Jóhann G. Jóhannsson (f. 1947)
íslenskur tónlistarmaður (1947-2013)
- Fyrir aðra má sjá aðgreiningarsíðuna Jóhann G. Jóhannsson.
Jóhann Georg Jóhannsson (22. febrúar 1947 – 15. júlí 2013)[1] var íslenskur tónlistarmaður, listmálari og afkastamikill laga- og textahöfundur. Eitt þekktasta lag hans er „Don't try to fool me“ frá 1973.
Jóhann fæddist í Ytri Njarðvík og stofnaði hljómsveitina Óðmenn árið 1966.[2] Síðar var hann í hljómsveitinni Náttúru og gerði plötuna Íslensk kjötsúpa árið 1979.
Jóhann stofnaði og rak tónleikastaðinn Púlsinn við Vitastíg.[3] Hann lést úr krabbameini 66 ára gamall.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Jóhann G. Jóhannsson látinn – Vísir“. visir.is. Sótt 11. júní 2019.
- ↑ „Jóhann G. Jóhannsson (1947–2013)“. Glatkistan. 25. febrúar 2016. Sótt 11. júní 2019.
- ↑ „Jóhann G. látinn“. www.mbl.is. Sótt 11. júní 2019.