Podgorica
Höfuðborg Svartfjallalands
Podgorica (serbneska: Подгорица) er höfuðborg Svartfjallalands og er stærsta borgin í landinu. Íbúar borgarinnar eru um 151.000 manns (2011), en í öllu sveitarfélaginu búa um 170.000 manns. Stærð sveitarfélagsins er 1.441 km². Podgorica er á mótum Ribnica og Morača fljótanna.
Podgorica
Подгорица | |
---|---|
Hnit: 42°26′28.63″N 19°15′46.41″A / 42.4412861°N 19.2628917°A | |
Land | Svartfjallaland |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Olivera Injac |
Flatarmál | |
• Höfuðborg | 108 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 40 m |
Mannfjöldi (2023) | |
• Þéttbýli | 173.024 |
• Dreifbýli | 13.803 |
• Stórborgarsvæði | 186.827 |
Tímabelti | UTC+1 (CET) |
Póstnúmer | 81 000 – 81 124 |
Svæðisnúmer | +382 20 |
Vefsíða | podgorica |
Nafnið Gorica í Podgorica er serbneska, og þýðir „lítið fjall“. Frá 1946 til 1992 hét borgin Titograd (til heiðurs Josip Broz Tito).