Saga Medica
SagaMedica er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2000 og þróar og framleiðir jurtir úr íslenskri náttúru sem hafa lækningamátt. Forsenda starfseminnar er sú tiltrú að heimsmarkaður fyrir náttúrvörur fari vaxandi á næstu árum sérstaklega á þeim vörum sem grundvallast á gæðum hráefnis og framleiðslu og vísindalegum rannsóknum. Fyrirtækið notar ætihvönn í vörur sínar sem markaðsettar eru bæði hér heima og erlendis. Nýlega hafa náttúrulyf eins og Jóhannesarjurt verið sett á markað hér á landi en sífellt er verið að gera rannsóknir á virkni nýrra jurta. Íslensk löggjöf greinir náttúruvörur og náttúrulyf frá lyfjum. Náttúruvörur innihalda náttúruefni sem annaðhvort eru fæðubótarefni eða teljast á annan hátt geta haft hollustugildi. Fæðubótarefni eru hluti af flokknum náttúruvörum og eru þær vörutegundir sem innihalda aðallega vítamín og steinefni.[1]