Kirsty MacColl
Kirsty Anna MacColl (10. október 1959 – 18. desember 2000) var ensk söngkona og lagahöfundur, dóttir þjóðlagasöngvarans Ewan MacColl og Jean Newlove. Hún er einna þekktust fyrir lagið „They Don't Know“ sem varð alþjóðlegur smellur í flutningi Tracey Ullman árið 1983 og fyrir að syngja kvenröddina í „Fairytale of New York“ í flutningi The Pogues. Hún söng inn á mikið af hljómplötum sem eiginmaður hennar, Steve Lillywhite, framleiddi með hljómsveitum á borð við The Smiths, Simple Minds og Talking Heads. Hún lést við köfun í Mexíkó þegar bátur sigldi á hana.