Þrívíddarprentun
Þrívíddarprentun er ferli þar sem þrívíður hlutur er búinn til úr efnum sem eru lögð niður lag fyrir lag með aðstoð tölvu. Tæknin sem notuð er er mjög fjölbreytt. Sumir prentarar skera lögin út með geislaskurðarvél og líma þau svo saman og vinna þá með þunnar filmur úr málmi eða pappír. Aðrir þrýsta út seigfljótandi efni sem harðnar fljótt eins og hitadeigt plast, málma, ljóshert plast eða bindiefni sem harðna við íblöndun herðis. Hluturinn verður smám saman til eftir því sem lögin hlaðast upp og harðna í tækinu sem notað er. Vinsælasta aðferðin er svokölluð FDM viðbótarframleiðsluþrívíddarprentun sem notast við þræði yfirleitt gerðir úr lífmassa sem 3D prentarinn notar til að leggja niður hvert lag.
Almenn atriði
breytaEfni til 3D prentunar
breytaÝmsar gerðir efna eru notuð í FDM, allt frá þráðum framleiddir úr plasti, til lífmassaþráða PLA þráða. Notkun á plasti gerða úr jarðefnaeldsneiti hefur farið minkandi eftir að notkun og þróun PLA þráða hefur farið fram, en PLA þræðir eru framleiddir úr jurtum en ekki plasti og má því kalla plastlíki.
Notkun eftir löndum
breyta3D prentun á Íslandi
breytaÁ Íslandi er 3D prentun orðin að staðalbúnaði í hugverkasmiðjum um allt land og í flestum framhalds- og háskólum landsins. Ýmis fyrirtæki bjóða uppá stuðningsþjónustu við einstaklinga, stofnanir og skóla, en fyrsta fyrirtækið til að vera sett á laggirnar til að þjónusta þennan iðnað var stofnað 2021 og heitir 3D Verk ehf[1]. Ísland er mjög langt á eftir nágrannaþjóðum okkar þegar að kemur að innleiðingu og kennslu í skólum.[2]
Áform um hryðjuverk með notkun 3D prentaðra íhluta kom í dagsljósið eftir að hafa verið rannsakað síðan í febrúar það sama ár.[3]
Heimildir
breyta- ↑ „3D Verk ehf. (5406210980)“. Skatturinn - skattar og gjöld. Sótt 1. október 2022.
- ↑ https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/Nyskopun/NSL%C3%8D1.pdf
- ↑ „„Mjög auðvelt að prenta byssur með þrívíddarprentara"“. www.mbl.is. Sótt 1. október 2022.