2000
ár
(Endurbeint frá Ágúst 2000)
2000 (MM í rómverskum tölum) var síðasta ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið var útnefnt Alþjóðlegt ár friðarmenningar og Alþjóðlegt ár stærðfræðinnar.
Þetta var ár 2000-vandans þar sem sumir bjuggust við því að tölvukerfi hættu að virka þar sem eldri tölvur gerðu ekki ráð fyrir hærri ártölum en 1999 en afar fá slík vandamál komu upp þegar árið gekk í garð.
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 1. janúar - Stjórnarskrárbundin tengsl Sænsku kirkjunnar við sænska ríkið voru rofin.
- 1. janúar - Kvikmyndin Englar alheimsins var frumsýnd á Íslandi.
- 1. janúar - Finnur Ingólfsson var skipaður seðlabankastjóri.
- 1. janúar - Tónverkið Longplayer hóf að spila.
- 3. janúar - Sjónvarpsþátturinn Kastljós hóf göngu sína í íslenska ríkissjónvarpinu.
- 4. janúar - 19 létust í Åsta-lestarslysinu í Noregi.
- 5. janúar - Ráðstefna Al-Kaída í Kúala Lúmpúr hófst í Malasíu.
- 6. janúar - Síðasti villti pýreneaíbexinn fannst dauður.
- 10. janúar - America Online keypti Time Warner fyrir 162 milljarða bandaríkjadala. Þetta var stærsti fyrirtækjasamruni sögunnar á þeim tíma.
- 14. janúar - Hæsta skráning Dow Jones vísitölunnar var við lokun; 11.722,98 stig, á hátindi Netbólunnar.
- 14. janúar - Dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna dæmdi 5 Bosníukróata í 25 ára fangelsi fyrir morð á yfir 100 Bosníumúslimum.
- 24. janúar - Skæruliðahreyfingin Her guðs tók 700 gísla á sjúkrahúsi í Taílandi.
- 29. janúar - Vísindavefurinn var formlega opnaður af forseta Íslands.
- 30. janúar - 169 fórust þegar Kenya Airways flug 431 hrapaði í Atlantshafið.
- 31. janúar - 88 fórust þegar Alaska Airlines flug 261 hrapaði í Kyrrahaf.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - 35 tíma vinnuvika var leidd í lög í Frakklandi.
- 4. febrúar - Þýski hermdarverkamaðurinn Klaus-Peter Sabotta var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir skemmdarverk og fjárkúgun.
- 6. febrúar - Tarja Halonen var kjörin forseti Finnlands.
- 7. febrúar - Stipe Mesić var kjörinn forseti Króatíu.
- 9. febrúar - Steypiregn í Afríku leiddu til verstu flóða í Mósambík í 50 ár og dauða 800 manna.
- 13. febrúar - Síðasta myndasagan um Smáfólkið kom út, en höfundur hennar, Charles M. Schulz, lést daginn áður.
- 17. febrúar - Microsoft gaf út Windows 2000.
- 21. febrúar - Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn.
- 26. febrúar - Eldgos hófst í Heklu. Það stóð í ellefu daga.
- 29. febrúar - Hlaupársdag bar upp á aldarári í fyrsta sinn frá árinu 1600.
Mars
breyta- 1. mars - Jorge Batlle var kosinn forseti í Úrúgvæ.
- 1. mars - Ný stjórnarskrá tók gildi í Finnlandi.
- 4. mars - PlayStation 2 kom fyrst út í Japan.
- 8. mars - Naka-Meguro-lestarslysið átti sér stað í Japan. Tvær neðanjarðarlestar í Tókýó rákust á sem leiddi til dauða 5 manna.
- 10. mars - Íslenska kvikmyndin Fíaskó var frumsýnd.
- 10. mars - NASDAQ-vísitalan náði 5.048 stigum á hátindi Netbólunnar.
- 13. mars - Bandaríkjadalur varð opinber gjaldmiðill í Ekvador.
- 13. mars - José María Aznar sigraði þingkosningar á Spáni.
- 20. mars - Jamil Abdullah Al-Amin, fyrrum meðlimur Svörtu hlébarðanna, var handtekinn eftir skotbardaga sem leiddi til dauða eins lögreglumanns.
