Sjálfseignastofnunin Amtmannssetrið á Möðruvöllum
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Amtmannssetrið á Möðruvöllum er sjálfseignastofnunin sem vinnur að endurreisn merkra bygginga á Möðruvöllum í Hörgárdal og kynningu á sögu staðarins.
Saga og markmið
breytaSjálfseignastofnunin Amtmannssetrið á Möðruvöllum var sett á fót 1. mars 2006. Megintilgangur hennar er að endurreisa merkar byggingar á Möðruvöllum í Hörgárdal og að koma á framfæri sögu staðarins á lifandi hátt með því að skapa aðlaðandi og frjótt umhverfi fyrir skóla, námsfólk og ferðamenn sem áhuga hafa á stjórnmála-, menningar- og kirkjusögu, náttúruvísindum og landbúnaði.
Stofnendur Amtmannssetursins eru; Landbúnaðarháskóli Íslands, Arnarneshreppur, Möðruvallaklausturskirkjusókn og Prestssetrasjóður.
Uppbygging Amtmannssetursins hefur einkum verið fjármögnuð af ríki og sveitarfélögum ásamt félögum og fyrirtækjum sem vilja styrkja atvinnu- og menningarstarfssemi á Eyjafjarðarsvæðinu.
Uppbygging
breytaUppbyggingunni er skipt upp í fjóra vel afmarkaða áfanga sem hver getur staðið sjálfstætt rekstrarlega. Fyrsti áfanginn var uppbygging Leikhússins sem lauk með víglsu hússins 26. maí 2007 og fer þar nú fram margvísleg menningartengd starfssemi.
Leikhúsið á Möðruvöllum
breytaAmtmannssetrið á Möðruvöllum á og rekur Leikhúsið að Möðruvöllum sem er 120 fermetra hús byggt árið 1881. Þar er minjasafn um Möðruvallaskóla og sögu staðarins en einnig er þar rekið félags- og safnaðarheimili.
Stjórn
breytaÍ stjórn Amtmannssetursins (2011) sitja; Davíð Stefánsson ráðgjafi, Reykjavík (formaður). Halla Björk Þorláksdóttir kennari, Baldursheimi. Jón Þór Brynjarsson, Hjalteyri.
Framkvæmdastjóri er Þóroddur Sveinsson á Möðruvöllum.