Musterishæðin

(Endurbeint frá Musterisfjallið)

31°46′40.7″N 35°14′8.9″A / 31.777972°N 35.235806°A / 31.777972; 35.235806

Templemount, Musterishæði
Musterishæðin í Jerúsalem

Musterishæðin er nokkurs konar upphækkað torg fyrir ofan vestur musterisvegginn í Jerúsalem, þar voru tvö musteri gyðingdóms til forna staðsett. Hæðin er jafnfram eitt helgasta svæði Íslams, á eftir Mekka og Medína, og hefur verið miðpunktur deilna og spennu í árhundruðir. Í dag heyrir hæðin undir Ísraelsríki en er undir stjórn Palestínumanna (Wagf). Gyðingum ásamt fólki utan Íslam er heimilt að heimsækja svæðið en gyðinglegar bænir eru þar bannaðar ,ekki eru allir hlynntir stjórn Múslima yfir hæðinni. Oft hefur komið til ofbeldis á hæðinni og hafa ísraelskar hersveitir takmarkað aðgang að svæðinu þegar ástandið hefur verið eldfimt.[1]

Mikilvægi hæðarinnar fyrir Gyðingdóm

breyta

Mustestinhæðin eða Har Habayit eins og skrifað er á hebresku er að jafnaði sögð vera hæðin þar sem Abraham sýndi Guði hollustu sína með því að fara með son sinn Ísak upp á hæðina til fórnar Guði. Hæðin er einnig staður beggja mustera gyðinga, hið fyrra var reist af Salómon konungi og var lagt í rúst á herleiðingartímabilinu 586 f.kr, þegar Babylóníumenn réðust inn í Ísrael. Seinna musterið var reist á sjöttu öld f.kr og stóð á hæðinni í nærri 600 ár eða þar til það var lagt í rúst 70 e.kr af Rómverjum og Ísraelsmenn voru gerði brottrækir í kjölfarið. Gyðingar syrgja enn þann dag í dag eyðileggingu musteranna á föstunni Tisha B´av. Samkvæmt gyðinglegum hefðum verður þriðja musterið reist þegar Messías birtist.[2]

Mikilvægi hæðarinnar fyrir Íslam

breyta

Musterishæðin eða Al Aksa (المغرب الأقصى) er nefn í Kóraninum þar sem hún birtist Múhameð í sýn. Al Aksa þýðir „fjarlægur staður“ og vísar til landfræðilegrar staðsetningar langt frá Mekka. Iðulega er vísað til Al Aksa sem þriðja helgasta stað Islam, á eftir Mekka og Medína. Talið er að núverandi moskan sé byggð á þeim stað þar sem Salómon konungur hafi byggt sér glæsilega höll sunnan við musterið. Al Aksa-moskan var byggð á bilinu 709 - 715 e.kr Í gegnum árin hefur moskan orðið fyrir skemmdum af völdum jarðskjálfta en jafnharðan verið endurreist. Nokkrar áberandi súlur austan við hvelfingunar eru hluti af upprunalegu moskunni sem hafa varðveist í gegnum tíðina.[3]

Musterisriddarar

breyta

Eftir að kristnir hermenn náðu Jerúsalem undir sitt vald í fyrstu krossferðinni árið 1099 hófu pílagrímar för sína frá Evrópu til landsins helga. Margir þeirra urðu ræningjum að bráð á leið sinni, voru rændir og myrtir á leið um landsvæði undir stjórn múslima. Í kringum árið 1118 setti franskur riddari, Hugues de Payens, saman hernaðarreglu sem hann kallaði hinu fátæku hermenn Krists og musteris Salómon en seinna urðu þeir þekktir sem Musterisriddararnir. Þeir nutu stuðnings Baldvins II, konungs Jerúsalems og settu upp höfuðstöðvar sínar á hinni helgu hæð, musterishæðinni, þaðan er nafn reglunnar komið og hétu þeir að vernda kristna menn í Jerúsalem.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. „What Is the Temple Mount?“. My Jewish Learning (bandarísk enska). Sótt 15. mars 2021.
  2. „What Is the Temple Mount?“. My Jewish Learning (bandarísk enska). Sótt 15. mars 2021.
  3. „Allah and The Temple Mount“. www.templemount.org. Sótt 16. mars 2021.
  4. Editors, History com. „Knights Templar“. HISTORY (enska). Sótt 17. mars 2021.