Íslensk sveitarfélög fyrr og síðar

Listi yfir núverandi og fyrrum sveitarfélög á Íslandi

Íslensk sveitarfélög fyrr og síðar í stafrófsröð. Starfandi sveitarfélög eru feitletruð.

Skipting Íslands í sveitarfélög og landshluta.
Efnisyfirlit
A Á B D E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö
  • Aðaldælahreppur. Stofnaður seint á 19. öld, áður hluti Helgastaðahrepps. Frá 2008 hluti Þingeyjarsveitar.
  • Akrahreppur. Hét áður Blönduhlíðarhreppur.
  • Akraneshreppur. Skipt í tvennt 1885.
  • Akraneskaupstaður. Kaupstaðarréttindi 1942, hét áður Ytri-Akraneshreppur.
  • Akureyrarkaupstaður. Kaupstaðarréttindi 1786, missti þau 1836, fékk aftur 29. ágúst 1862. Áður hluti Hrafnagilshrepps.
  • Andakílshreppur. Frá 7. júní 1998 hluti Borgarfjarðarsveitar.
  • Arnarneshreppur. Hét áður Hvammshreppur. Frá 12. júní 2010 hluti Hörgársveitar.
  • Auðkúluhreppur. Sameinaðist Þingeyrarhreppi 1. apríl 1990.
  • Austurbyggð. Stofnuð 1. október 2003 við sameiningu 2 hreppa. Sameinaðist Fjarðabyggð 9. júní 2006.
  • Austur-Eyjafjallahreppur. Stofnaður 1871, áður hluti Eyjafjallasveitar. Frá 9. júní 2002 hluti Rangárþings eystra.
  • Austur-Hérað. Stofnað 7. júní 1998 við sameiningu 5 sveitarfélaga, frá 1. nóvember 2004 hluti Fljótsdalshéraðs.
  • Austur-Landeyjahreppur. Frá 9. júní 2002 hluti Rangárþings eystra.
  • Barðastrandarhreppur. Frá 11. júní 1994 hluti Vesturbyggðar.
  • Bárðdælahreppur. Stofnaður 1907, áður hluti Ljósavatnshrepps. Frá 9. júní 2002 hluti Þingeyjarsveitar.
  • Beruneshreppur. Frá 1. október 1992 hluti Djúpavogshrepps.
  • Bessastaðahreppur. Stofnaður 1878, áður hluti Álftaneshrepps. Hét sveitarfélagið Álftanes frá 17. júní 2004.
  • Biskupstungnahreppur. Frá 9. júní 2002 hluti Bláskógabyggðar.
  • Bitruhreppur. Nafn sem er notað á Broddaneshrepp á Ströndum í nokkrum eldri heimildum.
  • Bíldudalshreppur. Stofnaður 1. júlí 1987 við sameiningu 2 hreppa, frá 11. júní 1994 hluti Vesturbyggðar.
  • Bjarnaneshreppur. Stofnaður 1801, áður hluti Holtahrepps. Skipt í tvennt 14. nóvember 1876.
  • Bláskógabyggð. Stofnuð 9. júní 2002 við sameiningu 3 hreppa.
  • Blönduhlíðarhreppur. Sjá Akrahrepp.
  • Blönduósbær. Áður Blönduóshreppur, stofnaður 1914, áður hluti Torfalækjarhrepps. Kaupstaðarréttindi 4. júlí 1988. Hluti af Húnabyggð frá 2022.
  • Bolungarvíkurkaupstaður. Hét áður Hólshreppur. Kaupstaðarréttindi 20. apríl 1974.
  • Borgarbyggð. Stofnuð 11. júní 1994 við sameiningu 4 sveitarfélaga.
  • Borgarfjarðarhreppur. Hluti af Múlaþingi frá 2020.
  • Borgarfjarðarsveit. Stofnuð 7. júní 1998 við sameiningu 4 hreppa. Sameinaðist Borgarbyggð 10. júní 2006.
