Kasan (rússneska: Казань; Tatar: Казан) er höfuðborg og stærsta borg lýðveldisins Tatarstan í Rússneska sambandsríkinu. Íbúar Kasan eru 1.243.500 (2018) og er borgin sjötta fjölmennasta borg Rússlands. Kasan þykir mikilvæg Rússlandi í trúarlegu, efnahagslegu, pólitísku og vísindalegu tilliti. Hún er ein af mennta-, menningar- og íþróttamiðstöðvum Rússlands. Borgin liggur þar sem fljótin Volga og Kasanka mætast, um 715 km austur af Moskvu.

Kasan.

Eitt helsta kennileiti borgarinnar er Kasan-kremlið sem er borgarvirki á heimsminjaskrá UNESCO.

Heimildir

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.