Ajax Amsterdam

(Endurbeint frá AFC Ajax Amsterdam)

Ajax Amsterdam (fullt nafn: Amsterdamsche Football Club Ajax, eða AFC Ajax) er hollenskt knattspyrnulið frá Amsterdam. Félagið hefur oftar orðið hollenskur meistari en nokkurt annað félag og er sigursælasta knattspyrnulið Hollands, ásamt PSV Eindhoven og Feyenoord Rotterdam. Liðið er auk þess eitt þriggja liða sem unnið hefur öll þrjú stórmót Evrópu (ásamt Juventus, FC Barcelona og Bayern München).

Amsterdamsche Football Club Ajax
Fullt nafn Amsterdamsche Football Club Ajax
Stytt nafn Ajax
Stofnað 1900
Leikvöllur Amsterdam ArenA
Stærð 54.990 þúsund
Knattspyrnustjóri Francesco Farioli
Deild Eredivisie
2023/24 5. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Upphaf

breyta

Félagið var fyrst stofnað af stúdentum við framhaldsskólann Hogere Burgerschool 1883 og hlaut það heitið Union. 1894 var heitinu breytt í Foot-Ball Club Ajax og var það nefnt eftir grísku hetjunni Ajax. Eftir mikið ósætti í stjórninni var félagið hins vegar lagt niður. Það var endurstofnað 18. mars 1900. Fyrstu árin voru mögur, en félagið komst í efstu deild 1911. Fram að þessu höfðu leikmenn notað treyjur félagsins Sparta frá Rotterdam. En í efstu deild urðu þeir að leika í nýjum treyjum. Ákveðið var að nota rauð/hvítar treyjur og hvítar buxur (eins og enn er gert í dag). Eftir þrjú ár í efstu deild féll Ajax um deild, en náðu að komst í efstu deild strax ári síðar 1915. Það leikár urðu þeir í fyrsta sinn hollenskir meistarar. Leikárið var hins vegar dæmt ógilt sökum heimstyrjaldarinnar fyrri. Því varð Ajax ekki opinberlega hollenskur meistari fyrr en 1918. Á næsta leikári setti félagið met er það sigraði deildina án þess að tapa leik, afrek sem hélst í hollensku deildinni í 76 ár.

Gullaldarárin

breyta
 
Liðið sem varð hollenskur meistari 1937

Eftir þetta gekk félaginu heldur brösuglega næstu 10 árin. 1928 voru Ólympíuleikarnir haldnir í Amsterdam. Eftir leikana fékk Ajax afnotarétt á leikvanginum til stórleika. Að öðru jöfnuðu lék félagið á De Meer Stadion rétt utan borgar. Á fjórða áratugnum varð Ajax að einu sigursælasta liði Hollands. Hollenski meistaratitillinn vannst fimm sinnum fram að heimstyrjöldinni síðari. Margir kölluðu þessi ár gullaldarár Ajax og vísuðu þar með til gullaldarára Hollendinga á 17. öld. Stríðið breytti ýmsu. Miklar tilfærslur leikmanna og stjórnarmanna hafði sín áhrif. Ajax varð bikarmeistari 1943 og meistari 1947, en að öðru leyti var árangur lítill næstu árin.

Eredevisie

breyta

1955 var fyrsta atvinnumannadeildin formlega stofnuð, Eredevisie. Strax fyrsta leikárið lenti Ajax í öðru sæti með jafnmörg stig og meistararnir. Þeir urðu hins vegar meistarar 1957 og fjórum sinnum í viðbót næsta áratuginn. 1964 gekk til liðs við félagið 17 ára unglingur að nafni Johan Cruyff. Með tilkomu hans sem miðjumanns og þjálfarans Rinus Michels varð félagið mjög sigursælt. Michels réði til sín marga þekkta leikmenn og umbreytti liðinu. Ajax varð hollenskur meistari í þrjú ár í röð, 1966-68 og aftur 1970.