  • Borgarhafnarhreppur. Frá 6. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Hornafjarðar.
  • Borgarhreppur. Frá 7. júní 1998 hluti Borgarbyggðar.
  • Borgarneshreppur. Stofnaður 1913, áður hluti Borgarhrepps. Frá 24. október 1987 Borgarnesbær, frá 11. júní 1994 hluti Borgarbyggðar.
  • Bólstaðarhlíðarhreppur. Frá 1. janúar 2006 hluti Húnavatnshrepps.
  • Breiðdalshreppur. Hluti af Fjarðabyggð frá 2018.
  • Breiðuvíkurhreppur. Frá 11. júní 1994 hluti Snæfellsbæjar.
  • Broddaneshreppur. Skiptist í Fellshrepp og Óspakseyrarhrepp seint á 19. öld. Stundum nefndur Bitruhreppur í nokkrum eldri heimildum. Aftur stofnaður 1. janúar 1992 með sameiningu sömu tveggja hreppa. Frá 10. júní 2006 hluti Strandabyggðar.
  • Búðahreppur. Stofnaður 1907, áður hluti Fáskrúðsfjarðarhrepps. Frá 1. október 2003 hluti Austurbyggðar.
  • Búlandshreppur. Stofnaður 15. apríl 1940, áður hluti Geithellnahrepps. Frá 1. október 1992 hluti Djúpavogshrepps.
  • Bæjarhreppur í Strandasýslu. Hét áður Hrútafjarðarhreppur. Frá 1. janúar 2012 hluti Húnaþings vestra.
  • Bæjarhreppur í Austur-Skaftafellssýslu. Stofnaður 1801, áður hluti Holtahrepps. Frá 6. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Hornafjarðar.
  • Bæjarhreppur í Árnessýslu. Sjá Gaulverjabæjarhrepp.
  • Dalabyggð. Stofnuð 11. júní 1994 við sameiningu 6 hreppa.
  • Dalahreppur. Sjá Ketildalahrepp.
  • Dalvíkurbyggð. Stofnuð 7. júní 1998 við sameiningu 3 sveitarfélaga.
  • Dalvíkurkaupstaður. Stofnaður sem Dalvíkurhreppur 1. janúar 1946, áður hluti Svarfaðardalshrepps. Kaupstaðarréttindi 22. apríl 1974. Frá 7. júní 1998 hluti Dalvíkurbyggðar.
  • Djúpavogshreppur. Stofnaður 1. október 1992 við sameiningu 3 hreppa. Sameinaðist Múlaþingi árið 2020.
  • Djúpárhreppur. Stofnaður 1. janúar 1938, áður hluti Ásahrepps. Frá 9. júní 2002 hluti Rangárþings ytra.
  • Dyrhólahreppur. Frá 1. janúar 1984 hluti Mýrdalshrepps.
  • Egilsstaðabær. Stofnaður 1947 sem Egilsstaðahreppur, áður hluti Vallahrepps og Eiðahrepps. Fékk kaupstaðarréttindi 1987. Frá 7. júní 1998 hluti Austur-Héraðs.
  • Eiðahreppur. Stofnaður snemma á 18. öld, áður hluti Vallahrepps. Frá 7. júní 1998 hluti Austur-Héraðs.
  • Engihlíðarhreppur. Sameinaðist Blönduósbæ 9. júní 2002.
  • Eskifjarðarkaupstaður. Kaupstaðarréttindi 1786 en missti aftur. Eskifjarðarhreppur stofnaður 1907, áður hluti Reyðarfjarðarhrepps. Kaupstaðarréttindi 22. apríl 1974. Frá 7. júní 1998 hluti Fjarðabyggðar.
  • Eyja- og Miklaholtshreppur. Stofnaður 26. júní 1994 við sameiningu 2 hreppa.
  • Eyjafjallasveit. Skipt í tvennt 1871.
