Sænska kirkjan
Sænska kirkjan (sænska: Svenska kyrkan) er stærsta kristna kirkjan í Svíþjóð og önnur stærsta evangelíska-lútherska kirkja heims. Hún skiptist í 13 biskupsdæmi. Í forsvari er erkibiskupinn af Uppsölum. Antje Jackelén er nú erkibiskup og er fyrst kvenna til að gegna embættinu.
Uppruna kirkjunnar má rekja til ársins 1536 þegar Gústaf Vasa konungur lagði grunninn að henni sem sjálfstæðri einingu og klauf frá kaþólsku kirkjunni. Var það hluti af siðaskiptunum sem breiddist út um Evrópu. Konur fengu að gerast prestar árið 1960.
Sænska kirkjan í nútímanum er þekkt fyrir frjálslynda afstöðu sína. Til dæmis gagnvart samkynhneigðum. En kirkjan hefur tekið þátt í Gay Pride göngu[1] og gefur saman samkynhneigða. Eva Brunne, biskupinn af Stokkhólmi, varð fyrsti lesbíski biskup heims árið 2009.
Árið 2000 varð aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð og eftir það hefur meðlimum kirkjunnar snarfækkað. En þar til ársins 1996 voru ungabörn sjálfkrafa skráð í sænsku kirkjuna. Árið 2022 voru tæp 54% Svía meðlimir sænsku kirkjunnar.[2] Um 2% Svía sækja reglulega guðsþjónustu samkvæmt Gallup könnun árið 2009. Minna en fjórðungur sænskra unglinga fermdist hjá kirkjunni árið 2017.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Church of Sweden“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. september 2016.
Tilvísanir
breyta- ↑ Sænska kirkjan þáttakandi í Gay Pride í Stokkhólmi Mbl. Skoðað 5. september, 2009
- ↑ „Svenska kyrkan i siffror“. Svenska kyrkan (sænska).