Aleppó
Aleppó er stærsta borg Sýrlands og höfuðborg Aleppóhéraðs en það er fjölmennasta hérað landsins. Yfir tvær milljónir manna búa í Aleppó. Aleppó var í margar aldir stærsta borg Sýrlands og þriðja stærsta borg Ottómanaveldisins. Aðeins Konstantínópel og Kaíró voru stærri. Aleppó er ein af elstu borgum í heiminum þar sem ennþá er búið. Rekja má búsetu í borginni til 6. árþúsundsins fyrir Krist. Borgin er staðsett miðja vegu milli Miðjarðarhafsins og Mesópótamíu (Írak nútímans).
Undir stjórn Tyrkjasoldáns varð Aleppó að einni helstu verslunarborg austurlanda fram að 18. öld.
Sýrlenska borgarastyrjöldin hefur leikið borgina grátt, stórir hlutar eru eyðilagðir eftir loftárásir og íbúar hafa flúið.