  • Eyjafjarðarsveit. Stofnuð 1. janúar 1991 við sameiningu 3 hreppa.
  • Eyjahreppur (Eyjarhreppur). Frá 26. júní 1994 hluti Eyja- og Miklaholtshrepps.
  • Eyrarbakkahreppur. Stofnaður 18. maí 1897, áður hluti Stokkseyrarhrepps. Frá 7. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Árborgar.
  • Eyrarhreppur (Skutulsfjarðarhreppur). Sameinaðist Ísafjarðarkaupstað 3. október 1971.
  • Eystri-Hreppur. Sjá Gnúpverjahrepp.
  • Eyrarsveit. Hét Grundarfjarðarbær frá 2002.
  • Fáskrúðsfjarðarhreppur. Sameinaðist Fjarðabyggð 9. júní 2006.
  • Fellahreppur. Áður hluti Tungu- og Fellnahrepps. Frá 1. nóvember 2004 hluti Fljótsdalshéraðs.
  • Fellshreppur í Skagafjarðarsýslu. Hét áður Sléttuhlíðarhreppur. Sameinaðist Hofshreppi 10. júní 1990.
  • Fellshreppur í Strandasýslu. Áður hluti Broddaneshrepps sem stundum er kallaður Bitruhreppur í eldri heimildum og klofnaði í tvennt seint á 19. öld. Frá 1. janúar 1992 sameinuðust sömu hreppar aftur undir nafni Broddaneshrepps.
  • Fellsstrandarhreppur. Frá 11. júní 1994 hluti Dalabyggðar.
  • Fjallabyggð. Stofnuð 11. júní 2006 við sameiningu 2 sveitarfélaga.
  • Fjallahreppur. Stofnaður 1893, áður hluti Skinnastaðarhrepps. Sameinaðist Öxarfjarðarhreppi 1. janúar 1994.
  • Fjarðabyggð. Stofnuð 7. júní 1998 við sameiningu 3 sveitarfélaga.
  • Flateyjarhreppur í Austur-Barðastrandarsýslu. Frá 4. júlí 1987 hluti Reykhólahrepps.
  • Flateyjarhreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Stofnaður 1907, áður hluti Hálshrepps. Sameinaður Hálshreppi á ný 1. mars 1972.
  • Flateyrarhreppur. Stofnaður 1922, áður hluti Mosvallahrepps. Frá 1. júní 1996 hluti Ísafjarðarbæjar.
  • Fljótahreppur. Skipt í tvennt 1898/99, stofnaður aftur 1. apríl 1988 við sameiningu 2 hreppa, frá 6. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  • Fljótsdalshérað. Stofnað 1. nóvember 2004 við sameiningu 3 sveitarfélaga.
  • Fljótsdalshreppur.
  • Fljótshlíðarhreppur. Frá 9. júní 2002 hluti Rangárþings eystra.
  • Flóahreppur. Stofnaður 10. júní 2006 við sameiningu 3 hreppa.
  • Fremri-Torfustaðahreppur. Stofnaður á seinni hluta 19. aldar, áður hluti Torfustaðahrepps. Frá 7. júní 1998 hluti Húnaþings vestra.
  • Fróðárhreppur. Stofnaður 1911, áður hluti Neshrepps innan Ennis. Sameinaðist Ólafsvíkurkaupstað 1. apríl 1990.
  • Hafnahreppur. Frá 11. júní 1994 hluti Reykjanesbæjar.
  • Hafnarfjarðarkaupstaður. Fékk kaupstaðarréttindi 1. júní 1908, áður hluti Garðahrepps.
  • Hafnarhreppur (Höfn í Hornafirði). Stofnaður 1. janúar 1946, áður hluti Nesjahrepps. Fékk kaupstaðarréttindi 31. desember 1988. Frá 12. júní 1994 hluti Hornafjarðarbæjar.
  • Haganeshreppur. Stofnaður 1898/99, áður hluti Fljótahrepps. Frá 1. apríl 1988 hluti endurvakins Fljótahrepps.