- 26. mars - Vladímír Pútín var kosinn forseti Rússlands.
Apríl
breyta- 1. apríl - Siglingamiðstöðin Weymouth and Portland National Sailing Academy var opnuð.
- 3. apríl - Bandaríkin gegn Microsoft: Tölvufyrirtækið Microsoft var sótt til saka vegna ásakana um samkeppnishamlandi aðgerðir.
- 5. apríl - Mori Yoshiro tók við sem forsætisráðherra Japans.
- 9. apríl - Sænska nunnan Elisabeth Hesselblad var lýst sæl af kaþólsku kirkjunni.
- 15. apríl - „Leyniskápurinn“ með erótískum minjum frá Pompeii og Herculaneum var opnaður í Minjasafni Napólí eftir aldalanga lokun.
- 16. apríl - Mótmæli gegn hnattvæðingu fóru fram í Washington D.C.
- 19. apríl - Nýtt húsnæði Listasafns Íslands var opnað í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
- 22. apríl - Alríkislögreglumenn tóku Elian Gonzalez frá ættingjum í Miami, Flórída.
- 30. apríl - Faustina Kowalska var lýst dýrlingur í kaþólsku kirkjunni.
Maí
breyta- 2. maí - GPS-kerfið var opnað að fullu fyrir almenna notendur.
- 3. maí - Fyrsti Geocaching-leikurinn fór fram.
- 4. maí - Tölvuvírusinn ILOVEYOU breiddist hratt um heiminn.
- 4. maí - 54 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Banggai í Indónesíu.
- 5. maí - Sjaldgæf samstaða sjö himintungla, Sólarinnar, Tunglsins og reikistjarnanna frá Merkúr til Satúrnusar, átti sér stað á nýju Tungli.
- 5. - 6. maí - Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn.
- 12. maí - Listasafnið Tate Modern var opnað í London.
- 13. maí - Olsen-bræður unnu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2000. Einar Ágúst & Telma fluttu lagið „Tell Me!“ fyrir Íslands hönd.
- 13. maí - 23 létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í Enschede í Hollandi.
- 15. maí - Fjárfestingabanki atvinnulífsins rann saman við Íslandsbanka.
- 16. maí - Landspítali varð til við samruna Landspítalans og Borgarspítalans.
- 16. maí - Ahmet Necdet Sezer var kjörinn forseti Tyrklands.
- 19. maí - Baneheia-málið í Noregi: Tveimur ungum stúlkum var nauðgað og þær myrtar í Kristiansand.
- 25. maí - Ísrael dró herlið sitt frá Líbanon eftir 22 ára hersetu.
Júní
breyta- 1. júní - Heimssýningin Expo 2000 hófst í Hannóver í Þýskalandi.
- 1. júní - Íslenska kvikmyndin 101 Reykjavík var frumsýnd.
- 4. júní - Yfir 100 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Súmötru.
- 5. júní - Stuttmyndin 405 The Movie var sett í dreifingu á Internetinu.
- 13. júní - Forseti Suður-Kóreu, Kim Dae-jung, heimsótti Norður-Kóreu.
- 17. og 21. júní - Suðurlandsskjálftar skóku Suðurlandsundirlendið.
- 17. júní - Ylströndin var opnuð í Nauthólsvík.
- 18. júní - Vigdís Finnbogadóttir ræsti keppendur í Skippers d'Islande-siglingakeppninni í Paimpol í Frakklandi.
- 23. júní - Frøya-göngin milli eyjanna Frøya og Hitra í Noregi voru opnuð.
- 26. júní - Fyrstu drögin að erfðamengi mannsins voru gefin út af Human Genome Project.
- 26. júní - Kaþólska kirkjan lét þriðja leyndardóm Fatímu uppi.
- 28. júní - Franska kvikmyndin Ríddu mér var frumsýnd.
- 28. júní - Elián González sneri aftur til Kúbu ásamt föður sínum.
- 30. júní - Edda - miðlun og útgáfa var stofnuð með samruna Máls og menningar og Vöku-Helgafells.
- 30. júní - 9 létust og 26 slösuðust í troðningi á tónleikum Pearl Jam á Hróarskelduhátíðinni.
