Skippers d'Islande (franska: „Íslandsskipstjórarnir“) er eina alþjóðlega siglingakeppnin sem fram fer við Ísland. Hún hefur verið haldin á 3ja ára fresti frá árinu 2000. Í keppninni eru sigldir þrír leggir milli bæjarins Paimpol í Frakklandi og Reykjavíkur með viðkomu á einhverjum þriðja stað á Íslandi eða í Frakklandi. Keppnin er haldin til að minnast franskra skútusjómanna sem sóttu á Íslandsmið á 19. og 20. öld.

Skippers d'Islande er opin öllum bátum en í keppninni árið 2009 er gert ráð fyrir tveimur flokkum: Class 40 og IRC-forgjöf.

Keppnir

breyta

Í keppninni 2009 var ætlunin að sigla frá Paimpol í lok júní og þaðan vestur fyrir Bretlandseyjar til Reykjavíkur. Þaðan átti svo að sigla í suðaustur, milli Hjaltlandseyja og Skotlands og suður eftir austurströnd Bretlands til Gravelines í Frakklandshluta Flandurs og síðan þaðan aftur til Paimpol. Snemma árs 2009 var tilkynnt að keppninni væri frestað um eitt ár þar sem illa gengi að ná markmiðum um fjölda þátttakenda.

Árið 2006 tóku nítján áhafnir þátt í keppninni, miklu fleiri en í fyrri keppnum. Siglt var frá Paimpol til Reykjavíkur, þaðan til Grundarfjarðar á Snæfellsnesi og síðan sömu leið aftur til Paimpol án viðkomu í Reykjavík. Vegna óveðurs á bakaleiðinni þurftu flestir keppendur að leita vars í Grindavík áður en haldið var yfir Atlantshafið. Úrslit voru kynnt í fjórum flokkum: Open 50, Open 40, IRC-forgjöf og flokki tvíbytna.

Siglt var frá Paimpol til Reykjavíkur og þaðan til Akureyrar og síðan austur fyrir land aftur til Paimpol.

Fyrsta árið sem keppnin var haldin voru aðeins sigldir tveir leggir, frá Paimpol til Reykjavíkur og aftur til baka sömu leið. Íslenska áhöfnin BESTA tók þátt og var fyrst í mark báða leggina. Áhöfnin leigði 62 feta skútu í Frakklandi er bar nafn styrktaraðilans BESTA í keppninni. Ritað risastórum stöfum í stórsegl og belgsegl skútunnar.

Tenglar

breyta