Indriði G. Þorsteinsson

Indriði Guðmundur Þorsteinsson (18. apríl 1926 í Skagafirði3. september 2000 í Hveragerði) var íslenskur rithöfundur sem er þekktastur fyrir skáldsögur í raunsæjum stíl sem fjalla um flutning fólks úr sveit í borg. Þekktastar eru 79 af stöðinni frá 1955 (samnefnd kvikmynd var gerð 1962), Land og synir frá 1963 (samnefnd kvikmynd var gerð 1980), Þjófur í paradís frá 1967 og Norðan við stríð frá 1971.

Indriði stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1942 til 1943. Hann var fréttamaður á Tímanum frá 1951 til 1959, á Alþýðublaðinu frá 1959-1962 og ritstjóri Tímans frá 1962 til 1973 og svo aftur frá 1987 til 1991.

Hann var framkvæmdastjóri Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum 1974.

Indriði er faðir rithöfundarins Arnaldar Indriðasonar.

Skáldsögur

breyta
  • Sjötíu og níu af stöðinni (1955)
  • Land og synir (1963)
  • Þjófur í paradís (1967)
  • Norðan við stríð (1971)
  • Unglingsvetur (1979)
  • Keimur af sumri (1987)

Smásagnasöfn

breyta
  • Sæluvika (1951)
  • Þeir sem guðirnir elska (1957)
  • Mannþing (1965)
  • Vafurlogar (1984) – Safn af áður útgefnum smásögum og úrval úr fyrri verkum.
  • Átján sögur úr álfheimum (1986)

Ljóð

breyta
  • Dagbók um veginn (1973, aukin og endurskoðuð útgáfa 1982)

Leikverk

breyta
  • Húðir Svignaskarðs (1988)

Ævisögur og viðtalsbækur

breyta

Annað

breyta
  • Þjóðhátíðin 1974 (1987)
  • Bréf til Sólu (1983) – umsjón með útgáfu
  • Ýmsar blaðagreinar og bókakaflar

Heimildir

breyta

Kristján B. Jónasson. „Formáli“. Sjötíu og níu af stöðinni. Íslensku bókaklúbbarnir, 2001: . .

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.