2013
ár
(Endurbeint frá Febrúar 2013)
Árið 2013 (MMXIII í rómverskum tölum) var 13. ár 21. aldar samkvæmt gregoríska tímatalinu og almennt ár sem hófst á þriðjudegi.
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 7. janúar - Breski tónlistarmaðurinn David Bowie gaf frá sér smáskífuna „Where Are We Now“ eftir 10 ára hlé.
- 10. janúar - Yfir 100 létust í röð sprengjuárása í Quetta í Pakistan.
- 11. janúar - Borgarastyrjöldin í Malí: Franski herinn sendi liðsstyrk til stuðnings stjórninni í Malí.
- 12. janúar - Alþýðufylkingin stofnuð í Reykjavík.
- 14. janúar - Fyrsta Rammaáætlun fyrir Ísland var samþykkt á Alþingi.
- 15. janúar - Hrossakjötshneykslið hófst þegar upp komst að sláturhús í Bretlandi og Írlandi höfðu selt hrossakjöt sem nautakjöt.
- 15. janúar - Kóreski tölvuleikurinn ArcheAge kom út.
- 15. janúar - Tommy Remengesau tók við embætti forseta Palá.
- 16. janúar - Liðsmenn Al-kaída tóku hundruð erlendra starfsmanna gasvinnslustöðvar við In Amenas í Alsír í gíslingu. 37 gíslar og einn öryggisvörður létu lífið, auk 29 hryðjuverkamanna þegar öryggissveitir réðust til atlögu tveimur dögum síðar.
- 17. janúar - Vilborg Arna Gissurardóttir kom á Suðurpólinn og lauk þar með áheitagöngu sinni, 1140 km, sem hún gekk til styrktar kvennadeild Landspítala Íslands. Gangan tók 60 daga.
- 17. janúar - Bandaríski hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong játaði misnotkun lyfja í viðtali hjá Oprah Winfrey.
- 21. janúar - Austurríkismenn kusu að halda herskyldu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 23. janúar - Fyrstu Pebble-snjallúrin komu á markað.
- 27. janúar - 242 létust þegar eldur kom upp á dansstað í borginni Santa Maria í Brasilíu.
- 27. janúar - Stein Reinertsen varð fyrsti biskup norsku kirkjunnar kjörinn af kirkjunni sjálfri eftir siðaskiptin.
- 28. janúar - EFTA-dómstóllinn felldi úrskurð sinn í máli ESA gegn Íslandi. Dómstóllinn sýknaði Ísland af öllum liðum ákærunnar og hafnaði öllum kröfum sem gerðar voru á hendur þjóðinni.
Febrúar
breyta- 4. febrúar - Erfðafræðirannsóknir á líkamsleifum sem fundust í Englandi 2012 virtust staðfesta að þær væru úr Ríkharði 3.
- 6. febrúar - Jarðskjálfti reið yfir Salómonseyjar og skapaði flóðbylgju.
- 7. febrúar - Matvælaframleiðandinn Findus tilkynnti að stór hluti matvæla sem sagt var að innihéldi nautakjöt, innihéldi í raun hrossakjöt.
- 7. febrúar - 51 lést þegar rúta lenti í árekstri við vörubíl og sportjeppa í Chibombo í Sambíu.
- 12. febrúar - Norður-Kórea gerði tilraun með kjarnorkusprengingu neðanjarðar sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana alþjóðasamfélagsins.
- 14. febrúar - Suðurafríska fyrirsætan Reeva Steenkamp var skotin til bana af kærasta sínum, ólympíumeistaranum Oscar Pistorius.
- 15. febrúar - Tsjeljabinskloftsteinninn splundraðist í 23 km hæð yfir jörðu.
- 21. febrúar - Bandarískir vísindamenn prentuðu eyra með þrívíddarprentara, kollageni og dýrafrumum.
- 21. febrúar - Sprengjuárásin í Hyderabad 2013: 17 létust þegar sprengja sprakk í Hyderabad á Indlandi.
