Jadon Sancho
Jadon Malik Sancho (fæddur 25. mars 2000) er enskur knattspyrnumaður sem spilar með Chelsea FC (á láni frá enska félaginu Manchester United) og enska landsliðinu. Sancho var í yngri flokkum Watford FC og Manchester City áður en hann hélt til Þýskalands, þ.e. þýska félagsins Borussia Dortmund. Hann vakti athygli þar og skoraði sem og gaf margar stoðsendingar á tíma sínum þar.
Jadon Sancho | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Jadon Malik Sancho | |
Fæðingardagur | 25. mars 2000 | |
Fæðingarstaður | London, England | |
Hæð | 1,80m | |
Leikstaða | Kantmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Chelsea FC | |
Númer | 7 | |
Yngriflokkaferill | ||
2007-2015 2015-2017 |
Watford FC Manchester City | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2017-2021 | Borussia Dortmund | 104 (38) |
2021- | Manchester United | 58 (9) |
2024 | Borussia Dortmund | 14 (2) |
2024- | Chelsea FC | 0 (0) |
Landsliðsferill2 | ||
2015-2016 2017-2018 2018- |
England U16 England U19 England |
11 (7) 7 (2) 20 (3) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Sumarið 2021 fóru sögur af Sancho og samningi við Manchester United að verða háværari en United hafði reynt að fá hann til liðs við sig árið áður. Sancho var svo staðfestur hjá félaginu í júlí 2021 og var verðið 85 miljón evra. [1] Sancho gekk ekki vel hjá United og lenti loks upp á kant við Erik Ten Hag þjálfara liðsins. Hann var lánaður til Dortmund í janúar 2024 og til Chelsea tímabilið 2024-2025.
Heimild
breytaTilvísanir
breyta- ↑ MU klófesti Sancho Rúv, skoðað 1/7 2021