Júlí
breyta- 1. júlí - Eyrarsundsbrúin milli Danmerkur og Svíþjóðar var opnuð.
- 1. júlí - Kristnihátíðin var sett á Þingvöllum. Fjöldi gesta á hátíðinni reyndist mun minni en búist hafði verið við.
- 2. júlí - Alþingi samþykkti stofnun Kristnihátíðarsjóðs á hátíðarfundi á Þingvöllum.
- 2. júlí - Frakkar sigruðu Ítali 2-1 í lokaleik Evrópukeppninnar í knattspyrnu.
- 2. júlí - Vicente Fox varð forseti Mexíkó.
- 2. júlí - Fyrsta lestin frá Kaupmannahöfn í Danmörku til Ystad í Svíþjóð lagði af stað.
- 3. júlí - Stofnunin Transport for London var sett á fót til að hafa yfirumsjón með almenningssamöngum á Stór-Lundúnasvæðinu. Hún tók við af London Transport.
- 10. júlí - 10 létust þegar lek olíuleiðsla í Nígeríu sprakk.
- 13. júlí - Ehud Barak og Yasser Arafat hittust í Camp David en tókst ekki að komast að samkomulagi.
- 14. júlí - Öflugt sólgos olli segulstormi á jörðu.
- 17. júlí - Bashar al-Assad varð forseti Sýrlands.
- 18. júlí - Alex Salmond sagði af sér sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins.
- 25. júlí - Hljóðfrá Concorde-þota fórst í flugtaki í París. 114 fórust í slysinu og stuttu síðar var hætt að nota slíkar vélar.
- 28. júlí - Síðasta ítalska líran var prentuð.
- 30. júlí - Stafkirkja var vígð í Vestmannaeyjum. Hún var gjöf frá Norðmönnum.
Ágúst
breyta- 3. ágúst - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í Portsmouth á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
- 7. ágúst - Vefurinn DeviantART hóf göngu sína.
- 8. ágúst - Suðurríkjakafbátnum H. L. Hunley var bjargað af hafsbotni.
- 10. ágúst - Ferenc Mádl varð forseti Ungverjalands.
- 12. ágúst - Rússneski kafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshafi. Allir 118 um borð fórust.
- 14. ágúst - Dóra landkönnuður hóf göngu sína á Nickleodeon.
- 14. ágúst - Nikulás 2. keisari var lýstur dýrlingur í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.
- 23. ágúst - Kaþólski presturinn John Anthony Kaiser var myrtur í Kenýa.
- 24. ágúst - Leikjatölvan GameCube frá Nintendo var kynnt.
September
breyta- 5. september - Túvalú gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 6. september - Síðasti alsænski vopnaframleiðandinn, Bofors, var seldur til bandaríska fyrirtækisins United Defense.
- 6. september - Þúsaldarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst.
- 7. september - Íslenska kvikmyndin Íslenski draumurinn var frumsýnd.
- 7. september - Eldsneytismótmælin í Bretlandi hófust.
- 8. september - Þúsaldarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk.
- 13. september - Steve Jobs kynnti betaútgáfu Mac OS X.
- 15. september - Sumarólympíuleikar voru settir í Sydney.
- 16. september - Úkraínski blaðamaðurinn Georgíj Gongadse sást síðast á lífi.
- 22. september - Kauphallirnar í Amsterdam, Brussel og París runnu saman í eina og Euronext varð til.
- 24. september - Vojislav Koštunica sigraði Slobodan Milošević í fyrstu umferð forsetakosninga í Serbíu og Svartfjallalandi en Milošević neitaði að viðurkenna ósigur.
- 25. september - Vala Flosadóttir hlaut bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu.
- 26. september - Gríska farþegaferjan Express Samina sökk við eyjuna Paros. 80 af 500 farþegum fórust.
- 26. september - Mótmæli gegn hnattvæðingu fóru fram í Prag.
- 28. september - Ísraelski stjórnarandstöðuleiðtoginn Ariel Sharon heimsótti Musterisfjallið. Al-Aqsa-uppreisnin hófst.
- 28. september - Danir höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp evru með naumum meirihluta.