- 21. febrúar - 83 létust þegar röð bílasprengja sprakk í höfuðborg Sýrlands, Damaskus.
- 28. febrúar - Benedikt 16. lét af embætti sem páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hann var fyrsti páfinn sem sagði af sér frá árinu 1294.
Mars
breyta- 6. mars - Á skömmum tíma snjóaði mikið og hvessti veður á Íslandi. Færð varð mjög slæm víða um land og 15 til 20 bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk.
- 12. mars - Íbúar Falklandseyja kusu að vera áfram hluti Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 13. mars - Jorge Mario Bergoglio var kjörinn páfi og tók sér nafnið Frans.
- 14. mars - Xi Jinping varð forseti Kína.
- 19. mars - 98 létust í röð samræmdra hryðjuverkaárása í Bagdad og annars staðar í norðurhluta Írak.
- 20. mars - Kvikmyndin Queen of Montreuil var frumsýnd.
- 24. mars - Forseti Mið-Afríkulýðveldisins, François Bozizé, flúði til Austur-Kongó þegar uppreisnarmenn náðu höfuðborginni, Bangví, á sitt vald.
- 25. mars - Evrópusambandið samþykkti 10 milljarða evra björgunarpakka handa Kýpur.
- 27. mars - Kanada dró sig út úr samningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun.
- 29. mars - Stjórn Norður-Kóreu lýsti yfir stríðsástandi gagnvart Suður-Kóreu.
- 31. mars - Fyrsta tilvikið þar sem fuglaflensuveiran H7N9 smitaðist í mann greindist í Kína.
Apríl
breyta- 2. apríl - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Vopnasölusáttmálann.
- 2. apríl - Flóðin í Búenos Aíres 2013: Yfir 60 fórust í flóðum vegna metúrkomu í Búenos Aíres í Argentínu.
- 9. apríl - 32 fórust í Bushehr-jarðskjálftanum í Íran.
- 14. apríl - Nicolás Maduro var kjörinn forseti Venesúela.
- 15. apríl - Tvær sprengjur sprungu í Bostonmaraþoninu með þeim afleiðingum að 3 létust og 264 særðust.
- 24. apríl - 1.134 textílverkamenn létust þegar Rana Plaza í Bangladess hrundi.
- 27. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur og bætti við sig 10 þingmönnum.
- 30. apríl - Vilhjálmur Alexander varð konungur Hollands.
Maí
breyta- 7. maí - Flutningaskipið Jolly Nero rakst utan í turn í Genúahöfn með þeim afleiðingum að 9 létust.
- 14. maí - 51 lést og 140 særðust þegar bílsprengja sprakk í tyrkneska bænum Reyhanlı.
- 15. maí - Bandarískir vísindamenn lýstu í fyrsta sinn klónun mennskra stofnfruma í grein í Nature.
- 17. maí - Skjalamálið í Danmörku: Tveir menn voru dæmdir í fangelsi fyrir að hafa stolið skjölum um danska nasista úr ríkisskjalasafninu.
- 18. maí - Emmelie de Forest sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2013 fyrir Danmörku með laginu „Only Teardrops“.
- 19. maí - Uppþotin í Stokkhólmi 2013 hófust með íkveikjum í Husby og stóðu næstu þrjú kvöld.
- 22. maí - Flóðin í Austur-Noregi 2013: Hluti bæjarins Kvam í Guðbrandsdal í Noregi eyðilagðist í flóðum.
- 23. maí - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við embætti forsætisráðherra Íslands.
- 25. maí - Hallsteinsgarður í Grafarvogi var vígður.
- 25. maí - Sikileyski presturinn Pino Puglisi sem mafían myrti 1993 var lýstur sæll af kaþólsku kirkjunni.
- 27. maí - Mótmælin í Gezi-garði í Istanbúl hófust.
- 31. maí - Stærsti skýstrokkur sem mælst hefur, El Reno-skýstrokkurinn, gekk yfir El Reno, Oklahoma, í Bandaríkjunum.
