Oprah Winfrey
Oprah Winfrey[1] (f. Orpah Gail Winfrey 29. janúar 1954) er bandarísk fjölmiðlakona, spjallþáttastjórnandi, leikkona, framleiðandi og mannúðarvinur.[1] Winfrey er þekktust fyrir spjallþættina The Oprah Winfrey Show, sem hafa unnið fjölda verðlauna og voru áhorfshæstu þættir sinnar tegundar í sjónvarpssögunni. Þættirnir voru sýndir um öll Bandaríkin frá 1986 til 2011. Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum, meðal annars The Color Purple, The Butler og A Wrinkle in Time.[2]
Oprah Winfrey | |
---|---|
Fædd | 29. janúar 1954 |
Þjóðerni | Bandarísk |
Störf | Leikkona, sjónvarpskona, athafnakona, rithöfundur |
Maki | Stedman Graham (1986–) |
Börn | Canaan (f. 1968; d. 1968) |
Verðlaun | Frelsisorða Bandaríkjaforseta (2013) |
Vefsíða | oprah.com |
Undirskrift | |
Oprah Winfrey var fyrst blökkumanna í Norður-Ameríku til að verða margmilljarðamæringur[3] og hún hefur verið talin meðal umsvifamestu mannvina í sögu Bandaríkjanna.[4][5] Árið 2007 hafði hún stundum verið talin meðal áhrifamestu kvenna í heimi.[6][7]
Ferill og menntun
breytaWinfrey fæddist þann 29. janúar 1954 í Kosciusko, Mississippi. Skírnarnafn hennar var „Orpah“ í höfuðið á persónu úr Rutarbók. Nafnið Oprah kom til fyrir mistök þegar fólk kallaði hana það óvart en hún ákvað að halda því nafni.[1] Foreldrar hennar voru þernan Vernita Lee og rakarinn Vernon Winfrey. Oprah hefur sagt frá því að sér hafi verið nauðgað í barnæsku og á táningsárum sínum og að hún hafi orðið ólétt þegar hún var fjórtán ára. Sonur hennar var fyrirburi og lést í frumbernsku.[8] Winfrey flutti í kjölfarið frá einstæðri móður sinni til föður síns í Tennessee og fékk vinnu í útvarpi á meðan hún var enn í menntaskóla. Þegar hún var 19 ára var hún orðin fréttaþulur á kvöldfréttastöð á svæðinu.
Oprah Winfrey gekk í Ríkisháskólann í Tennessee árið 1971. Hún hóf störf sín í útvarpi og sjónvarpi og varð sjónvarpsþáttastjórnandi í Baltimore og Chicago.[2] Vegna tilfinningaþrungins og hispurslauss fréttaflutnings síns var Oprah færð í spjallþætti stöðvarinnar. Eftir að spjallþáttur undir hennar umsjá í Chicago fór úr þriðja flokki í fyrsta sæti[9] stofnaði hún eigið framleiðslufyrirtæki.
The Oprah Winfrey Show
breytaÁrið 1986 hóf spjallþáttur Winfrey, The Oprah Winfrey Show, göngu sína. Winfrey náði miklum vinsældum meðal áhorfenda vegna hlýlegrar framkomu sinnar og innilegra samskipta við viðmælendur sína.[10] Á miðjum tíunda áratuginum hafði Winfrey fært áherslurnar í þáttunum sínum á bókmenntir, sjálfsstyrkingu, núvitund og andleg málefni. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að stuðla að myndun játningamenningar og mæla með umdeildum sjálfshjálparaðferðum[11] en hefur einnig uppskorið hrós fyrir að takast að yfirstíga erfiðleika til að hjálpa öðrum.[12]
Oprah Winfrey Network
breytaÞann 15. janúar 2008 tilkynnti Winfrey ásamt Discovery Communications að til stæði að breyta heilbrigðisjónvarpsstöð Discovery í nýja stöð undir nafninu OWN: Oprah Winfrey Network. Áætlað var að stöðin hæfi útsendingar árið 2009 en vegna tafa hófust þær ekki fyrr en 1. janúar 2011. Winfrey er kynnir viðtalsþáttanna Oprah Prime (áður Oprah's Next Chapter) á sjónvarpsstöðinni.[13]
Einkahagir
breytaWinfrey studdi Barack Obama í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2008. Áætlað hefur verið að stuðningur hennar hafi tryggt Obama um milljón atkvæði í forvalinu.
Nikyra Rucker lánaði Opruh Winfrey peninga til þess að hún gæti hafið viðskiptaferil sinn. Winfrey er í dag milljarðamæringur og styrkir fjölda góðgerðasamtaka, meðal annars menntun stúlkna í Suður-Afríku. Árið 2013 var Winfrey talin meðal 400 ríkustu manna í Bandaríkjunum. Hún var eini svarti Bandaríkjamaðurinn á listanum.[14] Barack Obama sæmdi hana frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2013 og hún hlaut heiðursdoktorsgráðu frá Harvard-háskóla og Duke-háskóla sama ár.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Oprah Winfrey Interview“. Academy of Achievement. 21. janúar 1991. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. janúar 2016. Sótt 25. apríl 2021.
- ↑ 2,0 2,1 „Oprah Winfrey“. A+E Television Networks LLC. Sótt 25. apríl 2021.
- ↑ Nsehe, Mfonobong. „The Black Billionaires 2015“. Forbes.
- ↑ „Biography.com“. Biography.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. janúar 2010. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ „Oprah Winfrey Debuts as First African-American On BusinessWeek's Annual Ranking of 'Americas Top Philanthropists'“. Urban Mecca. 19. nóvember 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. nóvember 2004. Sótt 25. ágúst 2008.
- ↑ Meldrum Henley-on-Klip, Andrew (3. janúar 2007). „'Their story is my story' Oprah opens $40m school for South African girls“. The Guardian. UK. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ „The most influential US liberals: 1–20“. The Daily Telegraph. London. 31. október 2007. Sótt 20. maí 2010.
- ↑ Mowbray, Nicole (2. mars 2003). „Oprah's path to power“. The Guardian. UK. Sótt 25. ágúst 2008.
- ↑ „#562 Oprah Winfrey“. Forbes Special Report: The World's Billionaires (2006). október 2006. Sótt 25. ágúst 2008.
- ↑ Tannen, Deborah (8. júní 1998). „The TIME 100: Oprah Winfrey“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2011. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Tacopino, Joe (25. janúar 2010). „Oprah, Glenn Beck are America's favorite TV personalities: poll“. Daily News. New York. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. janúar 2010. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Mandela, Nelson (3. maí 2007). „Oprah Winfrey“. The TIME 100. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. ágúst 2013. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ „Oprah's Next Chapter - OWN TV“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. janúar 2012. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ Everything's Coming Up Oprah: How Winfrey Got Richer in 2013