Kyrrahaf

stærsta úthaf jarðar

Kyrrahaf er stærsta úthaf jarðar. Það afmarkast í stórum dráttum af Norður-, Mið- og Suður-Ameríku að austan; meginlandi Asíu, Japan og Indónesíu, Nýja Sjálandi og Ástralíu að vestan. Það nær frá Beringssundi í norðri að Suðurskautslandinu (Antarktíku) í suðri. Kyrrahafið er um 165 milljón ferkílómetrar og er því um þriðjungur flatarmáls jarðar. Flatarmál þess er meira en allt þurrlendi jarðar samanlagt. Mesta dýpi í heimi er í Maríanadjúpálnum í Norðvestur-Kyrrahafi, 11.034 metrar.

Kort sem sýnir Kyrrahafið.

Í Kyrrahafinu er gífurlegur fjöldi eyja, sem flestar eru smáar. Margar þeirra eru byggðar mönnum, en þó munu fleiri vera óbyggðar. Eftir Kyrrahafinu nokkurn veginn miðju liggur daglínan í dálitlum hlykkjum frá norðri til suðurs.

Helstu eyjar og eyjaþyrpingarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.