Kollagen

Algengasta byggingarprótein dýra

Kollagen er hópur náttúrulegra próteina (eggjahvítuefna) sem finnst í ríkum mæli í bandvef allra dýra, þar með talið manna og fiska. Í náttúrunni finnst það eingöngu í dýrum, sérstaklega í holdi og bandvef spendýra.[1]

Kollagen með þreföldum gorm (vinstri) og smásærri uppbyggingu (hægri).
Náttúrulegra próteinið Kollagen með þreföldum gorm (vinstri) og smásærri uppbyggingu (hægri).

Kollagen myndar langa og sterka þræði sem halda saman holdinu.[2] Það er aðalbyggingarpróteinið í utanfrumufylkjum er finnast í ýmsu bandvefjum líkamans. Það er meginþáttur bandvefs og algengasta próteinið í spendýrum, eða um 25 prósent til 35 prósent af próteininnihaldi þeirra.

Kollagen samanstendur af amínósýrum sem eru bundnar saman til að mynda þrefaldan gorm af ílengdum trefjum þekktur sem kollagen barð. Það er aðallega að finna í bandvef eins og brjóski, beinum, sinum, liðböndum og húð.

Kollagen, í formi lengra þráða, er að mestu að finna í trefjavefjum eins og sinum, liðböndum og húð, og einnig í hornhimnu, brjóski, beinum, æðum, þörmum og millihryggjarskífum.

Kollagen er 1% til 2% af vöðvavef og stendur fyrir 6% af þyngd sterkra sinsvöðva.

Orðsifjar

breyta

Orðið kollagen er samsett úr gríska orðinu kolla (κόλλα) í merkingunnni lím og grísku endingunni -gen (γέν) sem þýða má sem -gerð eða framleiðsla. Því hefur kollagen sagt þýða límgerðarefni. Fyrr á árum var lím úr kollagen framleitt úr dýraholdi og notað til smíða og iðnaðar. Límið er enn í dag notað í sérstökum tilfellum.[2] Það er til að mynda notað í matvælaiðnaði og í framleiðslu snyrtivara.[3] Gelatín, sem er notað í matvælaiðnaði, er kollagen sem hefur verið vatnsrofið óafturkræft.

Tilvísanir

breyta
  1. Fyrirmynd greinarinnar var „Collagen“, Wikipedia (enska), 14. ágúst 2023, sótt 20. ágúst 2023
  2. 2,0 2,1 „Hvað er kollagen og í hvað er það mest notað?“. Vísindavefurinn. Sótt 20. ágúst 2023.
  3. „Collagène“, Wikipédia (franska), 23. júní 2023, sótt 21. ágúst 2023