Aaron Swartz

bandarískur forritari, andófsmaður og aðgerðarsinni (1986-2013)

Aaron Hillel Swartz (8. nóvember 198611. janúar 2013) var bandarískur forritari, rithöfundur, andófsmaður og aðgerðarsinni varðandi málefni Internetsins. Hann tók þátt í að þróa RSS sniðið fyrir vefstrauma og Creative Commons, vefumhverfið web.py og félagsnetið Reddit. Árið 2010 varð hann félagi í rannsóknarteymi við Harvard-háskóla sem stýrt var af Lawrence Lessig. Hann stofnaði nethópinn Demand Progress, sem þekktur er fyrir átakið Stop Online Piracy Act.

Aaron Swartz á Creative Commons viðburði 13. desember 2008

Swartz var handtekinn af lögreglu við MIT háskólann þann 6. janúar 2011 fyrir að hafa hlaðið niður vísindagreinum frá gagnagrunninum JSTOR.