Falklandseyjar

Falklandseyjar er lítill eyjaklasi út af Suður-Ameríku, um 500 km til suðausturs frá Argentínu. Þær eru undir stjórn Bretlands en Argentína hefur einnig gert tilkall til þeirra og olli það Falklandseyjastríðinu milli þjóðanna 1982.

The Falkland Islands
Fáni Falklandseyja Skjaldarmerki Falklandseyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Desire the right (enska: Þráðu hið rétta)
Þjóðsöngur:
God Save the Queen
Staðsetning Falklandseyja
Höfuðborg Stanley
Opinbert tungumál Enska
Stjórnarfar Ríkisstjórn undir landsstjóra

Drottning Elísabet 2.
Landsstjóri Nigel Phillips
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
158. sæti
12.173 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2007)
 - Þéttleiki byggðar
???. sæti
2.955
0,24/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 - Samtals 75 millj. dala (???. sæti)
 - Á mann 25.278 dalir (???. sæti)
Gjaldmiðill Falklandspund (FKP - bundið við Sterlingspund)
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .fk
Landsnúmer 500
Kort.

Eyjarnar eru nefndar Falkland Islands á ensku og Islas Malvinas á spænsku.

SagaBreyta

Enginn veit með vissu hver varð fyrstur til að finna Falklandseyjar. Almennt er talið að Hollendingur, Sebald de Weert, hafi fyrstur manna stigið fæti á eyjarnar árið 1598. Argentínumenn vilja raunar eigna einum skipstjóra Magellanleiðangursins 1520, Esteban Gomez, heiðurinn, en Bretar telja hins vegar John Davis hafa stigið þar fyrstan á land árið 1592.

Það var John Strong sem nefndi sundið á milli eyjanna eftir yfirmanni breska flotans, fimmta vísigreifanum af Falkland, árið 1690 og þaðan er enska nafnið komið. Spænska nafnið Las Malvinas er hins vegar komið frá frönskum sjómönnum sem lögðu oft leið sína til eyjanna á 17. öld. Sjómennirnir komu frá bænum St. Malo, sem varð til þess að Frakkar byrjuðu að nefna eyjarnar Malouines, sem Spánverjar aðlöguðu svo í nafnið Malvinas.

Bandarískur skipstjóri, Silas Duncan að nafni, átti eftir að reynast mikill örlagavaldur í sögu eyjanna. Árið 1829 réðu Spánverjar yfir eyjunum. Það ár skipaði stjórnin í Buenos Aires þýskættaðan kaupmann, Vernet, að nafni landstjóra á Falklandseyjum. Strax og Vernet hélt til eyjanna skar hann upp herör gegn ólögmætum veiðum við eyjarnar. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Vernet var bandaríski fiskibáturinn Harriet. Svo illa vildi til að bandarískt herskip, USS Lexington, var statt í Buenos Aires. Samkvæmt beiðni ræðismanns Bandaríkjamanna í Buenos Aires hélt skipið til eyjanna til að krefjast þess að Vernet skilaði því sem hann hafði gert upptækt. Duncan gerði raunar miklu meira en það eitt, því hann lagði höfuðstað eyjanna, Puerto Soledad í rúst, handtók íbúana og lýsti því yfir að eyjarnar lytu ekki stjórn neins.

Aðgerðir Duncans voru ekkert annað en sjóræningjaháttur. En meðan málsaðilar körpuðu um bætur vegna málsins, sáu Bretar sér leik á borði. Breska ríkisstjórnin gerði herskip út af örkinni í þeim tilgangi að hertaka eyjarnar, sem þeir gerðu þann 2. janúar 1833 án mikillar mótspyrnu argentínskrar freigátu, sem þar var stödd. Ári síðar var hin gamla nýlenda Breta, Port Egmont, endurbyggð og breski fáninn blakti aftur yfir eyjunum. Þrátt fyrir mótmæli gat hið nýstofnaða ríki Argentínu mjög lítið gert til að hamla gegn yfirgangi breska heimsveldisins.

Árið 1843 færði breski landstjórinn á Falklandseyjum, lautinant Richard Moody, höfuðstaðinn aftur til Puerto Soledad og nefndi hann Stanley. Breskir þegnar fóru nú að flytjast jafnt og þétt til eyjanna og um 1884 bjuggu þar um 1400 manns, allir af breskum uppruna.

Argentínumenn gerðu áfram tilkall til eyjanna og 1982 gerðu þeir tilraun til að hertaka þær sem leiddi til Falklandseyjastríðsins.

HeimildirBreyta

 
Kristskirkjan í Stanley
 
Bær á Falklandseyjum

TenglarBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.