Á toppnum í Evrópu

breyta

Áttundi áratugurinn var ævintýri líkastur. Ajax varð fimm sinnum hollenskur meistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Félagið hafði á liðnum árum tekið þátt í Evrópukeppni meistaraliða með misgóðum árangri. 1970 breyttist það er félagið varð í sinn fyrsta Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Panathinaikos Aþenu. 1971 sigraði Ajax í sömu keppni eftir 2-0 sigur á Inter Milan. Strax árið eftir sigraði Ajax keppnina í þriðja sinn í röð eftir 1-0 sigur á Juventus. Þar með var Ajax annað liðið í Evrópu sem sigraði keppnina þrisvar í röð, en áður hafði Real Madrid afrekað það (reyndar fimm sinnum í röð). Bayern München er eina liðið sem sigrað hefur keppnina þrisvar í röð eftir það. Á sömu þremur árum varð Ajax auk þess tvisvar hollenskur meistari og tvisvar bikarmeistari. Þessu til viðbótar sigraði Ajax Super Cup keppnina í Evrópu 1972 og 1973. 1972 var Ajax einnig heimsbikarmeistari eftir sigur á Indenpendiente frá Argentínu. Með þessum sigrum hafði félagið rækilega stemplað sig inn sem eitt allra besta knattspyrnufélag Evrópu þess tíma.

Ajax í dag

breyta
 
Frank de Boer, fyrrum leikmaður Ajax, er núverandi þjálfari liðsins

Níundi áratugurinn einkenndist af fjölda bikurum í Hollandi, en aðeins einum á alþjóðavettvangi. Liðið varð fjórum sinnum hollenskur meistari og þrefaldur bikarmeistari. Eini titillinn sem vannst í Evrópu var sigur í Evrópukeppni bikarhafa 1987 er liðið sigraði Lokomotive Leipzig frá Austur-Þýskalandi 1-0. Á þessum tíma spiluðu margir þekktir knattspyrnumenn með félaginu, eins og Ronald Koeman, Frank de Boer, Gerald Vanenburg, Marco van Basten og Dennis Bergkamp. Á tíunda áratugnum hélt sigurganga Ajax áfram. Liðið varð fimm sinnum hollenskur meistari og þrefaldur bikarmeistari. 1995 var auk þess eitt allra gjöfulasta ár félagsins. Þá sigraði það í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 sigur á AC Milan, í Super Cup í Evrópu eftir sigur á Real Saragossa og í heimsbikarkeppninni eftir sigur á Grêmio Porto Alegre frá Brasilíu. Með hollenska meistaratitlinum skilaði árið 1995 því fjórum stórum bikurum í safnið. Ajax er eitt af fjórum liðum sem þar með hefur unnið öll þrjú stórmót í knattspyrnu í Evrópu. Á þessum tíma léku þekktir knattspyrnumenn eins og Marc Overmars, Edgar Davids, Michael Laudrup, Patrick Kluivert, Jari Litmanen, Clarence Seedorf og markmaðurinn Edwin van der Sar með félaginu. Árið 1996 fékk Ajax nýjan og glæsilegan leikvang, er Amsterdam ArenA var fullbúinn fyrir félagið. Leikvangurinn kostaði 96 milljónir evra og tekur tæplega 53 þús manns í sæti. Á fyrstu árum 21. aldar hélt félagið áfram sigurgöngu sinni. Fram að 2011 varð Ajax þrefaldur hollenskur meistari og fjórfaldur bikarmeistari. Hins vegar hefur enginn alþjóðlegur titill unnist síðan sögufræga árið 1995. Af nýjum þekktum leikmönnum má nefna Wesley Snijder, Rafael van der Vaart, Zlatan Ibrahimović, Frenkie de Jong, Matthijs De Ligt, Hakim Ziyech og Donny Van de Beek. Kolbeinn Sigþórsson lék með liðinu 2011-2015.

Rígar

breyta

Rígurinn við Feyenoord

breyta
 
Stuðningsmenn Ajax með ólæti á Evrópuleik við Red Bull Salzburg

Einn stærsti rígurinn sem Ajax á við annað lið er við Feyenoord frá Rotterdam. Leikur liðanna er kallaður De Klassieker. Liðin koma frá tveimur stærstu borgum Hollands og metingur á milli borganna brýst út þegar þau spila. Rígurinn byggir fyrst og fremst á því að liðin standa fyrir mismunandi landshluta, borgir og menningu. Amsterdam er borg viðskipta og menningar auk þess sem fjöldi ferðamanna kemur til Amsterdam til að dást að því sem borgin hefur uppá að bjóða. Rotterdam er aftur á móti ein af stærstu hafnarborgum Evrópu og þar er mikill iðnaður. Fólk frá Rotterdam lítur því gjarnan á íbúa Amsterdam sem hrokafulla, veiklynda og lata, en lítur á sjálft sig sem harðduglegt verkafólk. [heimild vantar]