Júní
breyta- 4. júní - Flóðin í Evrópu 2013: 4 létust þegar árnar Saxelfur og Saale flæddu yfir bakka sína.
- 6. júní - Edward Snowden greindi fréttamiðlum frá víðtækum persónunjósnum Bandaríkjastjórnar og flúði síðan land.
- 8. júní - Magdalena Svíaprinsessa gekk að eiga Christopher O'Neill.
- 10. júní - Mótmælin í Gezi-garði: Fjöldi manna lést í átökum mótmælenda og lögreglu í Tyrklandi.
- 11. júní - Gríska ríkisútvarpið ERT var lagt niður vegna niðurskurðar.
- 11. júní - Baron Waqa var kjörinn forseti af þingi Nárú.
- 14. júní - Flóðin í Norður-Indlandi 2013: Óvenjumiklar rigningar sköpuðu flóð og skriður í og við Uttarakhand á Indlandi með þeim afleiðingum að þúsundir fórust.
- 14. júní - Hassan Rouhani var kjörinn forseti Íran.
- 14. júní - Airbus A350 þreytti jómfrúarflug sitt.
- 23. júní - 13 létust og 30 slösuðust þegar rúta með rúmensku ferðafólki hrapaði niður í gjá sunnan við Podgorica í Svartfjallalandi.
Júlí
breyta- 1. júlí - Króatía varð aðili að Evrópusambandinu.
- 2. júlí - Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð var birt þar sem rekstur Íbúðalánasjóðs á undangengnum árum var harðlega gagnrýndur.
- 3. júlí - Mohamed Morsi, forseta Egyptalands, var steypt af stóli af Egyptalandsher. Valdaránið leiddi til öldu ofbeldis í landinu.
- 6. júlí - Í Yobe-fylki í Nígeríu réðust hryðjuverkamenn úr Boko Haram inn í skóla og brenndu 42 kennara og nemendur lifandi.
- 6. júlí - Járnbrautarslysið við Lac-Mégantic: Bensínflutningavagnar í járnbrautarlest við Lac-Mégantic í Kanada sprungu með þeim afleiðingum að 42 létust.
- 9. júlí - Bandaríski tölvuleikurinn Dota 2 kom út.
- 12. júlí - Malala Yousafzai ávarpaði Sameinuðu þjóðirnar í New York á 16 ára afmælisdegi sínum og krafðist réttinda til menntunar fyrir alla.
- 19. júlí - Bandaríski gamanþátturinn Liv og Maddie hóf göngu sína á Disney Channel.
- 21. júlí - Filippus Belgíukonungur tók við embætti.
- 24. júlí - Járnbrautarslysið í Santiago di Compostela: 79 fórust þegar lest fór út af sporinu á járnbrautarbrú á Spáni.
- 28. júlí - Strætisvagn hrapaði af brú í ítalska bænum Monteforte Irpino með þeim afleiðingum að 40 fórust.
- 28. júlí - Gimsteinaránið í Cannes 2013: Gimsteinum að andvirði 136 milljón dala var stolið frá hótelherbergi Carlton-hótelsins í Cannes.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir skattsvik.
- 3. ágúst - Hassan Rouhani varð forseti Írans.
- 10. ágúst - Yfir 70 létust í hrinu hryðjuverkaárása í Írak eftir að Ramadan lauk.
- 14. ágúst - Ráðist var á mótmælabúðir stuðningsmanna Mohamed Morsi í Egyptalandi og 2.600 drepin. Samtökin Human Rights Watch lýstu atburðunum sem mestu fjöldamorðum á mótmælendum í sögu samtímans.
- 17. ágúst - Harðangursbrúin í Noregi var opnuð fyrir umferð.
- 21. ágúst - 1.429 létust þegar Sýrlandsher gerði efnavopnaárás á borgina Ghouta.
- 22. ágúst - Fyrsta útgáfa Kjarnans, stafræns fréttatímarits kom út.
- 28. ágúst - Bresk-bandaríska kvikmyndin Gravity var frumsýnd.
- 29. ágúst - Breska þingið hafnaði tillögu um beitingu hervalds í Sýrlandi.