- 29. september - Maze-fangelsinu á Norður-Írlandi var lokað.
Október
breyta- Október - Fraktflugfélagið Bláfugl var stofnað á Íslandi.
- 5. október - Októberbyltingin í Júgóslavíu: Slobodan Milošević neyddist til að segja af sér sem forseti Serbíu og Svartfjallalands.
- 6. október - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin CSI hóf göngu sína á CBS.
- 6. október - Bandaríska kvikmyndin Meet the Parents var frumsýnd.
- 6. október - Síðasti Mini-bíllinn var framleiddur í Longbridge á Englandi.
- 11. október - Reykjavíkurborg seldi húsið Esjuberg við Þingholtsstræti til hugbúnaðarfyrirtækisins OZ fyrir 70 milljónir. Þar stóð til að stofna frumkvöðlasetur en húsið hýsti áður Borgarbókasafn Reykjavíkur. Tveimur árum síðar seldi OZ svo húsið til norska myndlistarmannsins Odd Nerdrum fyrir 100 milljónir.
- 11. október - 950.000 rúmmetrar af kolasora flæddu út í Martin-sýslu í Kentucky.
- 12. október - Tveir sjálfsmorðssprengjumenn á vegum Al-Kaída ollu dauða 17 áhafnarmeðlima bandaríska herskipsins USS Cole í Aden í Jemen.
- 13. október - Starfsgreinasamband Íslands var stofnað.
- 13. október - OpenOffice.org varð til þegar Sun Microsystems gaf út frumkóða skrifstofuvöndulsins StarOffice.
- 18. október - Íslenski sjónvarpsþátturinn 70 mínútur hóf göngu sína á PoppTíví.
- 21. október - Fimmtán leiðtogar Arabaríkja komu saman í Kaíró á fyrsta leiðtogafundi ríkjanna í fjögur ár.
- 22. október - Japanska dagblaðið Mainichi Shimbun afhjúpaði svik fornleifafræðingsins Shinichi Fujimura.
- 26. október - Yfirvöld í Pakistan sögðu frá fundi múmíu persneskrar prinsessu í Balúkistan. Íran, Pakistan og Talíbanar gerðu öll tilkall til múmíunnar þar til ári síðar að sannað var að hún var fölsun.
- 30. október - Geimfarið Sojús TM-31 flutti áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar út í geim. Frá þessum degi hefur alltaf verið maður staddur í geimnum.
- 31. október - 83 létust þegar Singapore Airlines flug 006 lenti í árekstri á Chiang Kai Shek-flugvelli.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Serbía og Svartfjallaland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 2. nóvember - Fyrsta fastaáhöfnin hóf búsetu í Alþjóðlegu geimstöðinni.
- 7. nóvember - Hópur ræningja réðist á Þúsaldarhvelfinguna í London til að stela Þúsaldardemantinum en voru gripnir af lögreglu.
- 7. nóvember - Hillary Clinton tók sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings.
- 7. nóvember - George W. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna eftir nauman sigur á Al Gore.
- 11. nóvember - Kaprunslysið: 152 skíða- og snjóbrettamenn létust þegar eldur kom upp í dráttarlest inni í göngum.
- 15. nóvember - Indverska fylkið Jharkhand var stofnað.
- 16. nóvember - Bill Clinton heimsótti Víetnam fyrstur Bandaríkjaforseta frá lokum Víetnamstríðsins.
- 17. nóvember - Alberto Fujimori flaug til Tókýó og sendi afsögn sína sem forseti Perú með faxi.
- 24. nóvember - Íslenska kvikmyndin Óskabörn þjóðarinnar var frumsýnd.
- 27. nóvember - Lengstu veggöng heims, Lærdalsgöngin í Noregi, 25,5 km að lengd, voru opnuð.
- 28. nóvember - Úkraínski stjórnmálamaðurinn Olexandr Moros sakaði Leoníd Kútsma forseta um aðild að morðinu á Georgíj Gongadse.
Desember
breyta- 1. desember - Vicente Fox tók við embætti forseta Mexíkó.
- 7. desember - Hindúahofið Kadisoka fannst við Yogyakarta í Indónesíu.
- 12. desember - Bush gegn Gore: Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði endurtalningu atkvæða í Flórída.
