Wii
Wii (borið fram eins og enska persónufornafnið "we", IPA: /wiː/) er leikjatölva frá Nintendo, sem áður var þekkt undir dulnefninu Revolution, er erfingi Nintendo GameCube og er keppinautur Xbox 360 frá Microsoft og PlayStation 3 frá Sony á heimsmarkaði.
Nintendo Wii | |
---|---|
Framleiðandi | Nintendo |
Tegund | Leikjatölva |
Kynslóð | Sjöunda kynslóð |
Gefin út | Q4 2006 |
Örgjörvi | IBM PowerPC-based "Broadway" (codename) |
Skjákort | {{{GPU}}} |
Miðlar | 12 cm optical diskur 8cm GameCube optical disc |
Netkort | Nintendo Wi-Fi WiiConnect24 |
Sölutölur | 24.45 milljón þann 31. mars, 2008 |
Forveri | Nintendo GameCube |
Athyglisverð þykir hin þráðlausa fjarstýring Wii, Wii fjarstýringin, en hana má nota sem benditæki og hún skynjar hreyfingu og snúning í þremur víddum. Tölvan notast við WiiConnect24, sem leyfir notendum að ná í uppfærslur og að taka á móti og senda skilaboð í gegnum netið, og notar WiiConnect24 afar lítið rafmagn.
Nintendo minntist fyrst á tölvuna árið 2004 á fréttafundi á E3 og sýndi hana svo á E3 2005. Satoru Iwata sýndi frumgerð fjarstýringarinnar í september 2005 á Tokyo Game Show. Á E3 2006 vann Wii Game Critics Awards fyrir „Best á sýningu“ og „Besta tæki“. Í desember 2006 var Wii kjörinn „Stóri sigurvegarinn í heimilisskemmtun“ (Grand Award Winner in Home Entertainment) í blaðinu Popular Science. Tölvan fór fyrst í sölu árið 2006.
Fjarstýring
breytaFjarstýringin fyrir Wii (þekkt undir nafninu Wii remote, Wii-fjarstýring eða Wii-mote) notast við hreyfiskynjun í leikjatölvuspilun, sem er áður óþekkt. [heimild vantar] Þetta er notað á marga vega eins og; ef notandi sveiflar Wii-fjarstýringunni þá sveiflar persónan í leiknum sverði, sker í uppskurði, sveiflar veiðistöng, sker grænmeti, miðar byssu og svo framvegis. Möguleikarnir eru margir, og vegna þessarar tegundar spilunar koma fram margir leikir sem ekki hefði verið hægt að búa til áður.
Leikir
breyta- The Legend of Zelda: Twilight Princess
- WiiSports (fylgir með vélinni)
- WiiPlay (Wii-fjarstýring fylgir með þessum leik)
- Red Steel
- Need for Speed: Carbon
- Tony Hawk's Downhill Jam
- Rayman Raving Rabbids
- Call of Duty 3
- Excite Truck
- GT Pro Series (Wii-stýrið fylgir með)
Tengt efni
breyta