70 mínútur

70 Mínútur var íslenskur skemmtiþáttur sem var sýndur í 70 mínútur á hverjum virkum degi á sjónvarpsstöðinni Popp Tíví á árunum 2000 til 2004. Þátturinn byggðist upp af spjalli og hinum ýmsu innskotum eins og til dæmis: Áskorun, ógeðisdrykkur, falin myndavél, fríkað úti ásamt öðrum uppátækjum. Sigmar og Jóhannes voru aðal þáttastjórnendurnir svo komu Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson til þess að hjálpa. Síðar voru þeir meira og meira í þáttunum og urðu einir af stjórnendum þáttarins þegar Jóhannes hætti, en þá voru Auðunn, Sigmar og Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) með þáttinn. Þeir gáfu út diskinn Besta úr 70 Mínútum sem seldist í yfir 5.000 eintökum og Besta úr 70 Mínútum 2 sem seldist í yfir 10.000 eintökum. Þeir gáfu einnig út diskinn Besta úr 70 Mínútum 3. Sigmar hætti í þættinum 2003 og voru þeir Auðunn og Sverrir (Auddi og Sveppi) einir með þáttinn þar til í byrjun árs 2004 þegar Pétur Jóhann Sigfússon gekk til liðs við þá, en hann hafði leikið með þeim í Svínasúpunni. Þeir stýrðu þættinum til 20.desember 2004 ásamt innslögum frá Huga Halldórssyni eða Ofurhuga. Fyrir framlag sitt til þáttanna hlaut Sverrir tilnefningu til Eddu verðlaunana sem sjónvarpsmaður ársins. Þættirnir hættu svo 2005 en færðust yfir á Stöð 2 með nafninu Strákarnir nema að sá þáttur var bara í 25 mínútur og hann var ekki í beinni.

DagskrárliðirBreyta

 • Ógeðisdrykkur
 • Tilraun
 • Falin myndavél
 • Áskorun
 • Fríkað úti
 • Ofurhugi
 • Blaðamannafundur
 • Maðurinn skemmdur
 • Dýraríkið
 • Ísland í gær
 • Strætóbílstjóri dagsins
 • Spurning dagsins
 • Afmælis dagbók
 • Róbert leigubílstjóri dagsins
 • Sveppahorn
 • Gestur dagsins
 • Stjórnun
 • Íþróttamót
 • Truflun
 • Vinnustaðahrekkur
 • Götuspjall
 • Íslandsmet
 • Erlendar fréttir
 • Dalalíf
 • Kubbi byggir
 • Grænir fingur
 • Þúsundfjalarinn
 • Kvikmynd kvöldsins