September
breyta- 4. september - 140. og síðasti þáttur Futurama var sendur út.
- 9. september - Borgaralegu flokkarnir í Noregi, undir forystu Ernu Solberg, fengu mesta meirihluta sem nokkurt kosningabandalag hafði fengið frá stríðslokum.
- 11. september - Yfir 1,6 milljón manns mynduðu mennska keðju í Katalóníu, Vía Catalana, til að kalla eftir sjálfstæði héraðsins.
- 13. september - Bein nýrrar manntegundar, Homo naledi, fundust í helli í Suður-Afríku.
- 17. september - Strandaða skemmtiferðaskipið Costa Concordia var rétt við. Aðgerðin tók 19 tíma.
- 19. september - Skip Greenpeace, Arctic Sunrise, var tekið af rússnesku strandgæslunni og allir 30 áhafnarmeðlimir handteknir.
- 21. september - Hryðjuverkamenn á vegum al-Shabaab frá Sómalíu gerðu árás á Westgate-verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Kenýa og myrtu fólk í tugatali.
- 22. september - Kirkjusprengingin í Peshawar: 127 létust þegar sprengja sprakk við kirkju í Peshawar í Pakistan.
- 29. september - Blóðbaðið í Gujba: Liðsmenn Boko Haram réðust inn í skóla í Yobe-fylki í Nígeríu og myrtu 44 nemendur og kennara.
Október
breyta- 2. október - Franska kvikmyndin Eyjafjallajökull var frumsýnd.
- 2. október - Bandaríska alríkislögreglan lokaði vefsíðunni Silk Road.
- 3. október - 339 flóttamenn fórust undan strönd Lampedusa þegar bát þeirra hvolfdi.
- 7. október - Stöð 3 hóf göngu sína.
- 9. október - Yoko Ono var útnefnd heiðursborgari Reykjavíkur.
- 10. október - Minamatasamningurinn um kvikasilfur var samþykktur af 140 löndum.
- 11. október - 38 fórust þegar bát með flóttafólki hvolfdi í Sikileyjarsundi.
- 13. október - Troðningur í hindúahofi í Madhya Pradesh á Indlandi varð til þess að 89 létust.
- 15. október - Yfir 170 fórust í jarðskjálfta í Bohol á Filippseyjum.
- 15. október - Antje Jackelén varð fyrst kvenna erkibiskup sænsku kirkjunnar.
- 18. október - Sádí-Arabía hafnaði sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það var í fyrsta sinn sem land hafði hafnað sæti.
- 19. október - Fiðla Wallace Hartley sem fundist hafði í flaki Titanic var seld á 900.000 sterlingspund.
- 21. október - Hópur fólks sem mótmælti veglagningu um Gálgahraun í Garðabæ var handtekinn.
- 24. október - Nýr íslenskur 10.000 króna seðill var settur í umferð. Prentuð voru 4.000.000 stykki af honum eða 40 milljarðar króna.
- 28. október - Lík 35 flóttamanna sem látist höfðu úr þorsta eftir að bifreið þeirra bilaði fundust í Saharaeyðimörkinni í Níger.
- 29. október - Lestargöngin Marmaray undir Bospórus voru tekin í notkun.
- 30. október - Lík 87 flóttamanna fundust í Saharaeyðimörkinni í Níger nálægt landamærunum að Alsír, þar af voru 48 börn og 37 konur.
Nóvember
breyta- 1. nóvember - Skáldsagan Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason kom út.
- 5. nóvember - Indverska geimfarinu Mars Orbiter Mission var skotið á loft.
- 8. nóvember - Fellibylurinn Haiyan, sem er sá öflugasti sem gengið hefur á land í heiminum, reið yfir Filippseyjar. Borgin Tacloban varð rústir einar. Tugir þúsunda manna fórust og hundruð þúsunda lentu á vergangi. Hjálparstarf gekk illa meðal annars vegna vatnavaxta og vegaskemmda.