  • Haukadalshreppur. Frá 11. júní 1994 hluti Dalabyggðar.
  • Hálsahreppur (Hálsasveit), hét áður Ásasveit. Frá 7. júní 1998 hluti Borgarfjarðarsveitar.
  • Hálshreppur. Frá 9. júní 2002 hluti Þingeyjarsveitar.
  • Helgafellssveit. Sameinaðist Stykkishólmi árið 2022.
  • Helgastaðahreppur. Skipt í tvennt seint á 19. öld.
  • Helgustaðahreppur. Stofnaður 1907, áður hluti Reyðarfjarðarhrepps. Sameinaðist Eskifjarðarkaupstað 1. janúar 1988.
  • Hjaltastaðarhreppur. Stofnaður snemma á 18. öld, áður hluti Vallahrepps. Frá 1998 hluti Austur-Héraðs.
  • Hlíðarhreppur. Stofnaður 1887, áður hluti Jökuldalshrepps. Frá 27. desember 1997 hluti Norður-Héraðs.
  • Hofshreppur í Austur-Skaftafellssýslu. Frá 6. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Hornafjarðar.
  • Hofshreppur í Skagafjarðarsýslu. Áður nefndur Höfðastrandarhreppur. Frá 6. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  • Hofsóshreppur. Stofnaður 1. janúar 1948, áður hluti Hofshrepps. Sameinaðist Hofshreppi á ný 10. júní 1990.
  • Holta- og Landsveit. Stofnuð 1. júlí 1993 við sameiningu 2 hreppa, frá 9. júní 2002 hluti Rangárþings ytra.
  • Holtahreppur í Austur-Skaftafellssýslu. Skipt í tvennt 1801.
  • Holtahreppur í Rangárvallasýslu. Stofnaður 11. júlí 1892, áður hluti Holtamannahrepps. Frá 1. júlí 1993 hluti Holta- og Landsveitar.
  • Holtamannahreppur. Skipt í tvennt 11. júlí 1892.
  • Holtshreppur. Stofnaður 1898/99, áður hluti Fljótahrepps. Frá 1. apríl 1988 hluti endurvakins Fljótahrepps.
  • Hornafjarðarbær. Stofnaður 12. júní 1994 við sameiningu 3 sveitarfélaga, frá 6. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Hornafjarðar.
  • Sveitarfélagið Hornafjörður. Stofnað 6. júní 1998 við sameiningu 4 sveitarfélaga.
  • Hólahreppur. Frá 6. júní 1998 hluti sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  • Hólmavíkurhreppur. Stofnaður 1942, áður hluti Hrófbergshrepps. Frá 10. júní 2006 hluti Strandabyggðar.
  • Hólshreppur. Síðar Bolungarvíkurkaupstaður.
  • Hrafnagilshreppur. Frá 1. janúar 1991 hluti Eyjafjarðarsveitar.
  • Hraungerðishreppur (áður Hraungerðingahreppur). Frá 10. júní 2006 hluti Flóahrepps.
  • Hraunhreppur. Frá 11. júní 1994 hluti Borgarbyggðar.
  • Hríseyjarhreppur. Stofnaður 1930, áður hluti Árskógshrepps. Sameinaðist Akureyrarkaupstað 1. ágúst 2004.
  • Hrófbergshreppur. Hólmavíkurhreppur klofnaði úr honum um 1943. Sameinaðist Hólmavíkurhreppi aftur undir nafni þess síðarnefnda 1. janúar 1987.
  • Hrunamannahreppur (Ytri-Hreppur).
  • Hrútafjarðarhreppur. Sjá Bæjarhrepp.
  • Húnabyggð. Stofnuð með sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 2022.
  • Húnavatnshreppur. Stofnaður 1. janúar 2006 við sameiningu 4 hreppa. Frá 2022 hluti Húnabyggðar.
