kántríbær hætti útsendingum.
- 31. desember - Þrír létust í átta sprengjutilræðum í Bangkok.
Ódagsettir atburðir
breyta- Juraj-Dobrila-háskólinn í Pula var stofnaður í Króatíu.
- AkureyrarAkademían var stofnuð.
- Samtök fjármálafyrirtækja voru stofnuð á Íslandi.
- Íslenska hljómsveitin Bob var stofnuð.
Fædd
breytaDáin
breyta- 24. janúar - Chris Penn, bandarískur leikari.
- 27. janúar - Johannes Rau, þýskur stjórnmálamaður og 8. forseti Þýskalands (f. 1931).
- 29. janúar - Paik Nam-june, suðurkóreskur listamaður, oft talinn upphafsmaður svokallaðrar myndbandslistar (f. 1932).
- 30. janúar - Coretta Scott King, ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings.
- 30. janúar - Wendy Wasserstein, bandarískt leikskáld.
- 4. febrúar - Betty Friedan, bandarískur rithöfundur (f. 1921).
- 13. febrúar- Peter Frederick Strawson, breskur heimspekingur (f. 1919).
- 11. mars - Slobodan Milošević, fyrrum forseti Júgóslavíu.
- 5. apríl - Gene Pitney, bandarískur dægurlagasöngvari.
- 25. maí - Desmond Dekker, tónlistarmaður frá Jamaíka (f. 1941).
- 14. júní - Jean Roba, belgískur teiknimyndasagnahöfundur (f. 1930).
- 1. júlí - Ryūtarō Hashimoto, forsætisráðherra Japans (f. 1937).
- 7. júlí - Syd Barrett, enskur tónlistarmaður (f. 1946).
- 30. ágúst - Naguib Mahfouz, egypskur rithöfundur (f. 1911).
- 4. september - Steve Irwin, ástralskur dýraverndarsinni og sjónvarpsþáttastjórnandi (f. 1962).
- 6. september - Herbert Bloch, þýskur fornfræðingur (f. 1911).
- 12. september - Magnús Kjartansson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1949).
- 6. október - Hjalti Gestsson, íslenskur búfjárræktarráðunautur (f. 1916).
- 7. október - Anna Politkovskaja, úkraínskur blaðamaður (f. 1958).
- 12. október - Wendell Clausen, bandarískur fornfræðingur (f. 1923).
- 26. október - Þorsteinn Thorarensen, íslenskur bókaútgefandi (f. 1926).
- 1. nóvember - William Styron, breskur rithöfundur (f. 1925).
- 16. nóvember - Milton Friedman, bandarískur hagfræðingur (f. 1912).
- 17. nóvember - Ferenc Puskás, ungverskur knattspyrnumaður (f. 1927).
- 20. nóvember - Robert Altman, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1925).
- 23. nóvember - Alexander Litvinenko, rússneskur leyniþjónustumaður (f. 1962).
- 28. nóvember - Max Merkel, austurrískur knattspyrnuþjálfari (f. 1918).
- 10. desember - Augusto Pinochet, einræðisherra í Chile (f. 1915).
- 21. desember - Saparmyrat Nyýazow, forseti Túrkmenistan (f. 1940).
- 25. desember - James Brown, bandarískur söngvari (f. 1933).
- 26. desember - Gerald Ford, 38. forseti Bandaríkjanna (f. 1913).
- 30. desember - Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks (f. 1937).