- 13. nóvember - Nýr skýjakljúfur á lóð Tvíburaturnanna í New York, 4 World Trade Center, var vígður með viðhöfn.
- 14. nóvember - Dýrasti demantur heims, Pink Star, var seldur á 83 milljónir dala.
- 17. nóvember - 44 létust þegar Tatarstan Airlines flug 363 fórst við Kazan í Rússlandi.
- 20. nóvember - Lekamálið kom upp á Íslandi þegar Morgunblaðið og Fréttablaðið birtu upplýsingar úr minnisblaði frá Innanríkisráðuneytinu.
- 21. nóvember - Kreppan í Úkraínu hófst þegar Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningi að inngöngu í Evrópusambandið.
- 22. nóvember - Norðmaðurinn Magnus Carlsen varð heimsmeistari í skák er hann sigraði Viswanathan Anand í einvígi um heimsmeistaratitilinn.
- 24. nóvember - Íran samþykkti að takmarka kjarnorkuáætlun sína gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt.
- 27. nóvember - Bandaríska teiknimyndin Frosinn var frumsýnd.
- 30. nóvember - Tilkynnt var um Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána, svokölluð skuldaleiðrétting verðtryggðra húsnæðislána almennings sem krafa hafði verið uppi um að eitthvað yrði gert í allt frá bankahruninu 2008.
- 30. nóvember - Tölvuhakkarinn AgentCoOfficial braust inn í tölvukerfi Vodafone Ísland og náði trúnaðargögn viðskiptavina Vodafone, þar með talin SMS-skilaboðum og setti á netið.
Desember
breyta- 2. desember - Til skotbardaga kom á milli manns nokkurs og lögreglu í Árbæjarhverfi. Maðurinn varð fyrir skoti frá lögreglu og lést af völdum þess.
- 4. desember - Árásirnar í Írak 4. desember 2013: 35 létust í röð árása í Kirkuk í Írak.
- 5. desember - Haldið var málþing í Landsbókasafni Íslands í tilefni af tíu ára afmæli íslensku Wikipediu.
- 7. desember - Níundi ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar samþykkti Balípakkann um alþjóðlegar viðskiptahindranir.
- 12. desember - Dómar féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í svonefndu Al Thani-máli.
- 14. desember - Kínverska ómannaða geimfarið Chang'e 3 sem flutti geimbílinn Yutu, varð fyrst til að lenda mjúklega á Tunglinu.
- 15. desember - Borgarastyrjöldin í Suður-Súdan hófst með átökum milli Núera og Dinka í Júba.
- 16. desember - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: 125 létust þegar Sýrlandsher gerði loftárás á Aleppó.
- 19. desember - Loftið í Apollo-leikhúsinu í London hrundi í miðri sýningu á Furðulegt háttalag hunds um nótt með þeim afleiðingum að 700 meiddust.
- 27. desember - Fyrrum fjármálaráðherra Líbanon, Mohamad Chatah, lést ásamt sjö öðrum í bílsprengju í Beirút.
- 28. desember - 25 létust þegar eldur kom upp í járnbrautarvagni í Andhra Pradesh á Indlandi.
- 29. desember - Téténsk kona gerði sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöð í Volgograd með þeim afleiðingum að 18 létust.
- 29. desember - Þýski ökuþórinn Michael Schumacher slasaðist illa þar sem hann var á skíðum. Honum var haldið sofandi í 6 mánuði eftir slysið.
- 30. desember - Önnur sjálfsmorðssprengjuárás í rútu í Volgograd olli því að 14 létust.
Fædd
breytaDáin
breyta- 1. janúar - Patti Page, bandarísk söngkona (f. 1927).
- 7. janúar - Huell Howser, bandarískur leikari (f. 1945).
- 9. janúar - James M. Buchanan, bandarískur hagfræðingur (f. 1919).
- 11. janúar - Aaron Swartz, bandarískur forritari (f. 1986).
- 14. janúar - Conrad Bain, bandarískur leikari (f. 1923).
- 15. janúar - Nagisa Oshima, japanskur leikstjóri (f. 1932).