  • Húnaþing vestra. Stofnað 7. júní 1998 við sameiningu 7 sveitarfélaga.
  • Húsavíkurbær. Stofnaður 9. júní 2002 við sameiningu 2 sveitarfélaga. Frá 10. júní 2006 hluti Norðurþings.
  • Húsavíkurkaupstaður. Áður Húsavíkurhreppur, fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1950. Frá 9. júní 2002 hluti Húsavíkurbæjar.
  • Hvalfjarðarstrandarhreppur (Strandarhreppur). Frá 1. júní 2006 hluti Hvalfjarðarsveitar.
  • Hvalfjarðarsveit. Stofnaður 1. júní 2006 við sameiningu 4 sveitarfélaga.
  • Hvammshreppur í Eyjafjarðarsýslu. Sjá Arnarneshrepp.
  • Hvammshreppur í Vestur-Skaftafellssýslu. Stofnaður 1887, áður hluti Dyrhólahrepps. Frá 1. janúar 1984 hluti Mýrdalshrepps.
  • Hvammshreppur í Dalasýslu. Frá 11. júní 1994 hluti Dalabyggðar.
  • Hvammstangahreppur. Stofnaður 1. júlí 1938, áður hluti Kirkjuhvammshrepps. Frá 7. júní 1998 hluti Húnaþings vestra.
  • Hvanneyrarhreppur. Hét áður Sigluneshreppur. Kaupstaðarréttindi 1918, hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.
  • Hveragerðisbær. Hveragerðishreppur stofnaður 1. janúar 1946, áður hluti Ölfushrepps. Kaupstaðarréttindi 1987.
  • Hvítársíðuhreppur. Sameinaðist Borgarbyggð 10. júní 2006.
  • Hvolhreppur. Frá 9. júní 2002 hluti Rangárþings eystra.
  • Höfðahreppur. Stofnaður 1. janúar 1939, áður hluti Vindhælishrepps.
  • Höfðastrandarhreppur. Sjá Hofshrepp.
  • Höfn í Hornafirði. Frá 12. júní 1994 hluti Hornafjarðarbæjar.
  • Hörðudalshreppur. Frá 1. janúar 1992 hluti Suðurdalahrepps.
  • Hörgárbyggð. Stofnuð 1. janúar 2001 við sameiningu 3 hreppa. Frá 12. júní 2010 hluti Hörgársveitar.
  • Hörgársveit. Stofnuð 12. júní 2010 við sameiningu tveggja sveitarfélaga.
  • Hörgslandshreppur. Stofnaður 1892, áður hluti Kleifahrepps. Frá 10. júní 1990 hluti Skaftárhrepps.
  • Innri-Akraneshreppur. Stofnaður 1885 við skiptingu Akraneshrepps. Frá 1. júní 2006 hluti Hvalfjarðarsveitar.
  • Miðdalahreppur. Frá 1. janúar 1992 hluti Suðurdalahrepps.
  • Miðneshreppur. Stofnaður 1886, áður hluti Rosmhvalaneshrepps. Nefndur Sandgerðisbær frá 3. desember 1990.
  • Miklaholtshreppur (Miklholtshreppur). Frá 26. júní 1994 hluti Eyja- og Miklaholtshrepps.
  • Mjóafjarðarhreppur. Sameinaðist Fjarðabyggð 9. júní 2006.
  • Mosfellsbær. Hét Mosfellshreppur til 1987.
  • Mosvallahreppur. Frá 1. júní 1996 hluti Ísafjarðarbæjar.
  • Múlahreppur (Skálmarnesmúlahreppur). Frá 4. júlí 1987 hluti Reykhólahrepps.
  • Múlaþing. Sveitarfélag sem stofnað var árið 2020 og nær yfir fjögur fyrrum sveitarfélög: Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstað, Borgarfjarðarhrepp og Djúpavogshrepp.
  • Mýrahreppur í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Frá 1. júní 1996 hluti Ísafjarðarbæjar.
