Hálslón er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar og er myndað með stíflun á rennsli Jökulsár á Dal, Kringilsár og Sauðár.

Hálslón.

Stíflurnar sem mynda lónið eru Kárahnjúkastífla (193 m há og 700 m löng, meðal þeirra stærstu í heimi af sinni gerð), Desjarárstífla (60 m há) og Sauðárdalsstífla (25 m há).

Lokað var fyrir botnrás Kárahnjúkastíflu þann 28. september 2006 og þar með var byrjað að safna vatni í lónið. Það náði svo fullri stærð í lok árs 2007. Þegar lónið er í fullri stærð er vatnsborð þess 625 metra yfir sjávarmáli. Þá er vatni veitt um yfirfall Kárahnjúkastíflu í 90 metra háum fossi ofan í Hafrahvammagljúfur.

Lónið er 57 þegar það er í fullri stærð, 25 km langt og 2 km breitt og sveiflast vatnsyfirborð þess um allt að 75 m þó svo sveiflan í meðalári sé mun minni. Nýtanlegt vatnsmagn fyrir rekstur virkjunarinnar er 2100 gígalítrar (2,1 teralítrar eða 2,1 rúmkílómetrar) og renna úr því 107/s niður í stöðvarhús virkjunarinnar í Teigsbjargi þaðan sem vatninu er beint í Jökulsá í Fljótsdal sem aftur rennur í Lagarfljót.

Fossarnir Kringilsárfoss og Sauðárfoss hurfu meðal annars með myndun lónsins.

Heimildir

breyta