Johannes Rau
Forseti Þýskalands
Johannes Rau (16. janúar 1931 í Wuppertal – 27. janúar 2006 í Berlín) var þýskur stjórnmálamaður.
Johannes Rau | |
---|---|
![]() Johannes Rau árið 2004 | |
Forseti Þýskalands | |
Í embætti 1. júlí 1999 – 30. júní 2004 | |
Kanslari | Gerhard Schröder |
Forveri | Roman Herzog |
Eftirmaður | Horst Köhler |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 16. janúar 1931 Wuppertal, Prússlandi, Þýskalandi |
Látinn | 27. janúar 2006 (75 ára) Berlín, Þýskalandi |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn (1957–2006) |
Maki | Christina Rau |
Börn | 3 |
Undirskrift | ![]() |
Hann gekk í þýska jafnaðarmannaflokkinn (SPD) árið 1957 og komst fljótt til metorða innan hans. Rau var kosinn á þing sambandslandsins Nordrhein-Westfalen árið 1958 og var forsætisráðherra þess frá 1978 til 1998.
Rau var kjörinn 8. forseti Þýskalands árið 1999 og gegndi þeirri stöðu í eitt kjörtímabil, eða til 2004.