Lampedúsa
Lampedúsa (ítalska: Lampedusa; sikileyska: Lampidusa; forngríska: Λοπαδοῦσσα[1] og Λοπαδοῦσα[2] og Λοπαδυῦσσα[2], Lopadúsa eða Lopadússa; maltneska: Lampeduża) er stærst Pelagoseyja í Miðjarðarhafi.
Sveitarfélagið Lampedusa og Linosa er hluti af sikileysku sýslunni Agrigento sem nær líka yfir smærri eyjarnar Linosa og Lampione. Hún er syðsti hluti og syðsta eyja Ítalíu. Túnis, sem er 113 kílómetra (61 sjómíla) í burtu, er næsta meginland við eyjarnar. Sikiley er 205 km í burtu og Malta er 176 kílómetrum austan við Lampedúsa.[3]
Lampedusa er 20,2 ferkílómetrar að flatarmáli og íbúafjöldi er um 6.000 manns. Helstu atvinnugreinar eru fiskveiðar, landbúnaður og ferðaþjónusta. Ferja tengir eyjuna við Porto Empedocle, nálægt Agrigento á Sikiley. Það er einnig flug árið um kring frá flugvellinum á Lampedúsa til Palermo og Catania á Sikiley. Á sumrin eru líka flug til Rómar og Mílanó, auk margra annarra árstíðabundinna áfangastaða á meginlandi Ítalíu.
Árið 2013 var Spiaggia dei Conigli („Kanínuströndin“) á suðurhluta eyjarinnar valin besta strönd heims af ferðavefnum TripAdvisor.[4]
Frá því snemma árs 2000 hefur eyjan verið ein helsta móttökustöð flóttafólks til Evrópu, aðallega frá Líbíu.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ Stephanus of Byzantium, Ethnica, § L419.6
- ↑ Stökkva upp til: 2,0 2,1 Dictionary of Greek and Roman Geography, Lopadussa
- ↑ Zerafa, Thomas (17. júlí 2011). „When the British planned to make Lampedusa part of the Maltese Islands“. Times of Malta. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. september 2017.
- ↑ „Tripadvisor's top 25 beaches“.
- ↑ „Refugee crisis on Lampedusa“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2016. Sótt 3. október 2022.