Reglulega hefur komið til mikilla slagsmála milli stuðningsmanna liðanna og fólk hefur látið lífið. Árið 1997 fór fram æfingarleikur milli Ajax og Feyenoord þar sem einn stuðningsmaður Ajax var drepinn. Síðan árið 2009 hefur stuðningsmönnum Ajax verið bannað að mæta á heimaleiki Feyenoord af ótta við uppþot og oft hefur Ajax bannað stuðningsmönnum Feyenoord að koma á Johann Cruyff Arena.[1]

Jong Ajax

breyta

Jong Ajax (U21) liðið leikur í Jupiler-deildinni, Meistaradeildinni í 2. deild. Leikvangur er De Toekomst, ein þekktasta æfingastöð í heimi. Hún vann titilinn Meistari 2. deildar 2017/18.

Titlar

breyta

Innlendir

breyta
  • Hollenskur meistari (36): 1918, 1919, 1931, 1932, 1934, 1937, 1939, 1947, 1957, 1960, 1966, 1967, 1968, 1970, 1972, 1973, 1977, 1979, 1980, 1982, 1983, 1985, 1990, 1994, 1995, 1996, 1998, 2002, 2004, 2011, 2012, 2013, 2014, 2019, 2021, 2022
  • Hollenskur bikarmeistari (20): 1917, 1943, 1961, 1967, 1970, 1971, 1972, 1979, 1983, 1986, 1987, 1993, 1998, 1999, 2002, 2006, 2007, 2010, 2019, 2021
  • Hollenska Super Cup keppnin (9): 1993, 1994, 1995, 2002, 2005, 2006, 2007,2013,2019

Erlendir

breyta

Markaskorarar

breyta

Eftirfarandi leikmenn hafa skorað flest mörk fyrir Ajax. Enginn þeirra leikur lengur fyrir liðið.

Tore
1   Piet van Reenen 1929-1942 273
2   Johan Cruyff 1964-1973,
1981-1983
205
3   Sjaak Swart 1956-1973 175
4   Henk Groot 1959-1963,
1965-1969
161
5   Piet Keizer 1961-1974 146
6   Wim Volkers 1923-1936 129
6   Marco van Basten 1982-1987 129
8   Rinus Michels 1946-1958 123
8   Ruud Geels 1974-1978 123
10   Dennis Bergkamp 1986-1993 103

Þjálfarar

breyta

Þjálfarar Ajax frá byrjun:

Tímabil Þjálfari
1910−1915   Jack Kirwan
1915−1925   Jack Reynolds
1925−1926   Harold Rose
1926−1928   Sid Castle
1928-1940   Jack Reynolds
1940−1941   Vilmos Halpern
1941−1942   Wim Volkers
1942   Dolf van Kol
1942−1947   Jack Reynolds
1947−1948   Robert Smith
1948−1950   Walter Crook
1950−1953   Robert Thomson
1953−1954   Walter Crook
1954−1959   Karl Humenberger
1959−1961   Vic Buckingham
1961−1962   Keith Spurgeon
Tímabil Þjálfari
1962−1963   Joseph Gruber
1963−1964   Jack Rowley
1964−1965   Vic Buckingham
1965−1971   Rinus Michels
1971−1973   Ștefan Kovács
1973−1974   George Knobel
1974−1975   Hans Kraay
1975−1976   Rinus Michels
1976−1978   Tomislav Ivić
1978−1979   Cor Brom
1979−1981   Leo Beenhakker
1981−1982   Kurt Linder
1982−1985   Aad de Mos
1985−1988   Johan Cruyff
1988   Kurt Linder
1988−1989   Spitz Kohn
Tímabil Þjálfari
1989−1991   Leo Beenhakker
1991−1997   Louis van Gaal
1997−1999   Morten Olsen
1999−2000   Jan Wouters
2000   Hans Westerhof
2000−2001   Co Adriaanse
2001−2005   Ronald Koeman
2005   Ruud Krol
2005−2006   Danny Blind
2006−2007   Henk ten Cate
2007−2008   Adrie Koster
2008−2009   Marco van Basten
2009   John van't Schip
2009−2010   Martin Jol
2010-2016   Frank de Boer
2016-2017   Peter Bozc
2017-2022   Erik Ten Hag


Heimildaskrá

breyta

Ajax fans not welcome at cup semifinal against Feyenoord in Rotterdam. NL Times 5. mars 2023. Sótt 20. nóvember 2023.

  1. „Ajax fans not welcome at cup semifinal against Feyenoord in Rotterdam | NL Times“. nltimes.nl (enska). Sótt 20. nóvember 2023.