- 21. janúar - Michael Winner, breskur leikstjóri (f. 1935).
- 30. janúar - Haraldur Guðbergsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1930).
- 14. febrúar - Ronald Dworkin, bandarískur heimspekingur (f. 1931).
- 19. febrúar - Robert Coleman Richardson, bandarískur eðlisfræðingur (f. 1937).
- 21. febrúar - Hasse Jeppson, sænskur knattspyrnumaður (f. 1925).
- 23. febrúar - Maurice Rosy, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1927).
- 23. febrúar - Þorvaldur Þorsteinsson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1960).
- 28. febrúar - Donald A. Glaser, bandarískur eðlisfræðingur (f. 1926).
- 3. mars - Luis Cubilla, úrúgvæskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1940).
- 5. mars - Hugo Chávez, forseti Venesúela (f. 1954).
- 20. mars - Zillur Rahman, forseti Bangladess (f. 1929).
- 21. mars - Chinua Achebe, nígerískur rithöfundur (f. 1930).
- 28. mars - Richard Griffiths, breskur leikari (f. 1947).
- 1. apríl - Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona (f. 1923)
- 3. apríl - Ruth Prawer Jhabvala, þýskur rithöfundur (f. 1927).
- 4. apríl - Ólafur Halldórsson, íslenskufræðingur (f. 1920).
- 8. apríl - Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands (f. 1925).
- 22. apríl - Ingólfur Júlíusson, íslenskur ljósmyndari (f. 1970).
- 23. apríl - Múhameð Ómar, leiðtogi talíbana (f. 1960).
- 30. apríl - Helgi Sigurður Guðmundsson, íslenskur athafnamaður (f. 1948).
- 6. maí - Giulio Andreotti, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1919).
- 13. maí - Steingrímur Njálsson, íslenskur síbrotamaður (f. 1942).
- 4. júní - Hermann Gunnarsson, íslenskur íþróttafréttamaður, skemmtikraftur, þáttastjórnandi og knattspyrnumaður (f. 1946).
- 19. júní - Ólafur Rafnsson, íslenskur körfuknattleiksmaður (f. 1963).
- 19. júní - James Gandolfini, bandarískur leikari (f. 1961).
- 24. júní - Jóhannes Gijsen, biskup kaþólskra á Íslandi (f. 1932).
- 24. júní - Emilio Colombo, ítalskur forsætisráðherra (f. 1920).
- 1. júlí - Róbert Arnfinnsson, íslenskur leikari (f. 1923).
- 13. júlí - Cory Monteith, kanadiskur leikari (f. 1982).
- 15. júlí - Jóhann G. Jóhannsson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1947).
- 26. júlí - Sung Jae-ki, suðurkóreskur mannréttindafrömuður (f. 1967).
- 27. júlí - Jóhannes Jónsson, íslenskur verslunarmaður og fjárfestir (f. 1940).
- 12. ágúst - Jóhann Hollandsprins (f. 1968).
- 30. ágúst - Seamus Heaney, írskt skáld (f. 1939).
- 2. september - Ronald Coase, bandarískur hagfræðingur (f. 1910).
- 16. september - Kim Hamilton, bandarísk leikkona (f. 1932).
- 4. október - Võ Nguyên Giáp, víetnamskur hershöfðingi (f. 1911).
- 24. október - Zuzzurro, ítalskur leikari (f. 1946).
- 25. október - Marcia Wallace, bandarísk leikkona (f. 1942).
- 17. nóvember - Doris Lessing, breskur rithöfundur (f. 1919).
- 23. nóvember - Jay Leggett, bandarískur leikari (f. 1963).
- 30. nóvember - Paul Walker, bandarískur leikari (f. 1973).
- 5. desember - Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku (f. 1918).
- 11. desember - Regina Derieva, rússneskt skáld (f. 1949).
- 14. desember - Peter O'Toole, enskur leikari (f. 1932).
- 23. desember - Míkhaíl Kalashníkov, rússneskur upfinningamaður (f. 1919).