- 15. desember - Þriðja og síðasta kjarnakljúfi Tsjernóbýlkjarnorkuversins var lokað.
- 22. desember - Þremur málverkum eftir Rembrandt var stolið frá Nationalmuseum í Stokkhólmi.
- 24. desember - Aðfangadagsárásirnar í Indónesíu: Íslamskir öfgamenn stóðu fyrir sprengjuárásum á kirkjur um alla Indónesíu.
- 25. desember - Eldsvoðinn í Luoyang: 309 létust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í Kína.
- 30. desember - Sprengjuárásirnar 30. desember í Filippseyjum: 22 létust í röð sprengjuárása í Manila.
- 30. desember - Geimkönnunarfarið Cassini-Huygens fór framhjá Júpíter á leið sinni til Satúrnusar.
Ódagsettir atburðir
breyta- Bókin Empire kom út.
- Farsíminn Nokia 3310 kom á markað.
- Íslenska líftæknifyrirtækið Saga Medica var stofnað.
- Íslenska líftæknifyrirtækið Orf Líftækni var stofnað.
- Íslenska fyrirtækið Haliotis var stofnað.
Fædd
breyta- 6. janúar - Fiete Arp, þýskur knattspyrnumaður.
- 24. febrúar - Jean-Manuel Mbom, þýskur knattspyrnumaður.
- 9. mars - Páll Hróar Beck Helgason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 11. mars - Elías Rafn Ólafsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 21. mars - Matty Longstaff, enskur knattspyrnumaður.
- 25. mars - Jadon Sancho, enskur knattspyrnumaður.
- 9. maí - Ásgeir Sigurðsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 10. maí - Percy Liza, perúskur knattspyrnumaður.
- 28. maí - Phil Foden, enskur knattspyrnumaður.
- 21. júlí - Erling Haaland, norskur knattspyrnumaður.
- 23. ágúst - Vincent Müller, þýskur knattspyrnumaður.
- 31. október - Willow Smith, bandarísk leik- og söngkona.
Dáin
breyta- 19. janúar - Bettino Craxi, ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1934).
- 10. febrúar - Jim Varney, bandarískur leikari (f. 1949).
- 26. febrúar - Louisa Matthíasdóttir, íslensk-bandarískur myndlistarmaður (f. 1917).
- 21. mars - Magnús Ingimarsson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1933).
- 5. apríl- Halldór Halldórsson, íslenskur málfræðingur og prófessor (f. 1911).
- 16. apríl - Nína Björk Árnadóttir, skáld og rithöfundur (f. 1941).
- 7. maí - Douglas Fairbanks jr., bandarískur leikari (f. 1909).
- 14. maí - Obuchi Keizo, fyrrum forsætisráðherra Japans (f. 1937).
- 15. maí - Heimir Steinsson, íslenskur prestur (f. 1937).
- 21. maí - Barbara Cartland, enskur rithöfundur (f. 1901)
- 21. maí - Sir John Gielgud, enskur leikari (f. 1904).
- 26. maí - Jón Kr. Gunnarsson, íslenskur skipstjóri og rithöfundur (f. 1929).
- 5. júní - Franco Rossi, ítalskur handritshöfundur (f. 1919).
- 10. júní - Hafez al-Assad, forseti Sýrlands (f. 1930).
- 23. júlí - Benjamín H. J. Eiríksson, íslenskur hagfræðingur (f. 1910).
- 5. ágúst - Alec Guinness, breskur leikari (f. 1914).
- 17. ágúst - Robert R. Gilruth, bandarískur geimferðastjóri (f. 1913).
- 25. ágúst - Carl Barks, bandarískur teiknari (f. 1901).
- 3. september - Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur (f. 1926).
- 28. september - Pierre Trudeau, kanadískur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1919).
- 10. október - Sirimavo Bandaranaike, forsætisráðherra Srí Lanka (f. 1916).
- 7. nóvember - Ingiríður Danadrottning, kona Friðriks 9. (f. 1910).
- 18. desember - Kirsty MacColl, bresk söngkona og lagahöfundur (f. 1959).
- 25. desember - Willard Van Orman Quine, bandarískur heimspekingur (f. 1908).