Charles M. Schulz
Bandarískur myndasöguhöfundur
Charles Monroe „Sparky“ Schulz (26. nóvember 1922 — 12. febrúar 2000) var bandarískur skopmyndateiknari og myndsöguhöfundur sem er þekktastur fyrir myndasögurnar um Smáfólkið. Hann er talinn vera einn af áhrifamestu myndasöguhöfundum heims. Á hátindi vinsælda sinna birtust myndasögurnar um Smáfólkið í 2600 dagblöðum í 75 löndum. Schulz teiknaði á 50 árum 17.897 myndasögur um Smáfólkið. Síðasta myndasagan birtist daginn eftir andlát hans.