Ingiríður Danadrottning

Ingiríður Danadrottning (Ingrid Victoria Sofia Louise Margareta) (28. mars 19107. nóvember 2000) var drottning Danmerkur frá 1947-1972 en Ingiríður var eiginkona Friðriks 9. Danakonungs. Dóttir þeirra er Margrét Þórhildur sem var drottning Danmerkur árin 1972 - 2024.

Ingiríður árið 1954.

Ingiríður var dóttir Gústafs Adolfs 6. Svíakonungs og fyrstu konu hans Margrétar prinsessu af Connaught. Árið 1935 gekk Ingiríður í hjónaband með Friðriki, sem þá var krónprins Danmerkur. Hjónin eignuðust þrjár dætur, Margréti Þórhildi Danadrottningu, Benediktu prinsessu af Sayn-Wittgenstein-Berleburg og Önnu Maríu fyrrum Grikklandsdrottningu.

Friðrik eiginmaður Ingiríðar varð kóngur í Danmörku árið 1947 og Ingiríður varð þá drottning. Ingiríður breytti um margt ásýnd dönsku krúnunnar. Hún aflétti mörgum eldri hefðum krúnunnar og skapaði afslappaðra andrúmsloft við opinberar móttökur. Friðrik Danakonungur lést árið 1972 og dóttir þeirra Margrét Þórhildur varð drottning.

Heimild

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Ingrid of Sweden“ á ensku útgáfu Wikipedia. Skoðað 16. febrúar 2021.