  • Mýrahreppur í Austur-Skaftafellssýslu. Stofnaður 14. nóvember 1876, áður hluti Bjarnaneshrepps. Frá 12. júní 1994 hluti Hornafjarðarbæjar.
  • Mýrdalshreppur. Stofnaður 1. janúar 1984 við sameiningu 2 hreppa.
  • Nauteyrarhreppur. Hét áður Langadalsströnd. Sameinaðist Hólmavíkurhreppi 11. júní 1994.
  • Neshreppur í Snæfellsnessýslu. Skipt í tvennt á 19. öld.
  • Neshreppur í Suður-Múlasýslu. Stofnaður 1913, áður hluti Norðfjarðarhrepps. Kaupstaðarréttindi 1. janúar 1929, hét þá Neskaupstaður.
  • Neshreppur innan Ennis. Stofnaður á 19. öld, áður hluti Neshrepps. Skipt í tvennt 1911.
  • Neshreppur utan Ennis. Stofnaður á 19. öld, áður hluti Neshrepps. Frá 11. júní 1994 hluti Snæfellsbæjar.
  • Nesjahreppur. Stofnaður 14. nóvember 1876, áður hluti Bjarnaneshrepps. Frá 12. júní 1994 hluti Hornafjarðarbæjar.
  • Neskaupstaður. Frá 1. janúar 1929, áður Neshreppur. Frá 7. júní 1998 hluti Fjarðabyggðar.
  • Njarðvíkurbær (Njarðvíkurkaupstaður). Njarðvíkurhreppur stofnaður 1889, áður hluti Vatnsleysustrandarhrepps. 15. júní 1908 - 1. janúar 1942 hluti Keflavíkurhrepps. Kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976. Frá 11. júní 1994 hluti Reykjanesbæjar.
  • Norðfjarðarhreppur. Sameinaðist Neskaupstað 11. júní 1994.
  • Norður-Hérað. Stofnað 27. desember 1997 við sameiningu 3 sveitarfélaga, frá 1. nóvember 2004 hluti Fljótsdalshéraðs.
  • Norðurárdalshreppur. Frá 11. júní 1994 hluti Borgarbyggðar.
  • Norðurþing. Stofnað 10. júní 2006 við sameiningu 4 sveitarfélaga.
  • Ólafsfjarðarbær. Áður Ólafsfjarðarhreppur, hét um tíma Þóroddsstaðahreppur. Hét Ólafsfjarðarkaupstaður frá 1. janúar 1945 til 2001. Frá 11. júní 2006 hluti Fjallabyggðar.
  • Ólafsvíkurbær (Ólafsvíkurkaupstaður). Ólafsvíkurhreppur stofnaður 1911, áður hluti Neshrepps innan Ennis. Kaupstaðarréttindi 14. apríl 1983. Frá 11. júní 1994 hluti Snæfellsbæjar.
  • Óspakseyrarhreppur. Áður hluti Broddaneshrepps á Ströndum sem í eldri heimildum er stundum kallaður Bitruhreppur og klofnaði í tvennt seint á 19. öld. Frá 1. janúar 1992 sameinuðust sömu hreppar aftur undir nafni Broddaneshrepps.
  • Patrekshreppur. Stofnaður 1907, áður hluti Rauðasandshrepps. Frá 11. júní 1994 hluti Vesturbyggðar.
  • Presthólahreppur. Sameinaðist Öxarfjarðarhreppi 17. febrúar 1991.
  • Ytri-Akraneshreppur. Stofnaður 1885 við skiptingu Akraneshrepps. Kaupstaðarréttindi 1942, sjá Akraneskaupstað.
  • Ytri-Hreppur, sjá Hrunamannahrepp.
  • Ytri-Torfustaðahreppur. Stofnaður á seinni hluta 19. aldar, áður hluti Torfustaðahrepps. Frá 7. júní 1998 hluti Húnaþings vestra.


Efnisyfirlit: Efst A Á B D E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö