Empire (bók)
Empire eða Veldið er bók eftir Michael Hardt og Antonio Negri sem kom út árið 2000. Höfundar skýra þar eðli valds og nota hugtakið lífvald yfir vald sem birtist sem ítök í öllu lífi bæði nýtingu valds til framleiðslu á vörum og til tímgunar, ósýnilegt vald sem umlykur allt.
Í bókinni er lýst umbreytingu frá heimsvaldastefnu nútímans sem byggist í kringum þjóðríki til póstmódernískt netkerfis sem höfundar kalla Veldið sem nær yfir allt líf út út fyrir þjóðríkin án þess að hafa neina miðju. Heimsskipan einkennist af íhlutun (e. intervention) sem alltaf birtist sem undantekning, það þurfi að gera innrásir í ríki til að stilla til friða. Veldið sé ekki heimsvaldastefna einstakra ríkja heldur lífrænt yfirþjóðlegt valdanet án miðju og ytra borðs. Andófshreyfingar geta ekki barist við ósýnilegan óvin sem þó umlykur allt heldur verið dreifðar og ósamstæðar og lagt til atlögu hvar sem er. Höfundar telja þjóðríkið búið að vera og andófshreyfingar þurfi að ná saman í stóru netkerfi. Andóf verði ummyndað framhald af byltingarhreyfingum 20. aldar.
Heimildir
breyta- Hjörleifur Finnsson, „Af nýju lífvaldi: Líftækni, nýfrjálshyggja og lífsiðfræði“, Hugur 15 (1) (2003, útg. 01.01.2004), bls. 174 - 196.
- Viðar Þorsteinsson, „Hið nýja veldi“, Lesbók Morgunblaðsins 26. júlí 2003, bls. 10.
- Lífpólitísk framleiðsla, Hugur, 1. tölublað (01.01.2004), Blaðsíða 150