Rammaáætlun (eða: áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða) er áætlun sem umhverfis- og auðlindaráðherra leggur fram sem tillögu til Alþingis eigi síðar en á fjögurra ára fresti í samvinnu við þann ráðherra er fer með orkumál[1]. Í rammaáætlun eru hugmyndir um orkunýtingu flokkaðar í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk. Fyrsta rammaáætlunin var samþykkt 14. janúar 2013[2].

Með áætluninni er leitað málamiðlunar milli verndar, annarrar nýtingar náttúrugæða og orkuframkvæmda.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun“. Sótt 16. mars 2013.
  2. „Þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða“. Sótt 16. mars 2013.
  3. "Um rammaáætlun"[óvirkur tengill]. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Skoðað 07.04.2011
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.