Jóhann G. Jóhannsson (f. 1947)

íslenskur tónlistarmaður (1947-2013)
Fyrir aðra má sjá aðgreiningarsíðuna Jóhann G. Jóhannsson.

Jóhann Georg Jóhannsson (22. febrúar 1947 – 15. júlí 2013)[1] var íslenskur tónlistarmaður, listmálari og afkastamikill laga- og textahöfundur. Eitt þekktasta lag hans er „Don't try to fool me“ frá 1973.

Jóhann fæddist í Ytri Njarðvík og stofnaði hljómsveitina Óðmenn árið 1966.[2] Síðar var hann í hljómsveitinni Náttúru og gerði plötuna Íslensk kjötsúpa árið 1979.

Jóhann stofnaði og rak tónleikastaðinn Púlsinn við Vitastíg.[3] Hann lést úr krabbameini 66 ára gamall.[1]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 „Jóhann G. Jóhannsson látinn – Vísir“. visir.is. Sótt 11. júní 2019.
  2. „Jóhann G. Jóhannsson (1947–2013)“. Glatkistan. 25. febrúar 2016. Sótt 11. júní 2019.
  3. „Jóhann G. látinn“. www.mbl.is. Sótt 11. júní 2019.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.