Síðasti bærinn er íslensk 18 mínútna löng stuttmynd eftir Rúnar Rúnarsson frá 2004. Myndin fjallar um aldraðan bónda, leikinn af Jóni Sigurbjörnssyni, sem hefur misst konu sína og undirbýr gröf fyrir þau bæði á bænum. Myndin var að mestu tekin við eyðibýlið Arnarnes í Dýrafirði. Framleiðandi var Zik Zak. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 í flokki leikinna stuttmynda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.